Þjóðólfur - 10.04.1869, Blaðsíða 3
— 95 —
rd. sk.
1867 frá 1. Júlí — 11. Sept. Forseti Jón Sigurðsson skjalavörðr.
Fæðispeiiingar 27 þingmanna ..........................7117 rd. »sk.
Ferðakostnaðr ........................................ 1650— 48 — §767 rd. 48 sk.
Annar kostnaðr ....................................... 5432 — 48 — 14200 »
(Niðrlag síðar).
— Fiskiveiðafclagið danska. — I 14.—15. blaði
þjóðólfs skj?rðum vér frá því, hversu félagi þessu
hefði gengið veiðarnar hið síðasta árið, eplir því,
sem frá var skýrt í dönskum blöðum. Föstudag-
inn 22. dag Janúarmánaðar þ. á. áttu félagsmenn
fund með sér í Kaupmannahöfn; sagðist þá Capi-
tain Hammer svo frá, að skotfærin hefði reynzt
góð; en allt um það hefði hann eigi náð nema 6
hvölum, en nokkra hefði hann misst sökum þess,
að slrengirnir hefði stokkið í sundr, er hvölunum
skyldi lypta upp. Allar þorskaveiðarnar hefði num-
ið 56,000 fiska, en af þeim týndust 10,000, þá er
»Berufjörðr» fórst í haust (sjá 10.—11. bl. 21. árs
þjóðólfs, bl. 29)., en skipið »Ingólfr» fékk alls 165
tunnur lýsis. 1 haust kvað hann að mikil síld bæði
stór og feit hefði komið inn á fjörðuna fyrir aust-
an; en menn lians liefði eigi getað notið þeirra
veiða til hlítar sökum nótaleysis, og hefði því
fengið að eins rúmar 100 tunnur, þar sem Norð-
menn, sem þar voru, liefði fengið í einu kasti yfir
2000 tunnur. Stórkaupmaðr Helchior lagði því
næst fram reikning yfir tekjur og útgjöld félagsins
næstl. ár, og eptir honum var halli félagsins 70,000
rd., og var það þannig reiknað:
Hallinn, er leiddi af útgjörð skipanna
43,621 rd. 68 sk.
Fyrning á skipum, og ýmsum
húsum á íslandi................. 14,700 — » —
Áhöld, leigur 0. s. frv. . 11,678 — 28 —
70,000
Yeiðin 1867 nam . . . 65,599 — 40 —
en 1868 að eins................. 27,403 — 54 —
eða framt að 40,000 rd. minna en árið á undan.
Eptir nokkrar umræður um það, hvað gjöra
skyldi, varð niðrstaðan sú, eptir uppástungu fé-
lagsstjórnarinnar, að bjóða mönnum, að taka hluti
í fél'aginu upp á 70,000 rd., og skyldi þeir ldutir
hafa forgöngurétt til 50 p. C. af öllum aflanum
1869, og, ef félagið sundraðist, skyldi sömuleiðis
þessir hinir nýu hlutamenn fá helming þess fjár,
er félagsmönnum bæri fyrir eignir félagsins. Áðr
en fundi þessum var slitið, var þegar heitið 51,000
r<l-, upp í þær 70,000 rd., er félagið þurfti, en
lyrir hinum 19,000 rd., er þá vöntuðu enn upp á,
náðust ný hlutarbréf smámsaman eptir á.
Capitain Ilammer lagði af stað 24. d. Fe-
brúarm. á gufuskipi sínu Tomas Roys og ætlaði
fyr sttil selaveiða norðr í höfum, en nokkrum dög-
nm síðar hafði »Garðar» lagt af stað til þorska-
veiða við ísland. Lá Garðar 8 daga veðrteptr í
Færeyum og komst eigi þaðan fyr en 17. f. mán.
en var þó eigi kominn á Djúpavog að morgni 20.
s. mán., þegar Fönix kom þar við.
— Af skiptapa og manntjóni á Vestmanneyum.
1 síðasta blaði þjóðólfs er getið skiptapans, sem
varð á Vestmanna-eyum hinn 26. d. Febrúarm. þ.
á.; síðan höfum vér fengið greinilega skýrslu um
atburð þennan frá prestinum þar á Eyunum sira
Brynjólfi Jónssyni, og getum vér því nú skýrt greini-
lega frá atvikunum. 25. dag Febrúarm. réru alls
17 skip úr eyjunum, og var eitt þeirra 4 manna-
far. 4 þeirra réru norðr fyrir eyarnar, en hin 13
liéldu suðr með eyunni. En áðr en öll skipin voru
komin á fiskileitir, brast á ofsalegr stormr afvestri,
og fylgdi þar með mcsti gaddr. 3 af skipum
þeim, er héldu norðr fyrir eyuna, gátu náð landi
á Eiðinu, milli Heimaeyar og Heimakletts ; og gekk
það slysalaust. Af hinum 14 skipunum komsteitt
undir yzta-klett, sem svo er kallaðr, og lá þar í
skjóli við klettinn, þangað til kl. 3 um nóttina;
þá slotaði storminum lítið eilt, og náði það þá
lendingu með beilu og höldnu. Hin 12 skipin og
bátrinn komust nærri upp að höfninni, en urðu þá
að láta undan síga og austr fyrir Bjarnarey, sem
er hér um ’/2 mílu austr frá Ileimaey. í skjóli
við eyju þessa lágu þau öll saman frá því mitt á
milli hádegis og dagmála, allan daginn og nóttina
eptir. Daginn eptir hélzt stormrinn; en þá er
fullbjart var orðið, var mannað eitt af skipum þeim,
er landi höfðu náð deginum áðr, með 22 hinum
hraustustu mönuum, til að flytja þeim matvæli og
hressingu. Tókst það og, að skip þetta komst til
Bjarneyar; voru þá 2 menn látnir af þeim, sem
úti höfðu legið um nóttina, af kulda og vosbúð.
Skipverjar brestust við sendingarnar, og með því
að þá slotaði veðrinu nokkuð í svipinn, lögðu flest
skipin á stað, til að reyna að ná landi, og tókst
það 7 þeirra, auk þess sem sent hafði vcrið, en
3 urðu að hverfa aptr lil Bjarneyar, sökum storms
l.