Þjóðólfur - 10.12.1864, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 10.12.1864, Blaðsíða 1
íf. ár. Reyltjavík, 10. Desember 1864. G.-’S. — Eptir fyriringi herra stiptamtmannsins í bréft til útg. I>jóöólfs 1. þ. mán.; auglýsist hér með: Úílegging af bréfi til rehtnkammersins i'rá Viborg, kenn- ara við dýralæknfngaskoianti í Kaupmannahöfn, dagseítu 27. marzmánaðar 1844, utn fjár- s ý k i1 á Islandi. »Hið konunglega rentukammer liefir ritað mér 30. dag Desembermánaðar í fyrra, og beðið mig að láta í ljósi álit mitt um, með hverjum hætti reistar yrði skorðr við fjársýki þeirri, er gengið hefir um suðrhlut íslands vetrinn 1842 og 1843, og verið allskæð; eg vil því eigi leiða hjá mér undirgefnast að fram færa það er hér segir: Amtmaðrinn befir sent skýrslur frá mörgum sýslumönnurn híngað, og er í þcim lýst sýki þess- ari og einkennum hennar, og áhinn bóginn sýnt, hvernig innýfliu líta út, þá er skepnan er dauð. Eptir skýrslum þessum þykir engi efi vera á því, að fjársýki þessi á skylt við miltisbrand, og er hún kölluð bráðasótt eða blóðsótt. Sýki þessi kemr allt í einu að skepnunni, og drepr hana á skömum tíma, og er fyrir þá sök opt óhægt að koma við læknishjálp, einkum á Is- landi, því dýralæknar eru þar svo fáir. Sýki þessi mun hafa sín upptök í því, hvernig með skepn- hrnar er farið, og að nokkru leyti mun landslag- inu um að kenna, en af þessum rökum veitir eigi Eægt að tilgreina livað bezt muni eiga við henni. Fyrst þykir hlýða að skýra frá, hverjar orsakir muni vera til fjársýkinnar, og því næst lilgreina, með hverjnm hætti, að minni hyggju, bezt muni reistar skorður við henni á Islandi. i skýrslum þeim, er áðr gat eg um, hafa verið tilgreindar margar orsakir til 'fjársýkinnar á suðr- landi vetrinn 1842 og 1843, en þessar þykja mér mest eptirtektaverðar: 1) féð missir of snögglega hligángsins, og lifir eingaungu á heyinu. 2) heyið r- er skemt og miglað, og drykkjarvatnið fúlt. 3) 1) Bráíiasóttina elia fjiirpcstina, sem alment er köllu^). Hennar heflr þegar oriiit) vart nú í f. m. á ýmsnm stúí)um her í nœrsveitunum. Kitst. snögg veðrabrigði. 4) hrímhéla sitr á grasinu. 5) skepnunum er haldið of lengi í fjárhúsunum milli þess þær eru látnar viðra sig, og verðr þá loptið í þeim mjög óholt. 6) fjárhúsin leka, eru lítil, dymm og rakasæl. 7) eitrurtum er án saka kent um sýki þessa, því þær hafa með öllu önnur á- hrif og einkenna sjúkdóma þá er af þeini leiða með öðrum hætti en hér. 8) kindunum er of snögglega kipt af góðu eldi og settar á illt hey. 9) sýki þessi er næm. — J>á er ein eða fleiri af skaðsemdum þessum legst á skepnuna, þá kemr af því óreglulegr blóðefnablendingr, og deyr þá skepnan annaðhvort þegar, eða hún fær ákafann kuldakvilla (Feber). Kolefnið eykst um of í blóð- inu og vatnsefnið, þar af kemr óregla í magablóð- kerfmu, og þá meltir skepnan illa, og í vömbina safnast grasið ómelt og í vinstrina og botnlalc- ann —; skepnan fær afbendi og bólga lileypr í öll innýflin. Menn verða að varast, að svo miklu leyti því verðr við komið sökum landslagsins, að hleypa kindunum mjög snögglega út á nálina eða ný- grænuna á vorin, og með engu móti mega þær fyrst í stað koma fastandi út á morgnana, og er þessi varúð mjög svo áríðandi. Verði eigihjáþví komizt, að gefa fénaðinum miglað eða skemt hey, þá er nauðsynlegt, að þurka það eða viðra svo vel sem faung eru á, áðr en það er gefið á jötuna, og er þá stráð innan um það salti og beiskum urtum. Verði snögg veðrabrigði, má eigi beitafén- aðinum á meðan á því stendr, en halda honum þeim mun lengr í húsunum. Sé mikil hrímhéla fyrst á morgnana verðr að halda fénu inni þar til af fer að taka, og gefa því morguntuggu. Allan vetrinn skal víðra féð á hverjum degi ef veðr er til þess; það bætir loptið í fjárhúsunum, og úti- loptið gerir kindurnar bragðlegri. Fjárhúsin þurfa að vera öldúngis súglaus og þur, og eigi tjáir að of sett sé á þau, því slíkt skemmir loptið í þeim og eykr sóttnæmi. Fjárhúsdyrnar og gluggarnir eiga með jafnaði að standa opnir, þó svo, að eigi aukist súgr í fjárhúsunum. Varast verðr að gefa kindum þeim magngott hey í fyrstu, er áðr eru orðnar magrar, því þá er hætt við að veikindi komi

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.