Þjóðólfur - 13.02.1869, Blaðsíða 8

Þjóðólfur - 13.02.1869, Blaðsíða 8
— G8 vefnaði og ull, eða einhverjum smávegis smíðis- gripum, og senda það einhverri okkar, og verðr alt slíkt þegið með þakklæti. Nákvæmari dagsetning, stund og staðr, verðr síðar auglýst á prenti, og skýrsla á sínum tíma gefin um ágóðann af fyrirtæki þessu, sem vér ætl- umst til að renni í prestaekkna- sjóð þann, sem stendr undir umsjón biskupsins. Eptir tilmælum vorum hefir herra prófastr og dómkirkjuprestr Ó. Pálsson II. af Dbr., herra skólainspektor J. Árnason, og forstöðumaðr barna- skólans hér, herra II. Ilelgesen, heitið því, að vera oss til aðstoðar við þetta fvrirtæki, sem vér óskum og vonum, að geti komið að verulegum notum, eins og vér líka óskum og vonum, að til- gangrinn sé áhugamál, ekki einungis hinnar and- legu stéttar, heldr og allra góðra íslendinga. Reykjavík dag 10. Febrúar 1869. Elínborg Petursdóttir. Póra Petursdóttir. Guðrún Magnúsdóttir. Pórunn Magnúsdóttir. Martha Magnúsdóttir. Elín Magnúsdóttir. María Jónassen. Sigríðr Jónassen. Ólavía S. Ólafsdóttir. Kristín Jónsdóttir. Hólmfríðr Björnsdóttir. Kirstín Guðjóhnsen. AUGLÝSINGAR. — Mánudaginn þann 8. Marz næstkomandi, f. m. kl. 10, verða við opinbert uppboð, sem hald- ið verðr á heimili kaupmanns Ólafssens í Keflavík, seldar jarðir þær, er tilheyra þrotabúi kaupmanns Ólafssens í Keflavík, nefnil. Hólmfatskot og Ólafs- völlr í Innri-Njarðvlk og Strandarhreppi, Kötluhóll, P.árugcrði og Ilólkot í Rosmlivalaneshreppi, hvað Iiér með auglýsist. Uppboðsskilmálar, og önnur skjöl áhrærandi jarðirnar, verða 8 dögum fyrir uppboðið til eptirsjónar hjá undirskrifuðum. Skrifstofn Gullbringn og Kjúsarsfsln, ó. Febrúar 1869. Clausen. — þeir, sem enn þá ekki eru búnir að borga uppboðsgjald sitt fyrir uppboðið í Keflavík þann 25. Nóv. f. á. og dagana þarnæst á eptir, áminn- ast um að borga það hið bráðasta. Skrifstofn Gulibringu og Kjnsarsýslu, 5. I'ebrúar 1869. Clausen. — Tekjurnar af »Razar« þeim og »Tombola«, er verzlunarsamkundan hélt í miðjum fyrra mán- uði til eflingar aðstoðarsjóði sínum, voru samkvæmt framlögðum reikningi, að öllum útgjöldum frá- dregnum, 313 rd. 31 sk. Jafnframt og vér auglýsum þenna árangr »Bazarsins« og »Tombolunnar«, sem eptir ástæð- um var hinn bezti, finmun vér oss skylt, að votta hið innilegasta þakklæti vort, bæði hinum ónefnda velgjörðamanni sjóðsins, er sendi forstöðunefnd- inni vörur upp á 15rd., sem og öllum þeim, er gáfu til þessa fyrirtækis. Roykjavík 4. d. Febrúarm. 1869. P. L. Levinsen. E. Siemsen. Ó. Finsen. — þar eðýmsirþeir, er eg í sumar sendi boðs- bréf upp á tímarit, enn þá eigi hafa sent mér þau aptr, og enga 'vísbendingu gefið mér um það, hvort þeir hafi fengið nokkra kaupendr eðr eigi, þá óska eg, að þeir hið fyrsta vildi láta mig vita, hvað þeim hefir orðið ágengt í þessu efni, svo eg geti sjeð, hvort eg fái svo marga kaupendr, að eg sjái mér fært, að byrja prentun ritsins. Reykjavík í Jariúar 1869. Jón Petursson. — Enn fæst á skrifstofu minni íslenzka biflían í alskinni fyrir tvo rikisdali hver. Ilið enskabifl- | íufélag hefir leyft rnér að selja fátæklingum eigi allfáar biflíur fyrir helming verðs, og geta því nokkrar biflíur enn þá fengizt hjá mér fyrir einn ríkisdal hver, þegar hlutaðeigendr sanna fyrir mér fátækt sína. Reykjavík 9. d. Jan. 1869. P. Petursson. — Rantt mertryppi, vetrgamalt, úaffext, og útílgab, mark: tvírifal) í sneitt framan vinstra, týndist í snmar er leit). þann, er liitta kynni, bit) og at) gjiira mír vísbendingu af at) I.angekru á Rangárvöllnm. Jóhannes Magnusson. — IIITAMÆLIRINN hefir verið aðgættr hér í bænum, Lækjargötu 4, á hverjum degi kl. 9 f. m., og hefir hitinn verið eptir Reaumur í: Janúarmánuði 1869 mestr minstr Vikuna 1.— 7. (hinn 2.) + 4%° (hinn 6.) — 1%° - 8.—14. (—12.) + 5%(—13.ogl4.)-r- % - 15.-21. (-19.) + 4% (- 17.) 2% - 22.-31. (-24.) + 5% (- 30.) -f-4% PRESTAKÖLL. — Veitt: Rípr í Skagafjarfiarsýsln 10. þ. m. presta- skúlakandidat J. Björnssyni á Borieyri; atirir súttn eigi. — Næsta blaíi: 27. þ. mán. Afgreiðslustofa þjóðólfs: Aðalstræti 6. — Ltgefandi: Jón Guðmundsson. H. Kr. Friðriltsson ábyrgist. Prentatir í prentsmitju Islauds. Eiuar þúrtarsou.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.