Þjóðólfur - 19.03.1866, Page 2

Þjóðólfur - 19.03.1866, Page 2
skjalafölsum. Af þeim 1 í einkamálum var gjaf- sókn veitt í 2 þeirra, báðum málspörtunum í öðru (Selsmönnum og bæarstjórninni í Reykjavík), og öðrum þeirra i hinu (þ. e. sakagjaldasjóðnum gegn Katli frá Litlaeyrarlandi). I tveim þeim málum varð frávísunardómr^ en í öðrum 2 var héraðs- dómrinn dæmdrómerkr, var annað þeirra úrGull- bríngusýslu (landaþrætumálið milli Iieldnaog Grafar í Mosfellssveit), en lútt úr ísafjarðarsýslu: skulda- mál er L. A. Iínudsen í Reykjavík sókti á hendr Jóni Yeðhoim gestgjafa á lsafirði. ÁRNAÐARÓSK1 til herra stiptamtmanns Hilmar Finsen á faeð- íngardegi hans 28. Jan. 1866. Islands auðnu von, ættlands tigni son ! þínir heilladagar þrjóti eigi. Feðrafoldin þín fast að brjósti sín vill þig örmum vefja á þessum degi. Hvíslar hjartans mál hún að þinni sál og á há og heilög rök þig minnir; allt sitt æfistríð, alla reynslutíð, sinu kæra óskabarni innir. Laung er reynsluleið, lángt er farið skeið; er það hríngsól helju, lífs og tíða? eru Islands kjör eintóm goðasvör, sem að tál og tilviljanir þýða? Hefir ei harm og sár, háðúng nóga’ og tár Skuld sér fengið fyrir alda víti? Er þá engin náð, eða hjálparráð ísland sem í aungum sínum hlíti? Trúin svarar traust: til er vafalaust forsjón helg, er föðurlandsins gætir, sem að ár og öld atvik, laun og gjöld leiðir, metr, mýkir, græðir, bætir. ✓ Helgum hljóma saung heilög Sögu gaung um þá stjórn, sem alheims stýrir vuldi, stjórn, er veitti vörð vorri fóstrjörð og hjartaslög í hennar brjósti tnldi. Upp úr aldastraum yfir svefn og glaum risu jafnan fólknárúngar fríðir; þegar þrengdi’ að vest, þörl' var orðin mest, til að bæta böl og tjón um síðir. Óx þá landi lið, lygin hélzt ei við, frækorn óx í fögru guðdóms skjóli; þar til ódygg öld aptr leiddi gjöld yfir sig með alda snöru hjóli. þetta þúnga stríð þreytir svipul tíð fram í gegnum gæfu, slys og þrautir; Ilerrans höndin sterk heimsins furðuverk fram svo leiðir fullorðins á brautir. ,\ íslands auðnu von ættlands tigni son! minnstu’ i dag á fræga feðr þína, helgan hróðr þinn, Hannes, Jón og Finn,1 sólir þrjár á söguhimni’ er skína! Eins og þeir ert þú, (þjóð sú gleðr trú), sendr vora sönnu þörf að annast; feðra þinna frægð, f'remd og kostanægð árnum vér, að á þér megi sannast! Lángt þér veitist líf, lands vors stoð og hlíf vertu, fyrstr meðal frænda þinna, úngr alla tíð, ástsæll vorum lýð, meðan ísland man til niðja sinna! Nohkrir ýngri fslendíngar. FJÁRIIAGSAÐSKILINaÐRINN milli íslands OG DANMERKR. II. Jón Sigurðsson, þíngmaðr Isfirðínga. þegar saga íslands kemst svo lángt, að hún 1) þeir 3 næstu lángfefegar stiptamtmanns: Jón prófastv Halldórsson i Hítardal, Dr. Finnr bisknp hans sonr, og Dr. Uannes biskup Finnssou, afl stiptamtmanns vors sem uú et- 1) Kvætii þetta heflr orkt kaud. Matthías Jokhumssou.

x

Þjóðólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.