Þjóðólfur - 29.09.1868, Síða 2
— 170 —
stýra vandræðum þeim, er nú virðast að vofa yfir
landinu í allmörgum stöðum. Fiskileysi og dýr-
tíð á allri matvöru í verzlunarstöðum landsins
stuðla nú í sameiníngu að því að sveitabændr og
sjáfarfólk hafa lángtum minni forða af öllum mat-
vælum en verið hefir um lángan tíma; málnytan
hefir og allvíða, sökum rignínga ogkuldafyrra hluta
sumarsins, verið í minna lagi, og hér við bætist,
að kálgarðarækt hefir á flestum stöðum hér sunn-
anlands alment mishepnazt, svo að drýgindi þau
í matvælunum sem kartöflur, kál og róur annars
eru vön að auka fólki, má almenníngr nú í missa.
J>að er öilum kunnugt, hvílíkt afarverð liefir
verið á allri kornvöru síðan í fyrra vetr, er korn-
tunnan hefir jafnaðarlega verið seld á 13 og 14
rd., og það er engi von, eptir því sem á stendr
j landi voru, að almenníngr geti í nokkru lagi
byrgt sig upp með þessu dýra kornmeti eins og
þörfin er til. þetta fellr nú mörgum því þyngra
og verðr því tilfinnanlegra, sem allr þorri lands-
búa er orðinn óvanr við að við hafa þær innlendu
jurtategundir sem áðr í fyrndinni voru hin mesta
stoð og bjargræði, þegar kornaðflutníngar brustu
eða voru svo rýrir að þeir voru varla teljandi. Eg
hefi af gömlum mönnum áreiðanlegar sögur um
það, að á stríðsárunum um 1801 og 2, og þá
fleiri ár í samfellu, voru kornaðflutníngar hér til
landsins svo rýrir, að mörg heimili gátu eigi feng-
ið meira en 2 skeffnr af korni, og að gott þótti,
ef menn gátu náð í hálfa tunnu. Um þær
mundir við höfðu menn að fornum sið, fjallagrös,
söl, fjörugrös, murur, rœtr, hvannir, geitaskúf.
engjaskóf, fjöruarfa og smeðjukál, samt skarfa-
kál þar sem það fékst, og mun óhætt að full-
yrða, að þessi innlendu jurta efni hafi átt mikinn
þátt í því að varna því, að fólkið félli úr húngri
og harðrétti. Eg hefi áðr tekið það fram í ritum
mínum, hversu ómögulegt það sé fyrir nokkra þjóð
að lifa til lengdar á eintómri dýrafæðu (þ. e. kjöt-
meti og fiskmeti) svo vel fari. Allar þjóðir, sem
reiða sig einúngis upp á hana, komast jafnan í
sult og seyru og ná aldrei neínum viðgángi með
fólksfjölgunina, því hver húngrsneyðin rekr aðra
hjá þeim. J>etta sýna dæmi Eskimóa, Finna og
margra austrálfubúa; og núna seinast í fyrra kom
það hraparlega niðr á Aröbum, er sökum þess að
þeir reiddu sig á skepnurnar hrundu niðr í þúsunda
tali um sama leitið og Frakkar sem bjuggu við
hliðina á þeim í Afríku, lifðu sældar lífi af jarð-
ræktinni. Yeraldarsagan er full af slíkum dæmum
og því hefir hinn nafnfrægi efnafræðíngr barún
Liebig tekið það fram, að ómögulegt séfyrirnokkra
þjóð að aukast að fólkstali og sleppa fyrir húngrs-
neyð nema því að eins að hún leggi stund á
jarðrækt og noti vandlega aliar þær matjurtateg-
undir sem hjá henni geta þróazt. J>essi sannleiki
verðr aldrei nógsamlega brýndr fyrir oss íslend-
lendíngum, og með því náttúran leggr uppí hendr
oss mikla gnægð af ýmsum matjurtum sem liggja
þvínær ónotaðar, þá ætti sú neyðarinnar tið, sem
nú vofir yfir landinu, að þéna oss til áminníngar
í þessu velferðarefni voru. f>að er hvorttveggja,
að korntegundir þær, sem híngað flytjast fráDan-
mörku eru optast fjarska dýrar, svo að brauðið
hjá oss er alténd miklu dýrara en í nokkru öðru
landi Norðrálfunnar, enda eru vörur þessar fluttar
híngað svo að skornurn skamti, að vér Íslendíngar
fáum að tiltölu fyrir hverja manneskju, aldrei nærri
þriðjúng kornmatar þess sem talinn er nauðsyn-
legr í Danmörku. Samkvæmt ritum Dr. Schleis-
ners telst svo til, að í sjálfri Danmörku koma 3
tunnur kornmatar á hvert mannsbarn þar, en hér
munu kornaðílutníngar aldrei hafa orðið svo miklir
að það hafi orðið tunna á mann. J>að mun ó-
hætt að fullyrða, að á seinni árum hefir að vöxt-
um farið meiri matr út úr landinu en inn í það
hefir flutzt, og mér cr stór efi á, hvort. mörg lönd
í Norðrálfu heims mundu þola þetta til lengdar.
Kaupmenn vorir finna meiri ábata fyrir sig í að
flytja híngað ýmislegt glíngr, vínfaung og munaðar-
vöru, en að byrgja sig upp með kornaðflutníngum,
því þeim þykir það, sem vænta má, eigi vera sín
skylda að byrgja landsmenn upp að matvælum,
enda þótt Islendíngar í raun og veru gæti sagt við
þá slíkt hið sama og stafnbúi Ólafs konúngs
Tryggvasonar sagði við hann á Orminum lánga:
«pe.r vinn eg pað eg vinn»; og víst og satt er um
það, að ágóði sá sem hér fellr af atvinnu fólks,
lendir ekki hjá landstjórninni, því hún hefir sjald-
an mikið á milli handa, heldr fer allt það, sem
eigi er borðað og drukkið, einhvern veginn svo
útúr landinu að ekkert verðr eptir nema sultrinn
og seyran, sveitarþyngsli, örbyrgð og vesaldardómr.
En með því það yrði oflangt að lýsa öllu þessu
verzlunarástandi voru eins og það er í raun og
veru, og öllum afleiðíngum þess, og menn kynni
auðveldlega að þykja nógu nærgaungulir kaup-
mönnum, ef að ofiángt væri farið útí þá sálma,
þá vil eg aðeins geta þess sem liggr beinlínis í
augum uppi, en það er það, að svo lengi vér Is-
lendíngar forsómum þær guðs gáfur sem náttúran
hefir lagt oss uppí hendrnar, þá þurfum við aldrei