Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 2
— 26 — umdæmi út at fyrir sig, töldust her í lögsagnar- umdæminu (t. d. í Janúarmánuði 1804) að cins 477 manns að meðtöldum 37 tukthúslimum. Vér höfum áðr sýnt, hve einfalt og óbrotið að land- fógetaembættið var þá, einkum eptir að manntals- bókar- og kóngsjarðaumboðinu var af því létt, og þess vegna gátu verið og voru líka í raun réttri eins ríkar ástæður fyrir því að sameina þá bæði þessi fógetaembætti, eins og nú eru orðnar þær breytíngar á öllu því, er bæði embættin yfirgrípa, að enn fyllra tilefni sé nú orðið til að aðskiija þau aptr og gjöra úr þeim tvö sérstök embætti. Nauð- synin til að aðskilja landfógeta og bæarfógetaem- bættin, hefir engan vegninn hrapað ofanúr ský- unum í dag eðr í gær; hún hefir verið í aðsigi um mörg ár, og margir er bezt þektu tit, hafa hlotið að viðrkenna hana, jafnvel síðan kgsúrsk. 24. Febr. 1835 stækkaði lögsagnarumdæmi Reykjavíkr meir en um tífalt að víðáttu, en einkanlega síðan öll fátækramálefni kaupstaðarins voru aðskilin frá Seltjarnarneshreppi 1846, en til þessa tíma voru öll þau mál sameiginleg um gjörvalla dómkirkju- sóknina, án grainarmunar á hreppnum og kaup- staðnum, — síðan Reykjavíkrbúnr hafa fjölgað svo mjög ár frá ári, svo að nú teljast hér á 18 hundr- að manns í umdæmi kaupstaðarins, síðan sjálfr kaupstaðrinn hefir eflzt svo mjög um næstl. 30 ár, eigi að eins að íbúafjölda lieldr einnig að byggíng- um, verzlunar- og vöruafla, nýum stofnunum og aðsókn útlendra og innlendra svo að segja árið um kríng. |>að þarf því engum að þykja tiltökumál, þó að ágætismaðrinn sem nú er bæar- og landfógeti hafi nú orðið fyrstr til þess, eptir því sem sagt er, að taka af skarið, og stíngið uppá því við stjórnina, að skilja embætti þessi hvort frá öðru, og að hann yrði laus við bæarfógetaembættið. J>að sjá allir, að þessi uppástúnga hans stefnir að því að rýra embættiskjör hans en ekki rífka, og allir sem þekkjatil embættisalúðarog ótrauðrar starfsemi herra Árna Thorsteinsonar, mega líka sjá og vita, að hann gjörir þetta miklu fremr Reykjavík í hag og báðum embættum sínum, að vilja gefa svona upp bæarfógetaembættið og sleppa því, heldren til þess aðléttaaf sjálfum sérembættisþúnganum. Embætti þessi hafa jafnan verið næsta sundrleit í sjálfum sér að einu sem öllu, en störf beggja embættanna og einkum bæarfógetadæmisins hafa aukizt svo, margfaldazt og vandazt á seinni árunum, að það mun reynast hverjum manni, sem vili standa vel í L stöðu sinni, ofvaxið að hafa þaubæði áhendiárum saman til þess að veita þeim viðunandi forstöðu. En sé þetta rétt álitið, og það munu allir verðaað játa er til þekkja, — enda hefir stjórnin sjálf einnig viðrkent að svo sé, hafi lnin nú þegar að- hylzt svo eindregið álitsskjal landfógetans um þetta mál að hún skoðar bæarfógeta embætttð laust og í sinni hendi til veitíngar, — hafi sjálfr embættis- maðrinn, sem búinn er að hafa bæði embættin á hendi núna um 4 ár, eigi kent sig mann til þess lengr, svo að í góðu lagi færi, og þókzt heldr verða að taka hinn kostinn að sjá á bak rífiegum tekjum bæarfógetaembættisins heldren að við svo búið stæði, og hafi einnig hin sama skoðun hvað helzt komið formanni hans (Vilhjálmi Finsen yfirdómara í Vebjörgum), til þess að segja skilið við embætti þessi og fóstrjörðu sína að fullu og öllu, — þá má einnig hverjum manni þykja það gegna furðu ef satt væri sem jafnframt er sagt, að Clausen sýslu- maðr og héraðsdómari í Kjósar og Gullbríngusýslu, umboðsmaðr kóngsjarðanna í báðurn sýslunum og skattaheimtunnar í Gulibríngusýslu, ef emhættis- maðr sá, með öllum þessum hinum umfángsmiklu margbrotnu og vandasömu störfum er þeim em- bættum fylgja, skuli tjá sig boðinn og búiun og álíta síg alfæran til þess að bœla á sig bæarfógeta- embættinu í Reykjavík. En þessa óskiljanlegast mun samt öllum verða það, sem jafnframt er sagt, og mun að mestu vera haft eptir Clausen sjálfum, að þessi sameiníng á bæarfógetaembættinu við Gullbríngu- og Kjósarsýslu embættin sé þegar fastráðin eðr það svo gott sem skelt og felt hjá stjórninni ytra, — fyrir því þykist hann, að sögn, hafa fengið sjálfr full fyrirheiti hjá henni, áðren hann lagði af stað frá Höfn í haust, — og að vér Nesja- menn og Reykvíkíngar megim gánga að því vísu, að sameiníng þessi dyni yfir oss, með fullgjörðri kon- úngsveitíngu, undir eins og fyrsta póstskip kemr í vor. f>að væri sannarlegt tilhlökkuuarefni fyrir alla oss hér syðra, cða hitt þó heldr, ef satt væri! Getr verið, að Cl. sýslumaðr orðfylli nokkuð þau loforð og tilboð stjórnarinnar við sig, sem hér er um að ræða, eða þeir sem hafa þau eptir hon- um, og eins hinir fáu í Höfn er mintust á þetta mál í prívat bréfum til kunningja sinna hér með síðustu póstskipsferð, — það væri vonandi og ósk- andi, að allt þetta sé orðfylt um of, og sé lítið annað en ögranir og grílur, •— en þó svo væri, þá uggir oss að það reynist hér sem mælt er: •jafnan ber til hverrar sögu nokkuð«. Og svo

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.