Þjóðólfur


Þjóðólfur - 12.09.1864, Qupperneq 2

Þjóðólfur - 12.09.1864, Qupperneq 2
— 178 — miðlunarboðum sínum á fundinum síðast, og hafn- að bærilegum kostum, sem varla byðist aptr. J»eir hefði hleypt til skipbrots, en skipt um á fám dög- um til hins verra, svo nú væri engi von, að ná peim kostum, sem þeim hefði staðið til boða síð- ustu dagana af fundinum, og létu þetta mál vera sér nú að öllu óviðriðið, og yrði þeir nú að fara beinaboðleið í friðarbón til hinna þýzku stórvelda. Frá Frakklandi heyrðist hið sama. í miðjum Júlí voru nú því gjörðir menn útí friðarleit og þann 12. f. mán. skrifaði utanríkis ráðherrann Bluhme til Prússa og Austrríkisstjórnar þess efnis, að vopna- hlé yrði samið til friðarumleitunar, að konúngr sinn hefði nú í því skyni sett nýa ráðgjafa, að þessum ófriði létti, og að hann mundi ekki ófyrir- synju treysta á drengskap Prússa konúngs og keis- ara. j>ví var svarað á móti, að þeir sögðust ekki ósáttfúsari, þegar þess væri leitað. Og með svo- feldu móti, að konúngr vildi afsala sér og sínum niðjum allan þann rétt, »sem hann ætti eða þættist hafa» til hertogadæmanna þriggja Lauenborgar, Holstein og Slésvíkr suðrað Iíonúngaá, þá sögðust þeir hér með bjóða honum að senda nú þegar erindsreka á friðarfund suðr í Vínarborg. I annan stað var boðin 11 daga vopnabið, og var hún sett frá 20. Júlí um hádegi til 31. um miðjan dag; skyldu Danir taka af hergarðinn fyrir höfnunum, en að öðru allt vera sem fyr. Allt hernám, sem yrði eptir hádegi þann 20. skyldi gefast aptr. Síð- ustu kynni Dana af þessu stríði urðu jöfn sem fyr, og átti ekki úr að aka fyrir þeim. |>ann 19. Júlí tóku Prússar með fallbyssubátum sínum sjóliðs- foríngja Hammer með 250 manns og eitthvað 19 smáherbátum, sem lengi hafði svakkað þar í Vestr- Slésvíkr-eyum. Fór Hammer þessum eins og Gretti, að hann náði ekki tugnum; liefði hann haldið til morgundagsins, var hann laus og liðugr. Nú höfðu hinir því í höndum allt Slésvíkrland, fyrir utan eyna Erri (Ærö), sem liggr milli Fjóns og Als. Nú var farið að semja um friðinn, en í þeirri friðarleit liðu þessir fáu dagar, sem vopnabiðin var sett, og að lokum varð að lengja biðina um 2 sólar- hrínga. í síðustu lotur, og þegar að stjórnin hér sá, að í öll skjól var fokið, en neyðin fyrir dyrum, þá skrifaði sendiboði og erindsreki Dana undir friðarfrumvarp (Præliminair) í Vínarborg svo hljóð- andi, að Danakonúngr afsalar sér og sínum niðj- um og í hendr Prússakonúngi og Austrrikiskeisara, allan rétt sinn til hinna þriggja hertogadæma Lau- enborg, Slésvík og Holstein, ásamt hinum jósku ítökum eðr Hólmum (Enclaver), sem liggja inn í Slésvík, þó eru Rípar undanþegnir. Skal draga sjónhendíng frá Rípum og í austr. í makaskipti fyrir hin jósku ítök skulu Danir fá eyna Erri og land af norðrjaðri Siésvíkr, sem samsvarar, svo landamerkin geti orðið glögg ábáðar hliðar. Dana- konúngr skuldbindr sig til að samþykkja hvern þann ráðstafa, sem konúngr og keisari gjöri á þess- um fráskildu hertogadæmum. En í annan stað skulu hin fráskildu hertogadæmi bera að tiltölu eptir fólkstali sinn hlut af ríkisskuldum, sem gjörðar eru fýrir alríkið, en frá er þó skilið hið síðasta herlán Dana á Englandi í Desember síðasta ár, sem var 10. mill., svo og stríðskostnaðr stórveldanna, sem Dönum verðr eptirlátinn og fellr með hertoga- dæmunum. þær skuldir þar á mót, sem hver ríkis- hluti hefir sér, falla þeim sem hefir. Állir fángar skulu nú þegar verða gefnir lausir, gegn því, að þeir skuldbindi sig til að berjast ekki framar í þessu stríði. Og í þriðja lagi skal semja vopna- ldé, svo að algjör friðr verði saminn. Sama dag var vopnahléð samið. f>að skal standa minst 12 vikur þannig, að eptir 6 vikur verðr sá, sem vill segja því slitið, að gjöra það með 6 vikna fyrirvara. Á meðan það stendr, heldr hver því, sem he/ir, og Bandamenn taka skatta og skyldur af Jótlandi, og Jótar eiga að ala her þeirra þar, en þeir lofa þó, að þýngja ekki í meira en hófi gegnir og nauðsyn ber til, og að leyfa svo liðugar samgöngur sem kostr er. Eptir fáa daga komu fángarnir milli 6 og 7000 að tölu. Aliir Slésvíkíngar voru áðr gefnir lausir af þjóðverjum. Danir sinnar handar senda nú og burt og heim alla Slésvíkínga, sem þeir höfðu í sínum her, og svo þá bændr, sem Ilammer hafði flutt híngað bundna frá eyunum, og jþjóðverjar sleptu þá aptr Jótum þeim, sem þeir höfðu tekið sem gisla fyrir þá. |>essir kostir voru þúngir, en þó ekki öðru- vísi en efni lágu til eptir sem farið hafði á und- an; þegar Danir létu alveg undan í landaskiptun- um, og hertogadæmin eru hér um bil % ríkisins, þá virðist, sem hinir hafi viljað vægja þeim í út- látunum. f mestum hluta hertogadæmanna var gleði og fögnuðr yfir því að vera sloppnir undan Danastjórn, en enn eiga þeir óvíst, hver þeirra staða verðr. Ilér hafa aðrir barizt fyrir þeirra hönd og þeir hvorki lagt til mann né svo sem eina byssu. En hvernig löndum þar verðr skipt, eða hver þau hlýtr, er enn alveg óvíst, hittervíst að Preussen sem stórveldi J>ýzkalands að norðan leggr eign á hafnirnar þar, sem eru hið mesta

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.