Þjóðólfur - 03.06.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 03.06.1865, Blaðsíða 2
— 124 — verið kunnugt um, að kennari hans Polycarpus á nokkurn hátt hefði vefengtþað sem rit Jóhannes- ar postula, eða ef hann hefði vitað nokkuð til, að eldri menn, aðrir postullegir kennimenn jafnaldrar Polycarpusar, hefði ekki kannazt við, að það væri eptir Jóhannes lærisvein Iírists? |>etta getrnaum- lega hugsazt, og því höfum vér hér hinar sterk- ustu líkur fyrir því, að Polycarpus einmitt hafl þekt Jóhannesar guðspjall, og kannazt við það sem postullegt rit. Af því M. E. hefir að eins minzt á Polycarpus, en ekki hreift frekar við vitnisburð- um sögunnar um Jóhannesar guðspjall, þá skal hér ekki heldr farið fremr ut í þetta efni en nauð- synlegt er, og þess að eins getið yfir höfuð, sem með vissu má segja um hinar sögulegu röksemdir: að óyggjandi og áreiðanlegir vitnisburðjr sögunnar eru samhljóða í því, að Jóhannesar guðspjall hafi verið kunnugt alstaðar í kirkjunni, og játað sem rit Jóhannesar postula frá miðri 2. öld, og eins hefir ítarleg rannsókn hinna lærðústu manna á síðari tímum komizt til þeirrar niðrstöðu um Jó- hanncsar guðspjall, að mjög fá rit Nýa Testa- mentisins og varla nokkurt rit fornaldarinnar frá sömu tímum geti borið fyrir sig jafn-áreiðanlega og samhljóða vitnisburði um, að það sé eptir þann höfund sem það er eignað, eins og Jóhannesar guðspjall. Fleirum orðum fer M. E. um hin innri rök eða ásigkomulag guðspjallsins sjálfs. En höfund- inum tekst ekki betr hér, ogmótmæli hans reynast ekki síðrfljótfærnisleg og ástæðulaus í þessari grein, því hér er hann ekki eins bundinn af vitnisburð- um sögunnar, og getr því gefið trúargrillum sín- um og heilabrotum ótakmarkað ráðrúm. þó at- hugasemdir M. E. sé í rauninni tóm markleysa, þareð þær auðsjáanlega eru allar sprottnar af sama brunni, það er að skilja þeirri grundvallarvillu, að Iíristr sé ekki guðs son, og þó það liggi i aug- um uppi, að þessi vantrú á kristilegri opinberun hefir stýrt allri rannsókn hans og blindað sjón hans, svo liann liefir ekki gengið að verki sínu eins og frjáls og óhlutdrægr dómari, heldr í her- fjötrum vantrúarinnar, fyrirfram kveðið upp með sjálfum sér áfellisdóminn um Jóhannesar guðspjall, þá skal getið hér hins helzta af því, sem hann tilfærir móli guðspjallinu. Höfundrinn segir: »að Iíristr sé allr annar í Jóhannesar guðspjalii heldren í hinum þremr, hugs- anir hans orð og gjörðir sé allt öðruvísi, þetta sé líka samkvæmt aðalhugsun guðspjallsins, sem er: að Krislr sé eilíf guðdómleg vcra, en þetta sé þvert ú móti hinum guðspjöllunum, sem ekki viti neitt um, að Kristr hafi verið til á nokkurn hátt áðren hann fæddist, eða að liann hafi verið jafn guði«. Hverjum manni, sem einhverntíma hefir lesið guð- spjöllin með eptirtekt, hlýtr að virðast það óskil- janlegt hvernig gamall guðfræðíngr eins og M. E. fer að tala svo; því ekkert er þó bersýnilegra, heldren það, að hin þrjú fyrstu guðspjöll kenna og boða hinn sama lærdóm um guðdóm Krists, sem Jóhannesar guðspjall. Ilefir M. E. gleymt staðnum hjá Matt. 16, 17., þegar Pétr postuli kveðr upp játníngu sína: »þú ert Kristr, sonr hins lifanda guðs«, og Jesús tclr hann sælan fyrirþessa játníngu, því faðir sinn á himnum hafi opinberað honum það? þegar Ivristr í dæmisögum sínum hjá Matt. 24. og 25, 31 lýsir tilkomu sinni, sem dómara alheims, til að dæma lifendr og dauða, er þetta þá lýsíng ú tilkomu einhvers merkismanns eða mikils spámanns? er hér ekki miklu fremr fluttr hinn sami lærdómr, sem Jóhannes boðar, lærdómriþn um dóminn og mannsins son scm dómara heimsins, »sem faðirinn hefir gefið vald til að halda dóm« Jóh. 5, 27? [>egar æzti prestr- inn særir Krist við lifanda guð, að hann segi sér, hvort hann sé guðs son, játar þá ekki Jesússjálfr hjá Matt. 26, Gi að hann sé það, og aðþeirmuni þaðan af sjá mannsins son sitjanda til hægri hand- ar hins alvalda? [>egar Jesús segir Matt. 28, 18 að »sér sé gefið cillt valcl á hirnni og jörðu«, segir hann það þá ekki um sig af meðvitundinni um guðdóm sinn og guðdómlcga tign, og mun ekki Matteus tilfæra það af þeirri fullu trú og sann- færíngu, að Jesús sé guðs son? og er þetta ekki hin sama kenníng sem Jóh. 3, 35 boðar: »að fað- irinn liafi gefið honum allt í hönd?« [>egar Kristr segir hjá Matt. 11,27, að engi þekki föðrinn nema sonrinn og sá, sem sonrinn vili það auglýsa, er þá ekki hér skýrt fluttr hinn sami lærdómr, sem Jóhannes boðar, að Kristr sé vegrinn og sann- leikrinn, eða eins og Jesús segir um sig í hinni óviðjafnanlega djúpu samlíkíngu Jóh. 10. að hann sé sauðahliðið, það er: sannleikans og sáluhjálp- arinnar vegr, sem allir verða að fara um, ef þeir eigaað geta komizt í samfélag við guð? í stuttu máli, að vér ekki tilfærum Oeiri einstök dæmi, allr andi hinna þriggja fyrstu guðspjalla, öll frásaga þeirra um kraptaverk Krists og kenníngu hans um sig, sendíngu sína og lærdóm sinn, eru hverjum heilskygnum manni áþreifanlegr vottr um, að sá Kristr, sem 3 fyrstu guðspjöllin boða, er guðs eingetinn sonr, sem birtist hér heimi í fyllíngu J

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.