Þjóðólfur - 28.10.1864, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.10.1864, Blaðsíða 4
andi fjársjóði, en ekki dauðar fornmenjar«; ’þá finst oss þetta bæði raung og skaðleg skoðun, sem menn ætti heldr að kæfa en vekja hjá al- menníngi; því fornmenjasafn er eins lifandi fjár- sjóðr hvers lands í sinni tegund, og hin bóklega saga landanna, og þess vegna er það nú orðið alltítt, að prenta sögur landanna með fornmynd- um; vér þurfum því, bæði safn til sögu íslands bóklegt og safn til sögu Islands samsett af forn- menjum, því þær segja þegjandi, það sem hinn dauði bólestafr ekki kemst að. Hvaða greinar- mun ætli þessir Iifandi fjársjóðir (bækrnar) geti gjört á vopnum, t. d. hjálmum, skjöldum, hrynjum, sverðum, söxum, spjótum, örvum, sviðum, bryn- tröllum, atgeirum, öxum, skeptiflettum? Vér skul- um sjá, hvað lángt menn kotnast með þessum sínum lifandi draummönnum, og sama er að segja um allt viðvíkjandi forn-búníngum og byggíngum. Vér erum því sannfærðir um, að áminzl skinn- blöð eru vef komin innannm beizlisstengur, ltríngj- urogkistla, forn sverð og spjót, rýtínga og brynju- slitr, því þó enn sé helzt of fátt til af þessu, erþað eigi að síðr miklu dýrmætara og meirfræð- andi fyrir oss og sögu landsins, en þessi blaða- tetr, og óskandi væri, að menn hlyntu meir að þesskonar fornmenjum framvegis, sem helzt oflítil rækt hefir verið lögð við, þó menn bafi dottið um þær, en að fíkjast í blindni, eptir hverri fúaskræðu. Jón Árnason. Sigurör Guðmundsson. (Aðsent). Mér finnst ekki ótilhlýðilegt, að blöð vor geti um það kaupmanns- »jubilæum«, sem ber uppá þetta ár, eptir því sem eg veit sannast og líka mun veita hægt að sanna, og fmnst mér þetta því til- blýðilegra, er kaupmaðr sá, sem hér er um að ræða, er aðkvæðamaðr að sjálfum sér til, befir jafnan verið mikils nietinn borgari í aðsetrstað sín- um, en látið margt verulegt og mikilsvert standa af verzlun sinni hér á landi, sem má verða minn- ingu hans til sóma, mörgum Íslendíngum til gagns og öðrum kaupmönnum til góðs eptirdæmis, og þaraðauki hagað öllum verzlunarviðskiptunum svo, að hinum einstöku skiptavinum hans hér á landi hafa jafnan þókt þau áreiðanleg og hagfeld yfir höfuð að tala og fæstum þeirra þótt tilvinnanda að segja þeim slitið og leita til annara kaupmanna. Vér eigum hér við Peter Christian Knudtzon stórkaupmann í Kaupmannahöfn, og vitum vér eigi betr, en að hann byrjaði verzlun hérálandi 1814, er tengdafaðir hans hinn fyrri (— því Knudtzon er tvígiptr —) Thomsen kaupmaðr í Norðborg á Als, er ýmist var hér kallaðr ríki Tbomsen eðr Norðborgar-Tbomsen hinn eldri, fékk 3 verzlanir sínar hér á Suðrlandi1 3 börnum sínum í hendr: Tbomasi Tbomsen hinum ýngra, er síðarvar bú- settr kanpmaðr í Hafnarfirði og alment kallaðr Nor- borgar-Thomsen, og 2 dótturmönnum sínum eðr tengdasonum, var annar þeirra Lorenz Ghristensen skipherra, kallaðr digri Christensen, en hinn var Knudtzon stórkaupmaðr. P. C. Iínudtzon cr því búinn að reká verzlun hér á Islandi ura full 50 ár, og er óhætt að segja, að það hafi verið bæði af mestu gerð og með svo hreinum og affaragóðum viðskiptum landsmönnum til handa, sem orðið gat og framast var kostr á með því fyrirkomulagi verzlunarinnar, sem var hér á landi fram til 1854, er verzlunin var gefin laus. það var bvorttveggja, að Iínudtzon kom hér sjálfr árlega á sumrin urn nokkuð mörg ár á tímabilinu 1826—38, ferðaðist hér milli 4 kaupstaða sinna, er Jiá voru í Heykjavík, Hafnarfirði, Iíefiavík og Yestmanneyum, leit sjálfr eptir öllu, samdi um aðalkaupin og mátti þá heita, að bann væri aðal- sálin í verzluninni hér sunnanlands þau sumur, og að hann hefði haria einn í hendi sér; því sjaldn- ast þókti þá ráð ráðið með kaupmönnum vorum bér, nema Knudtzons ráðum lilítti, enda hefir hann einkent verzlanir sínar hér syðra, að minsla kosti, fiestum sunnlenzkum kaupmönnum fremr, er hér hafa átt viðskipti sem verzlunareigendr og fasta- kaupmenn um þessi sömu 50 ár, með 3 aðalkost- um, að hann hefir jafnan haft einhverja hina á- reiðanlegustu verzlunarstjóra (»factora«) og vinsæl- ustu, og befir ekkert til þess sparað, hafa því við- skiptin við þær verzlanir hans jafnan þókt hin áreiðanlegustu að haldinyrðum í samníngum og reikníngsfærslu, vér vitum og eigi nema sárfá dæmi þess, að afreikníngar frá verzlunum Knudt- zons hafi verið vefengdir; annar kostrinn hefir það (verið, að hann hefir eigi að eins verið optast fyrslr allra kaupmanna til þess, að senda híngað skip sín með nauðsynjavöru á vorin, þegar skortr hefir verið orðinnmestrá þeim vörum, heldr hefirhann og optast haft vetrarbyrgðir hér fiestum kaupmörm- um fremr. þriðja kostinn teljum vér þann, er þess hefir jafnan verið gætt við verzlanir hans fyr 1) Yer vitum eigi betr en ab Thomsen eldri í Norbborg ætti 3 verzlanir her á Su^rlandi, Norftborgarvorzlanina í Reykja- vík, hina sómu sem Knudtzon á nú, Mií)biibiriiar i Hafnar- flríii, sem Thomsen ýngri hafí)i áriu 1824 — 33, og var þar búsettr, og MiHúbirnar í Keflavík, sem nú eru eign S\b. Olafssonar kaupmanus í Kefla'ík.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.