Þjóðólfur - 11.02.1865, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 11.02.1865, Blaðsíða 3
um: »herna er laustMeðallandsbrauðið, er nokkur "sem viil það«. En þessu framboði biskupsins befir engi svarað eða sint nú á 3. ár, hvorki vígðr prestr né prestaefni. J>að er nú, að mér virðist, hin náttúrlegasta spurníng, þó flestir eða ailir Meðallendíngar spyrði eins og sá heiðrsmaðr meðal þeirra erskrifaði mér um þetta mái næstl. sumar: »Eru hinir andlegu yfir- herrar kirkjunnar og safnaðanna hér á landi, stipts- yfirvöld landsins, búnir að leysa hendr sínar og fulinægja þessari embættisskyldu sinni einúngis með því að slá upp brauði því sem laust er, en láta svo söfnuð með nál. 70 heimilum og rúmum 400 sálna vera prestlausan að öllu og prestþjónustu- lausan að mestu svo árum skipti? eða eru stipts- yfirvöldin svo ókunnug eða svo glámskygn að þau sjái ekki., að margr er sá söfnuðr hér á landi, og þar á meðal heid eg sé óhætt að telja Meðalland- ið, að söfnuðrinn er eins prestlaus fyrir það, að kalla má, þóað nágrannaprestrinn sé beðinn eða þó að honum sé skipað að þjóna brauðinu. Yið Meðallendíngar sjáum ekki, hverafþessum 3 næstu prestum okkar getr veitt hér prestsþjónustu vetr og sumar og séð um uppfræðíngu úngdómsins { þessari fjarska víðlendu sókn». þetta scm hér er sagt, er óneitanlega satt og rétt, það verðr hver maðr að játa sem nokkuð þekkir til þar eystra. þóað allir 3 nágrannaprest- arnir væri menn á bezta reki — en út af þvi getr brugðið eins og allir skilja — í Álptaveri að vest- an, Skaptártúngu að norðan og á Síðunni að norð- austan, þá getr engi þeirra þjónað Meðallands- brauðinu jafnframt, svo fjarska víðlend sem sú sókn er og þar til fjölskipuð, og allrasízt um vetr, því vegalengdin t. d. frá Prestbakka á Síðu eða Ásum í Skaptártúngu að Lángholti er fjarska mikil og þar tii sitt stórvatnið á hverja lilið og aðrar torfærur, sem opt eru ófærar um vetr; bæði Skapt- ártúngubrauðið sjálft og einkum Siðubrauðið er með einbverjum hinum víðlendustu og erfiðustu sóknum hvort fyrir sig.. Álptaverið er að vísu lítii sókn og hin hægasta, enda er iáng skemst þaðan að Lángholti, og er kirkjustaðr sá í miðr sókninni að kalla má, en þar er þá Kúðafljót i milli og cr það einatt ófært vikum saman um vetr, vor og haust. f>essir afstöðu- og landslags erfiðleikar og torfærur, sem umkríngja Meðallandið á alla vegu og aðskilja það frá 3 hinum næstu prestaköllum, gjörðu líka það, að brauðamats og sameiningar- nefndinni þar heima í héraðinu, 1852—53, gat ekki komið til hugar, að leggja til sameiníngu Með- allandsbrauðsins við nein hin næstu prestaköil, og var þó nefnd sú alls ekki hugdeig að leggja til sam- einíngu brauðanna, þar sem nokkur tiltök þóktu til þess, t. d. að sameina Kálfafell á Síðu við Kirkjubæarkl.brauð og Skaptártúngubrauðið við jþykkabæarkl. i Álptaveri. þóað nú bæði stiptamtmaðr og biskup, er báðir sátu á síðasta Alþíngi, teldi öllum þeim söfn- uðum vel og að fullu borgað bæði þeim sem nú eru prestslausir og verða það auðsjáanlega fram- vegis æ fleiri og fleiri um hin næst komandi 8—10 ár, sakir sívaxandi skorts á prestaefnum yfirhöfuð að tala, en engi þarf að telja uppá að prestastétt vor verði sá ódáins-akr um mörg hin komandi ár, eins og hún hefir verið um 3—4 hin næstliðnu árin, — þóað bæði stiptsyfirvöldin fullyrði nú og vildi telja þínginu og öllum landsmönnum trú um, að hverjum prestslausum söfnuði sem er, væri borgið ef þau (stiptsyfirvöldin) skipaði nágranna prestun- um að þjóna hinu prestlausa brauði, þá sjá allir, að þetta nær engri átt, og er hérumbil sama eins og þau segði: það stendr á sama hvort prestr er í brauðinu eðr ekki, hvort þar er haldið uppi guðs- þjónustugjörð og hinum lielgu sakramentum eptir siðum og setníngum luthersku kirkjunnar, barna uppfræðíngu og öðrum góðum og kristilegum sið- um, eðr ekki, það er nóg ef stiptsyfirvöldin í Reykja- vík skrifa nágranna prestinum til, eða láta prófast- inn gjöra það og segja honum, að þjóna hinum prestslausa söfnuði, þóað þetta sé óvinnanda verk fyrir þann hinn sama prest, sakir tor- færa og vegalengdar, sakir þess að hann á sjálfr víðlendum, erfiðum og fjölmennum sóknum aðgegna, sakir þess að hann er ekki fær um að leysa fylli- lega af hendi embættisskyldurnar við sína söfnuði sjálfs, og því síðr að bæta á sig nýrri safnaðar- hjörð til gæzlu og uppfræðíngar, og þá líka sakir þess, er þrávalt getr að borið, að nágranna presta- kallið, þaðan sem einúngis var vinnanda að veita prestlausa brauðinu nokkra forsjá, verðilíkaprests- laust, af því pfestr sá deyr eða fær betra brauð, os verðr þar til prestsiaust um nokkurra áratíma, ef það losnar, af því það er eilt af þessum rírari brauðum og í þeirri fjarlægð, að engi af þessum fáu prestaefnum, sem nú er kostr á, vill líta við því, af því þeir geta átt kost á betra hrauði að fáum árum liðnum og betr í sveit komið. Hvað er t. d. líklegra, en að Skaptártúngubrauðið losni þegar minst varir, þar sem er 6 ára prestaskóla kand. og liprmenni á erfiðu rírðar brauði? stipts- yfirvöldin geta þó naumást synjað honum um betra

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.