Þjóðólfur - 29.10.1866, Blaðsíða 5

Þjóðólfur - 29.10.1866, Blaðsíða 5
— 5 isins, vilja þeir nú sýna einhvern lit á að þeir virði vel þaer aðgjörðir. m. í London dags. 8. Okt. 1866. Svo er að orði kveðið, að nú megi heita al- mennr friðr, en hilt þykir meira vafa bundið, hvort hann muni verða lánggæðr eðr eigi. J»ör haflð Kríteyíngar gjörðu uppreist í sumar til þess að losastundan yfirráðum Tyrkjasoldáns. Sú upp- feist er enn ekki sefuð, og hefir ýmsum veitt betr 1 atlögum sem orðið hafa. það er almenn skoð- nn, að minnsta kosti hér, að æskilegt væri að Kríteyíngar losuðust undan Tyrkjasoldáni og næði að komast í samfélag við trúarbræðr sína og frændr á Grikklandi. En verði því framgengt, þá þykir það víst, að los muni koma á bina aðra kristnu og grísku þegna Soldáns, og verði þeim eigi neit- að um hinn sama rétt til sambands við trúarbræðr sina og frændr, sem Kríteyíngar hafa. En ef svona sneyðist sunnan af Tyrklandi, þá þykja Rússar eigi úlíklegir til að vílja ná í eitthvað af þeim lönd- um soldáns, sem þeim liggja næst, en það munu vestrríkin aldrei þola, og gæti þá rekið að hinum sömu skiptum milli þeirra og á Iírim forðum. Austrríki liggr nú í þeim lamasessi, að tví- sýoi þykir hvort það muni eiga nokkra viðreisnar- von. En þó segja þeir, sem til þekkja, að Austr- n’ki sé svo úr garði gjört af náttúrunni, að það vel megi enn ná góðum vexti og viðgángi með skynsamlegri stjórn. Prússland er að vísu sem stendr mjög vold- ugt, en eigi þykir víst, að kálið sé sopið, þótt í ausuna sé komið, það er að segja, hvernig Prússa- stjórn muni gánga að laða að sér hina nýu þegna sína og venja þá við yfirráð sín. Prússland á líka nóga öfundarmenn, ef í hart fer, sem gjarna vilja stuðla til að lægja í því rostann, ef færi gefst. f>að hefir marga furðað áj hve friðlega Na- Póleon heíir horft á aðfarir Prússlands í sumar; segja sumir að þar komi fram vitrleikr Napóleons, ®r hann sjái, að það sé miklu blessunarríkara fyrir Frakka að etla svo sem verðr velgengni innan- lands hjá sér, en standa í styrjöldum við aðrar l'jóðir, jafnvel þótt þeir kynni að vinna nokkra *audskika. Aðrir segja, að þetta komi ekki til af góðu, 0g segja að heilsufar Napóleons hafl verið orsök til þessarar friðsemi, hann hefir verið fremr lasinn í allt sumar, og hefði því ekki verið fær að vera fyrir her Frakka sjálfr; en það væri sama og að bilta sjálfum sér og niðjvim sínum frá völdum, ef hann sendi herinn burtu undir þeim aðalhershöfðíngja, sem er átrúnaðargoð jafnvel allrar þjóðarinnar, því þær sigrvinníngar, sem hann ynni, yrði ekki eignaðar Napóleoni. En það þykir víst, að Frakkar almennt sé mjög óánægðir með alla þessa tilhliðrunarsemi. Enn segja aðrlr, að geymt sé ekki gleymt, og að Napóleon ætli sér að eins að ljúka við sýnínguna í París, og svo ætli hann að sýna Prússum hvað honum búi innan brjósts, enda er sagt að Frakkar (o: frakkneska þjóðin) muni eigi letja að skipta illu við Prússa; svo mjög bafa þeir séð ofsjónum yflr sigrvinníng- um þeirra í sumar og þeirri frægð, sem þeir hafa þar með fengið. Við Íslendíngar erum vanir að ímynda oss allt svo glæsilegt og fullkomið á Englandi, en það vill verða hér sem víðar, að ekki er allt gull, sem glóir. Sá stjórnarflokkr, sem nú sitr að völdum, (Toryarnir), vill láta alt sitja við það sem verið hefir, og þykir engra breytínga eðr endrbóta þörf í neinu tilliti. þenna flokk fylla einkum hinir tignu menn. En allr þorri þjóðarinnar fyllir hinn ílokkinn, sem segir, að svo sé nú ástatt á Eng- landi í mörgu tilliti, að eigi megi lengr við svo búið standa; nefna þeir einkum, til þessa upp- fræðslu alþýðunnar; þeir skólar sem sé, sé bæði ónógir og ófullkomnir í öllu tilliti, og kannast þeir við, að þeir standi lángt á baki annara einkum Vestrheimsmanna í þessu tilliti. |»að þykir þann- ig fullkomlega víst, að mörg 'þúsnnd akryrkju- manna-börn og annara hinna lægri stétta alist svo upp, að þau hvorki kunni að ,lesa né skrifa, og fjöldi þeirra, sem alist upp i fullkomnum heiðin- dómi víðsvegar um England (— og þykir oss þetta gegna furðu —), og enda sé margir þeir skóla- kennarar, sem eigi kunni að skrifa nafnið sitt. Endrbótaflokkrinn segir enn fremr, að hið eina meðal til að ráða bót á þessu, sé að rýmka um kosníngarlögin, svo að hinn frjálslyndi flokkr geli haft yfirborðið á þínginu.—Ét af þessu öllu sam- an eru nú miklir flokkadrættir og tíðir og fjöl- mennir mannfundir um allt England, og þykir van- séð, hvað úr muni verða, ef endrbótaflokkrinn ber lægra hlut á hinu næsta þíngi, og þykir því allra veðra að von, hverju sem fram vindr. Ekki þykir minni tvísýni á, hvort friðrinn nmni verða lánggæðr í Vestrheimi. f>ar er enn ekki gróið um heilt milli norðanmanna og sunnan- manna. jþað vannst reyndar á með striðinu, að mansmönnum var geflð frelsi, svo þeir eigi verða seldir né keyptir. En það er ekki nóg, segja norð- anmenn; sú v a r og er tilætlun vor, að blökku-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.