Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 7
— 31 — menn mun. J>að er álitið eitt liið mesta skað- ræði fyrir fiskiailann að láta slor úr fiski eðr nokk- Urt agn niðr í sjóinn annað en það, sem brúkast á önglana, og hafa þeir {>á ástœðu fyrir sér í því, að þegar slor liggr í sjónum lángan tíma þá hljóti það að úldna og morkna í sundr og gjöra þau ó- hreinindi í sjóinn, að fiskrinn miklu fremr flýi það en egnist að því; en ef hann leggist á það og éti, þá sé auðskiiið að bonum verði illt af því svo hann ekki hafi lyst á þeirri beitu sem honum er hoðin á aunglunum. Norðmenn hafa líka reynt þetta- á síldinni. J>að er fyrirfáum árum, að mergð síldar er svaraði mörgum hundruð tunnum, drapst ( net- um og morknuðu niðr í sjóinn, en síðan hefirþar ekki veiðst ein einasta síld allt til þessa, og eyði- lagðist þannig síldarveiðin á þeim miðum, vegna þeirra óhreininda sem í sjóinn komu. 3. þorskanetin eiga að vera sem samlitust botninum þar sem þau eru lögð, t.d. sé þau lögð á hraun, ætti þau að vera dökklituð, en þar sem sand- eðr leirbotn er, þar eiga þau að vera sem hvítust. Til að gjöra netin hvít, brúka Norðmenn þessa aðferð: þegar búið er að spinna og tvinna hampinn, er hann soðinn í vatni, út í vatnið er látin aska af birki eðr hvaða við sem er, þángað til það (vatnið) er orðið þykt, og er hrært í því á meðan. Eptir að hampgarnið hefir legið hér of- aní nokkra stund (svo sem 1 klukkutíma), er það tekið uppúr og þurkað. Við þetta verðr bampr- inn bæði hvítari og sterkari, því Norðmenn segja, að öll suða á hampi sé til bóta, þó ekki sé nema i tómu vatni. í staðinn fyrir viðarösku má líka brúka pottösku eðr »Soda«, en af því verðr að blanda minna en viðaröskunni, því það skaðar hampinn sé það of mikið, 4. Með þorskanetum er ekkert agn brúkað og hefir aldrei verið gjörð (í Noregi) tilraun með það. 5. Viðvíkjandi síðasta spursmálinu, þykjast Norðmenn sannfærðir um, að mikil netastappa Seti hindrað fiskiun að gánga á grunn, einkanlega sé netin lögð áðren fiskrinn er kominn á þær stöðvar hvar hann ætlar að leggjast og gjóta; þeim Þykir því skaðlegt að legga mikil net fyrir fiskinn hieðan hann er í gaungu, því þeir hafa þá mein- íngu að netin gjöri það að verkum, að fiskrinn ahnaðhvort leggist við þau og fari ekki lengra en netunum, eða bann taki aðra stefnu og gángi a^ra leið en þá sem hann upphaflega hefir ætlað Serað gánga. Dæmitil þessa þykjast þeir hafa við ^0rgundfjörð; þar hafði fyrír fáum árum verið bezti fiskiafli í net, en nú fæst þar engi fiskr, og cr kent um ofmikilli netabrúkun. Við Lofoden segja Norðmenn að fiskr sé opt mikið óstöðugr, og kenna þeir því sama um; þar ber opt við, að mörg netverða að dragast upp í böggli, því þrengslin eru svo mikil eins og nærri tná geta, því yfir 2000 bátar verða að vera þar á hérumbil tvegga mílna sviði. Spurníngarnar voru bornar fyrst fram við kandidat Smith, og þar eptir við nokkra fiskimenn sem áttu heima norðarlega í Noregi nálægt Lofo- den og bar úrlausn þeirra allra saman svo engi munr var á. AUGLÝSÍNGAR. Hérmeð innkallast, þeir sem telja til skulda hjá félagsbúi emeritprests Sigurðar sál. G. Thor- arensens er andaðist að Breiðabólstað í Fljótshlíð 16. Október þ. á. og eptirlifandi ekkju hans, til að lýsa kröfum sínum og sanna þær fyrir skipta- réttinum héi' í sýslu, innan 6 mánaða frá löglegri birtíngu þessarar innköllunar. Skorast og hérmeð einnig á þá, sem eiga að greiða nefndu búi skuldir, sem ekki hefir vcrið útgefið skuldabréf fyrir, að borga þær innan ofan tiltekins tíma til hreppstjóra sgr. Sigurðar Magnús- sonar á Skúmstöðum í Vestrlandeyum, hverjum af hlutaðeigendum er falið á liendr að innheimta slíkar skuldakröfur búsins, svo og ólokin jarðar- gjöld til búsins, sem landsetum berað borga sem fyrst. Vezlunarafreikníngar til búsins óskast sendir beinlínis til skiptai'éttarins. Skrifstofu Rángárvallasýslu 7. Návomber 1865. II. E. Johnssen. — J>eir sem vilja sækja um að verða nætr- vörðr, í stað næturvarðar Guðmundar Gissurssonar, er hefir fengið lausn, eiga að afhenda bænarskrá sína til bæarstjórnarinnar um það á skrifstofu rnína innan þess 30. þ. m. Nætrvarðarstöðunni fylgja árlega 200 rd. í laun ásamt 10 rd. til yfirhafnar. Slaifstofu bæarfógeta í RoyUjavík 4. Desomber 1865. A. Thorsteinsson. — Iljá bókbindara herra E. Jónssyni fæst IíllOSS- GÁNGAN úr pessum heimi til liins ókomna — draumvitran — eptir Jolin Bunyan, ítveimpörl- um, snúið úr ensku af 0. V. Gíslasyni. Fyrri

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.