Þjóðólfur - 28.10.1864, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.10.1864, Blaðsíða 2
 vatns og lOOpotta kúalilands fnllsterkr til að verja fé óþrifum og drepa lús í því; en ef kúahland er haft, og vatnið þá 400 poltar, er betra að hafa svo sem 8 potta af lóbnksseyði saman við. þegar baðað er, verðr lögrinn að vera eptir því mikill, sem baða skal, og þá lyfin eptir því; t. a. m., ef baða skal bnndrað fjár á hansti, má eigi ælla minna en einn pott á hverja kind, og að minsta kosti tuttngn potta umfram, því að annars verðr lögrinn of lítill á siðnrstu kindurnar; lögrinn verðr þá 120 pottar, það eru 96 pottar vatns og 24 pottar kúahlands, en lyfin verða 7n/2r, pund; ef baða skal 50 fjár, verðr lögrinn TOpottar, og lyf- in hér um 4% pund, o. s. frv. Verið getr, að lögrinn sé talinn heldr lítill; því að hversu mikill lögr gengr í hverja kind, er undir því komið, hvers ulluð hún er, hversu vel er úr henni kreist, þá er hún cr tekin upp úr baðinu, og hversu hag- anlegt baðílátið er; því að því óhaganlegra baðí- lálið er, því meiri verðr lögrinn að vera; en verði lögr sá, er fyrst er tilbúinn, eigi nógr á það fó sem baða skal, er hægt að auka hann, og láta þá lyfin í, eptir því hlutfulli, sem þegar er talið. Bað- lögrinn verðr að vera svo heitr, einkum í fyrstu, að halda megi hendi niðrí honum um stund, og eigi meir. Baðílátið verðr haganlegast þannig, að það sé stokkr, hér um tvær álnirálengd, eða litlu lengri en sauðkind, og eigi breiðari í botninn en svo, að kindin fylli nokkurnveginn út í hann, en að oían verðr hann að vera nokkru breiðari, vel fjórðúngi álnar, en svo djúpr, að lögrinn geti flot- ið yfir kindina án þess að renna út úr. þegar baðað er, verðr að gæta þess, að lögrinn komist eigi í skilningarvit skepnunnar, og halda því upp úr höfðinu og eyrunum. Ilvenær að huustinu baðað er, er lítils varðandi, ef veðrið leyfir; en þó ætla eg, að réltast verði að baða lömb, þegar þau eru komin á hús og hey, en fullorðið fé eigi síðar en um Mikjálsmessu. Reykjavík, 20. Septembor 1864. II. Kr. Friðriksson. Hálfyrði um Jóhannesar guðspjall. (Úr bréfi frá presti). Með því Jóhannes Jesú lærisveinn lifði fram- yfir hin fyrstu aldamót kristninnar, og hin lánga starfsemi hans hafði svo mikil áhrif á hið kristi- lega safnaðalíf og þær hreifíngar, sem þetta nýa líf útbreiddi í allar áttir, væri það ekki ólíklegt, að til væri enn þá eldri og greinilegri vitnisburðir um bans guðspjall, en flest önnur rit Nýa Testa- mentisins. þannig er þessn líka varið. þegar snemma á 2. öld tala kirkjufeðurnir, og það jafn- vel sinn úr hverri átt, um 4 guðspjöll, sem sé »stoð og stytta trúar vorrar«. En hér skal að eins getið Jiess, sem rninzt er á Jóhannesar guðspjall, og mnn þá hinn elzti skýlaus vitnisburðr um þetta guðspjall vera eptir Melita frá Sardes, sem lifði á miðri annari öld eptir Krist; hann talar um skrif- að guðspjali og tilfærir Krists orð, sem standa hjá Jóhannesi 6, 54., 12, 24., 15, 15. þó Jústínus Martýr tali ekki með berum orðum um Jóhann- esar guðspjall í ritum sínnm, þá fer hann alveg eptir kenníngu Jóhannesar um Orðið, sem varð hold, og kemr víða með staði næstum því orðrétta úr guðspjallinu, t. d. Jóh. 3, 3—5. Eins kemr Tatían með Jóh. I, 3., 5., og Thenphilus tilgreinir fyrstu orðin í guðspjallinu og tileinkar þau Jóhann- esi. Irenœus (dó 202), sem hafði heyrt kenníngu Fohjkarpi, er var lærisveinn Jóhannesar, segir með berum orðum, að Jóhannes hafi gefið út (í£s8oxs) guðspjaUið, þegar hann var í Ephesus. Iljá Valen- tínslca trúarbragðaflokkinum á miðri annari öld, kemr margt fyrir, sem sýnir, að hann hefir haft Jóhannesar guðspjall við að styðjast. Nafnkunn- astir lærisveinar Valentíus voru þeir Ptolemœus og Ilerakleon og hefir hinn fyrtaldi tilfært Jóh. 1, 3. til sönnunar því, að frelsarinn sé heimsins skapari og hinn síðartaldi hefir samið skýríngar yfir guð- spjallið, og eru mörg brot úr þeim tilgreind í skýr- íngariti Origenes. það hlýtr einnig að styrkja rit- vissu guðspjallsins, að engir villukennendr á hin- um fyrstu öldum kristninnar bafa, það menn til vita, borið á móti því, að Jóhannes hafi ritað það. Vér álítum óþarft að fara lengra útí þetta, því úr því þriðja öldin eptir Krist byrjar, fjölga vitsisburð- irnir um guðspjallið og verða enn þá skýrari og fullkomnari; en af þessu fáa, setn hér er tilgreint, sést, að vitnisburðirnir um guðspjallið ná upp til postulanna daga og að það er óhugsandi, að guð- spjallið hefði orðið eignað Jóhannesi, ef annar hefði verið höfundrinn, þar sem Jóhannes var svo alþektr og öllum svo minnisstæðr og enginn af öllttm ltans lærisveinttm hefir haft eilt orð á móti ritvissunni, heldr þvert á mót eignað honttm guð- spjallið og Evsebius sagnaritari segir, að Jóhann- esar guðspjall se þelct og viðrlcent í öllum söfn- uðum. það má því fullyrða, að það er ekki til nokkurt fornaldarrit, sem eins ftillkomlega og Ijós- lega verði sannað um, að það sé ritað af þeim, sem það er eignað, einsog tun Jóhannesar guð- spjall. En hitt er efunarmál, hvort það sé mögu- i

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.