Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 6

Þjóðólfur - 20.12.1865, Blaðsíða 6
30 — mál á rm'ti úllum þeim, er nndir breflí) höfím rita?) nöfn sm, — og höfiim vér eigi spurnir af hvernig þa?) iyktaþi; en er Magnús í Bráþrœþi sá aþ engi tiltök vorn á aí> hafa fram al- mennar baþanir nú þegar, þegar ailt var svona úundirbúiþ, sneri hann þegar inneptir aptr, en sýslnmaþr varþ eptir, tii þoss a?) fram fyIgja skipnn stiptamtsins gegn þeim sem höf?)u óhljþnast. SKÝIISLA FIIÁ f>EIM SUNNLENDÍNGUM, ER FÓUU TIL BJÖRGVÍNAR-SÝNÍNGSINS 1805. (Skrásett af herra Guþm. Gu?)mundssyni á Landakoti). (Niðrlag af II.). Til að verja veiðarfœri sltemdum og fúa, er upp fundið fyrir nokkrum árum meðal sem til þess reynist betra en börkurinn, er áðr tíðkaðist, það nefnist: að »galvanisera«, og er það gjört með þessum hœtti: Tréker, er tekr nál. 120 potta, er hentugast að brúka hér við, en í því má ekkert járn finnast að innanverðu, því það skaðar bæði net og segl. í þetta ker eru látnir 100 pottar af hreinu köldu vatni, og þar saman við 3 pnd. af blásteini (Iíob- bervitriol); verðr bezt að láta hann renna í sundr eðr leysast upp, fyrst í litlu af heitu vatni er síð- an sé helt saman við kalda vatnið í kerinu, ell- egar mylja blásteininn eðr steyta í dupt eðr mél, áðren hann er látinn í kalda vatnið, svo hann leysist því fljótar; þegar blásteinninn er þannig orðinn uppleystr í kerinu, skal hafa »gráðustokk- inno (aeromether), og halda niðrí lögnum til þess að vita hvert hann sé orðinn nógu magnaðr eðr sterkr, en það er eigi fyrri heldren ef mælirinn fellr niðr til 8n. þegar lögrinn er þannig tilreiddr, er látið ofaní hann svo mikið af seglum eðr net- um sem rúmazt getr, en þó verðr að gæta þess, að lögrinn fljóti vel yfir allt í kerinu, svo það geti allt gegnvöknað sem ofaní er látið. Segldúkr er látinn verahér ofaní 36—48 klukkutíma eptir sem hann er þykkr, en net þurfa 40—50 klúkkutíma, eptir sem í þeim er stórt eðr smátt. Síðan er allt tekið uppúr aptr látið síga úr því ofaní ílátið, og þurkað svo vel á eptir, og þar með er öllu lokið. Ef sami lögrinn er brúkaðr optar en einu sinni eða tvisvar, míssir hann smámsaman sinn nauðsynlega krapt sem fúavarnarmeðal; þó getr hann brúkazt optar með dálitlu tillagi af blásteini. Til að vita hvort lögrinn hefir sinn nauðsynlega krapt, takist af honum meira eðr minna í glas eðr flösku af hvítu gleri, hvarí eru látnir drjúpa nokkrir dropar af salmiak spiritus (»FIydende amoniak«), þángað til lögrinn skiptir litum; hafi lögrinn hínn nauðsynlega krapt, bregðr þá á liann bláum lit, en sé hann of linr orðinn, verðr hann grængulr; þegar þannig er ástatt, að lögrinn er nálcga orð- inn úttæmdr af blásteininum, þá annaðhvort brúk- ast hann ekki, eðr það hreina er náð frá ogbland- að síðan með vatni og blásteini sem áðr er sagt, þángað til lögrinn nær þeim ákveðna krapti nefnil 8° á aeromether-mælinum. Stórkaupmaðr P.Pet- ersen frá Stavanger hefir gefið oss skriflega og munnlega útskýríngu yfir þá aðferð sem liann hefir brúkað við að galvanisera net og segldúk, og er hans aðferð þetta sem hér er skýrt frá. Hann sýndi okkr stykki úr síldarnót sem var 15 ára gömul (að hann sagði), og var sá partr sem við sáum óslítandi millum handanna. Hann kvaðst einnig hafa reynt það á seglum og látið þau liggja blaut samanvafin marga daga, og hefði þau verið óskemd i mörg ár með þeirri meðhöndlan. III. Nokkrar spurníngar viðvíkjandi fiskiveiðum, liöfum við borið upp við Norðmenn, og beðið þá að leysa úr þeim. Spurníngarnar voru þessar: 1. Ilvaða beitu álíta Norðmenn bezta fyrir þorsk? 2. Er vanalegt að bera niðr agn fyrir þorskinn eða er það álitið betra? 3. Er betra að hafa þorskanet lituð eða ólituð? 4. Er nokkurt agn brúkað með þorskanetum? 5. Halda menn, að mikill þorskanetaljöldi geti hindrað fiskinn að gánga að landinu eðr vikið honum af þeirri leið sem hann upphaflega hefir gengið? Svörin uppá spurníngarnar voru þannlg hljóð- andi: 1. Síld er í Noregi álitin bexta beita fyrir þorskinn einkum sú síld sem vér Íslendíngar köll- um loðnu. Hún er geymd til beitu með því að salta hana niðr í tunnur, en hún verðr að saitast lítið1, því ella verðr hún ofstíf úr saltinu. En þó er engi geymsla álitin eins góð — bæði fyrir beitu og annað — eins og ísinn, því í íshúsum geyma Norðmenn marga mánuði allt sem þeir vilja verja rotnun eðr ýldu. þegar síld er ekki til beitu, eru brúkuð hrognin úr þorskinum og stundum er beitt hrossákjöti. 2. Niðrburðr fyrir þorsk er ■— f Noregi —• fyrirboðinn, og hefir þar ekki verið brúkaðr svo 1) En þá líklega jafnframt a?) henni sS raþab í ílátiii síU vi?) síld og lag fyrir lag (eínsog smásílin sem höf?) eru tii viimetis nAnsjúsurnar“), svo a?) hvergi verii holt í milli, og síldin grotni ekki nö morkni í sundr, lieldr megi halda sér heilli og me?) sínum glansandi lit; til þess mun og þurfa hæfliogan farg, oiukum ef ílátii er stúrt. Ritst.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.