Þjóðólfur - 13.02.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 13.02.1869, Blaðsíða 4
xnenn um hávetr fara svo að segja lestaferðir og leggja hesta sína í langferðir, þar sem yfir ýmsar sundár er að fara. Mest er þó talað um bjargar- skortinn í Rangárvallasýslu, enda hefir merkr maðr þar ritað oss 25. dag Janúarm þannig. »Tíðar- farið hefir, það sem af er þessum vetri, verið stórkastalaust, síðan vetrnóttakastinu mikla létti af, en stormasamt og hroðafengið hefir veðrlagið ver- ið að yflrborðinu til síðan á nýári; en það er þó eigi harðindalaust á sinn hátt, þar sem voðaleg matarekla er nú orðin almenn hér um sveitir, og eigi annað fyrir að sjá en dauðans neyð, áðr en lýkr; en auk þess er lífsframdráttr sumra orðinn í því horfi, að ganga á endann á hinum fáu bjargræðisskepnum, sem settar voru á vetr, og er slikt að eins til að svipta sig og sína hungri í þann og þann svipinn, og leiðir auðsjáanlega til sívaxandi vandræða eptir á. þetta má því eigi svo til ganga, ef nokkurs staðar er liðs að leita, sem að líkindum er helzt í Reykjavík, og er jafnframt vonandi, að menn vrði eigi látnir fara þaðan tóm- hentir, ef.til þess yrði tekið, að senda þangað af nýu til kornfanga, svo framarlega sem nokkurt korn væri þartil ólofað.. Mest er neyðin, eptir því sem næst verðr komist. hér í sýslu:. undir Eyafjöllum, í Austr-landeyjum og Fljótshlíö«. Á sömu leið segja ferðamenn að austan, og hefir oss verið sagt, að þeir sé eigi allfáir þar eystra er sé að skera sauð- kindr sínar sér til bjargar. Margir sé þeir, er skorið hafi. hesta. um nýárið og hafi átu þeirra til lífsframdráttar, og á 12—15 bæum í Austr-land- eyjum hafi fyrir skömmu lítið matarkyns fundizt, en á einum alls ekkert, eða svo gott sem ekkert. Úr Skaptafellssýslu höfum vér eigi glöggvar fregn- ir fengið, en þó er Mýrdalrinu talinn illa staddr. í Yestmannaeyjum er nú sagt kornlaust orðið, nema það, sem kaupmenn þar ætli eyabúum og útróðramönnum. J>ótt talsvert korn kæmi hingað til Reykjavíkr með síðustu gufuskipsferðinni, ællar þó grunr vor að rætast, að það mundi eigi reyn- ast of mikið, því að nú er víst töluvert farið á það að ganga. — FISKI-AFLÍ. Síðan um jólin hefir engi fiskiafli verið liér á innnesjunum, en aptr á móti hefir allt af fiskr fyrir verið suðr í Leirunni, þá er gefið hefir, og er sagt, að nú sé þar hlutir orðnir að meðaltali 200, enda munu þar lendir menn að sögn hafa þess fiskjar fulla þörf, því að eigi munu þeir annað hafa sér lil lífsframdráttar, nema ef vera skyldi að þeir fengi eitthvað lítið af kaffi; en korn er sagt að þeir muni Ktið eða ekkert hafa. f Garði hefir aptr á móti alt fram til síðustu helgar eigi fiskazt meir en svo, að naum- ast hefir orðið haldið við soðningu, en þá fiskað- ist betr. þegar gæftir hafa verið, hafa þeir á Yatnsleysuströnd, Vogum, Njarðvíkum og Kefla- vík leitað til fiskjar úl á mið Leirumanna. Uin síðustu helgi leitaði almenningr af Seltjarnarnesi og úr Reykjavík suðr í Leiru, og fiskuðu þeir flestir, sem vér höfum heyrt um getið, á mánudag- inn 8. þ. m. þetta 40 og allt upp aö 80 í hlut at’ vænum stútungi og ísu. í Höfnum suðr hefir ný- lega að eins vart orðið fiskjar, og eigi meir. - SKIPSTIUND. Fyrra miðvikudag 3. þ. m. strandaði á Merkinesi suðr skonnortu-skipið Laura; það var sænskt skip, og átti heima í Malmö á Skáney. t*að var 48 sænskar lestir á stærð, eða hér um bil 95 danskar lestir. Skipstjóri heitir O. W. Nilsson. Átti skip þetta að sækja saltfisk þann, er herra kaupmaðr W. Fischer átti hér eptir í Reykjavík og llafnarfirði, og ílytja hann til Spán- ar, því að fiskrinn var þangað seldr. Skip þetta lagði frá Malmö 31. dag Desemberm. f. á., og var fermt: 100 tylftum borða; 400 tunnum salts, og 400 tunnum steinkola. 10. dag Janúarm. sáu skipverjar fsland, og voru þá komnir fram undan Berufirði í Múlasýslu, og 19. dag Janúarm. var það komið að Fuglaskerj- unum. Síðan rak það vestr fyrir Jökul, og svo aptr suðr að Reykjanesi. Skipverjar voru nokkrir veikir, og mun skipstjóri því hafa haldið náiægt landi, og ætlað að fá sér lijálp hingað til Reykja- víkr, en þá lenti skipið á skeri við Merkines á Suðrnesjum. það losnaði reyndar af skerinu aptr, en þá var stýrið farið, og skipið lekt orðið. Skip- verjar gengu þá allir, 8 að tölu, í skipsbátinn; en voru orðnir svo þrekaðir af volki og vosbúð, að tvísýnt þykir, að þeir hefði að landi komist, ef Iíetill Ketilsson í Iíotvogi hefði eigi farið út á skipi, og borgið þeim. Engu gátu skipverjar bjargað nema fötunum, sem þeir stóðu í. Skip- verjar eru allir komnir hingað til Reykjavíkr, og eru þeir allir sænskir, nema stýrimaðrinn, hann er danskr. — SKIPSKAÐl. í fyrri viku fór bóndi einu Sigurður Sigurðsson á Klöpp á Miðnesi með 7 manns á skipi úr Ketlavík og ætlaði heim til sín;

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.