Þjóðólfur - 11.02.1865, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 11.02.1865, Blaðsíða 4
brauð þegar losnar, eða tekið fram yfir hann, þegar hann sækir, miklu ýngra prestsefni óvígðan, með sömu einkunn. Færi nú svo eins og við er að búast á hverri stundu, þóað menn ráðgjöri ekki dauða svo úngra manna, hver mundi þá bjóða sig fram til að taka Skaptártúngubrauðið, sem er í raun rettri mikiu rírara en Meðallandsþíngin og þartil margfalt erfiðara? Stiptsyfirvöld vor, þau sem nú eru, segja, eptir því sem þeim fórust orð á Álþíngi 1863l>að gjörir ekkert til, við skip- um næsta presti að þjóna Skaptártúngubrauðinu »það er almenn regla yfir allt land». Ilverjum? Meðallandið er prestslaust, og þóað þar væri prestr mundi honum óvinnandi að þjóna jafnframt Ása og Búlandssóknum því það væri sama eins og að ætla prestinum á Görðum á Akranesi að taka að sér Hvanneyrar og Bæarsóknir eða Lundar og Fitja sóknir í Borgarfirði, eðaprestinum í Hraungerði að taka að sér þíngvalla- og Grafníngssóknir. Hér yrði því á engan annan að leita til að þjóna hinu prestslausa Skaptártúngu hrauði heldren prestinn í Álptaveri, sama prestinn sem áðr er búið að skipa að taka að sér hið prestslausa Meðallandsbrauðið, og sem að öllu samanteknu, á skemst og hægastað j)jóna því að nokkru, þóað aldrei geti það orðið nema að nafninu og endr og sinnum, bæði sakir Iíúða- fljóts og víðáttu Meðallandsins suðr og austr. En ætti Álptavers prestrinn þannig að þjóna báðum þessum prestlausu brauðum, í Skaptártúngu og Meðallandi, þá yrði það viðlíka sóknir allt til sam- ans, að víðáttu og erfiðleikum, eins og efprestin- um að Arnarbæli í Ölfusi væri ætlað að þjóna, Flóanum öllum, Grafníngi og þingvallasveit1 2 jafn- framt sínu brauði, og sjá allir hvaða forsjá í and- legum efnum að söfnuðunum væri fengin með annari eins ráðstöfun. Nú mega líka allir sjá, að nágranna prestrinn er eigi æfinlega fastari í sess- 1) Kætiur konúngsfulltrúa (bins setta stiptamtmanns) og biskupsins á Alþíngi 1863, er at) efni þessu lúta, í málinu „nm at) rát)a bót á prestaekiu nni,“ iná lesa í Alþ.tío. 1863 bls.654—5,676 — 84; 721—2og2723. (Konúngsfuiltrúi: „þab er almenn regia yflr alit land, aí) brauþum þeim, sem ekki eru prestar í, sá þjúnat) í „vacancen* (þ. e. á meílan þau standa óveitt), „og eg veit aldrei til at) neinn prestr hafl skorast undan því“. Ætli konúngsfulltrúinn þekki eitt dæmi til þess, aukheldr mörg, aíi prestaköllin hafl stafcií) óveitt ár- um saman? 2) Eg miía samjöfnuí) þenna ekki viþ kirkjustaíiafjólda, býla fjólda ebn mannfjólda, heldr a?) eins viþ afstóíiu, lands- víbáttn og torfærur og erfibleika til yflrferbar, og þá mun hann reynast &b fara mjög nærri. En í Leibvaliahrepp óilum þ. e. Alptaveri, Meþaliaudi og Skaptártúngu, eru ekki nema 4 kirkjustaftir samtals, og 118 búeDdr eíia heimili. J. G. inum eða til lengri frambúðar heldren sá var, sem hvarf frá hinu liðuga prestakalli er prestsþjónust- una vantar, nágrannaprestrinn sem verðr að fela á hendr að þjóna hinurii prestlausu söfnuðum, getr og einatt verið sá, að honum sé fullfengið að leysa af hendi helztu embættisskyldurnar í sínum söfn- uðum sjálfs, bæði sakir elliburða, vanheilsu og annara annmarka, og sé því ógjörandi að ætlahon- um prestlega forstöðu og umsjá 2—3 erfiðra og fjölmennra safnaða að auki, og það svo að miss- irum skipti ef til vill. Yart verðr heldr nokkrum presti gjört þetta að nauðúngarskyldu, ef hann er sjálfr ófús á það eða treystir sér eigi til þess, og ef söfnuðum hans er það nauðugt. Prestlausa söfnuðinum, sem á að þyggja þessi hlaupa-prests- verk og leiguliða störf, — því hér kemr frarn: »leiguliði en engi hirðir«, —Jverðr naumast heldr skyldaðr til að gjalda aðskota-prestum slíkum allar hinar vanalegu og lögákveðnu prestsskyldur, þó að þeir sýni sig þar innan safnaðar nokkrum sinnum á ári. Meðallandsbrauðið hefir aldrei, það menn vita eða geta séð af annálum og ritum, staðið óveitt missiri lengr, fyr en nú; - það hefir æfinlega þókt nokkurn veginn bjargvænlegt, þóað það sé talið með hinum rírari meðal brauðum, og hafa lika flestir prestar komizt þar af og sumir efnazt. Og þóað það megi telja ókljúfandi fyrir hvern ná- granna prestinn sem er, að þjóna Meðallandsþíng- unum, þá er það fremr hægt brauð að sjálfu sér til, einkum ef prestrinn býr á kirkjustaðrnim Láng- holti eðr einhverjum hinum næstu jörðum þar um- hverfis, t. d. Efriey, Lýngum, Staðarholti; það eru alt klaustrjarðir eðr þjóðeignir, eins og Lángholt, og bæði hægar jarðir og viðunandi. því eru þau brauð næsta mörg hér á landi er ekki sé betri eða aðgengilegri heldren Meðallandsþíngin, og má því búast við, að þessleiðis brauð losni smám- saman og fjölgi svo prestslausu og forstöðulausu brauðin æ meir og meir, þar sem hin fáu presta- efni, sem kostr er nú á' og sem gutr orðið kostr á um hin næstu 7 — 10 ár, draga sig í hlé og sækja ekki um nein hin lakari meðalbrauð, nema fyrir einhverjum aukakostum yrði að gánga með- fram, af því þeir þykjast hafa í lófa lagin hin betri brauðin, að fárra ára fresti, ef þeir bíða þeirra. Stiptsyfirvöld landsins mega því að vísu til að leita einhverra annara úrræða en þessara, að skipa nágrannaprestinum að þjóna hinum prestslausu rírðarbrauðum, hve mörg sem losna, þau er engir sækja um, og hversu sem úrræði þetta reynist hæpnara

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.