Þjóðólfur - 10.04.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 10.04.1869, Blaðsíða 4
og andstreymis; var þá eigi um aðra leið að velja en um brimboða, er «Breki» er nefndr. 2 skipin komust austr fyrir Bjarnarey aptr, en hið 3., er síðast fór, sexæringr, er nefndist «Blíðr», fórst þar á boðanum, og druknuðu þar allir skipverjar, 14 að tölu. 1. formaðrinn hét Jón Jónsson, hafn- sögumaðrþará eyunum, 26 ára; 2. var tengdafaðir hansEiríkr Hansson bóndi á Gjábakka, 53 ára, og 3.—4. synir hans tveir, Jón, 21 árs, og Hósin- kranz, 18 ára, hinir mannvænlegustu menn. 5. Bjarni Magnússon, bóndi frá Kirkjubæ, 55 ára; 6. Guðni Guðmundsson, trésmiðr, ókvæntr, 38 ára; 7.Snjólfr f>orsteinsson, 22 ára, og 8. Jósef Sveinsson 21 árs; hinir 6 voru af landi, 4 úr Mýrdal: 1. Jón Klemensson bóndi á Reynisholti; 2. Guðmundr Sigmundsson frá Reynishjáleigu; 3. Gísli Gíslason frá Skagnesi; 4. þorsteinn Bjarnason frá Keldu- dal; 5. unglingspiltr Jón Guðrnundsson frá Núpa- koti, og 6. Sveinn Sigurðsson frá Butru í Land- eyum. Afkulda og vosbúð létust að auki 3: Vigfús Magnússon húsmaðr 53 ára; Jón Jónsson bóndi á Vilborgarstöðum 52 ára, og Jón Guðmundsson vinnumaðr á Rirkjubæ 44 ára. Við manntjón þetta urðu þar á Vestmanneyum 6 ekkjur, en 8 heim- ili forstöðulaus. J>au skip, sem lágu kyr við Bjarn- arey, og þau, sem aptr htirfu og af komust, lágu þar til kvelds. Gengu þá skipverjar af einu skip- inu og bátnum, og á hin skipin, með því að þeir voru af sér komnir af kulda og vosbúð; og komust þessi þrjú skip loks til Heimaeyjar um kveldið. Týndist þannig þennan dag 17 manns, 3 skip og bátr; 2 báta að auk tók ofviðrið og braut í spón, og bát sleit enn frá hákarlaskútu, er lá á höfninni, og rak til hafs. — Fœðingardagr lionungs vors KRISTJÁNS HINS IX. 8. þ. mán. (í fyrradag) var hátíðlegr haldinn af staðarbúunum á vanalegan hátt sjálfan daginn: með veifandi flöggum á hverri stöng og með miðdegis-samsæti. Voru forgöngumenn sam- sætis-veizlunnar hinir sömu og nokkur undanfarin ár, sumse þeir herrar bæarfógetinn kanselíráð Á. Thorsteinson, formaðr bæarfulltrúanna H. A. Si- vertsen, konsul A. Randrup og Jón Guðmundsson málaflutningsmaðr, og léði nú herra kanselíráðið herbergi til sjálfs samsætisins. Nálega allir em- bættismenn og verzlunarborgarar, svo og nokkrir af hinum yngri vísindamönnum (2af Álptanesi komu eigi, en 1 var úr Uafnarfirði) sóttu samsætið, og urðu þeir 30 samtals, er til borðs sátu. Fjórar voru þar aðalskálar druknar, er fyrirfram voru ákveðnar og boðaðar af veizlustjórunum: fyrir minni Itonungs- ins mælti hr. kanselíráð A. Thorsteinson; stóð þá upp herra etazráð Jónassen og þakkaði skál- ina af konungs hendi og mælti fyrir skál fslands; fyrir skál Danmerkr mælti málaflutningsmaðr Jón Guðmundsson, og fyrir minni höfuðsmanns honungsins á Islandi stiptamtmannsins Ililmars Finsens hr. justizráð l)r. J. HjaUalin. Að því búnu var skáladrekkan látin óbundin, og voru þá enn ýmsar skálar druknar, og var samsæti þetta með góðri glaðværð og hið fjörugasta. þegar gengið var undan borðum, viku allir til herbergja verzlunarsamkundunnar, til að drekka kaffe, kveikja í vindlum o. s. frv.; settust þar síðan margir sam- sætismanna að punzdrykkju og dvaldist svo við það frarn á vöku, með sömu glaðværð og góðri skemtan. 1 lærða skólanum var hátíðarhaldi kóngs-fæð- ingarinnar frestað þar til i kveld; verðr það nú, auk vanalegrar samdrykkju, með almennum dans- leik, er öllum hinum heldri staðarbúum var gjör kostr á að taka þátt í með sömu kjörurn og hlut- töku í tilkostnaði sem á skólasveinunum sjálfum lendir. Minni verða þar drukkin hin vanalegu og kvæði sungin fyrirhverju þeirra. Mun verða skýrt nokkuð gjörr frá skólahátíð þessari í næsta blaði. (Atsent). Herra ritstjóri I Út af grein nokkurri í »þjóðólfi« nr. 5 frá fyrra ári, eptir herra landlækni dr. Hjaltalín með yfirskript: »Kornormrinn«, leyfi eg mér að biðja yðr að veita móttöku í yðar heiðraða blað 2 grein- um, annari eptir Iækni hér í staönum, og hinni eptir konunglegan miðlara, þar eð grein dr. Hjalta- líns sér í lagi viðvíkr mér. Kaupmannahófn, þann 2. Marz 1869. Virídngarfj’llst t Fr. Hillebrandt. Fylgiskjölin sem nefnd eru í‘þessu bréfi hr. Fr. Hillebrandts afhenti hann einnig bæði frum- rituð og á íslenzku, og hljóða þau þannig : „Herra stórkaupmaihr Fr. Hillebrandt heflr skora?) á mig ab segja álit mitt nrn, hvort eg héldi þaí) korn 6kalmæmt, er kornormr „calandra granaria“ væri í. Eptir minni reynslu þá hefl eg aldrei oríiib var vib, ab sjúkdómar hafl risib af þeirri orsnk, og hafa embættisbræbr mínir vorib mór om þab samdóma; aldrei befl eg heldr heyrt getib kornortnsina á meðal hinna úheilnæmu efna, er svo þráfallt koma fyrir í

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.