Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 2
— 158 — smátíðindum eðr þófinu, og mundi Skarphéðni fyrir löngu hafa verið farið að leiðast, enda leit svo út í f. mán. sem Parísarbúar væri á sörnu skoðun. í Frakklandi fóru semséfram nýar kosningar í f. mán., og voru þær sóttar með miklu fylgi af hálfu stjórnarinnar og eins mótstöðumanna hennar. Að vísu urðu miklu fleiri þingmenn valdir af stjórn- armönnum en mótflokknum, en þó voru miklu fleiri kosnir af mótstöðumannaflokknum en við 'kosning- arnar næst á undan, einkum í Parísarborg. f>ar fengu atkvæði eigi að eins hinir hægari mótstöðu- menn stjórnarinnar, sem eigi vilja fara geyst að neinu, en að eins vinna keisarann til að taka sér ráðgjafa, er hafi fulla ábyrgð fyrir þinginu, eins og er í öðrum löndum, þar sem er takmarkað konungsvald; heldr fengu og hinir æstustu mót- stöðumenn keisarans sjálfs og hinir áköfustu sam- eignarmenn (socialistar) allmörg atkvæði, og á fund- um þeim, sem gengu á undan kosningunum mátti heyra mörg ófögr orð; og þar kom að á endan- um, að skríllínn fór að vekja óróa og myndast við að gjöra uppþot, svo lögregluliðið hafði eigi við og var því þó haldið vakandi um þessar mundir; var þá herliðið kallað lil, og var fjöldi manna teknir til fanga, bæði sem sekir voru í óróanum, og þeir sem að eins höfðu verið saklausiráhorfendr. Par- ísarbúum yfir höfuð var mjög illa við uppþot þetta, og þegar keisari ók með konu sinni í gegnum borgina rétt eptir uppþotið, var þeim tekið með hinum mesta fagnaði. J>egar farið var að yfirheyra þá, sem teknir höfðu veríð til fanga, kom það fram, að uppþotið hefði að mestu komið af æs- ingum lcynifélags eins, sem hinn alkunni ófriðar- höfundr Mazzini stendr í broddi. Ilonum þótti sem sé kosningatíminn hentugr til að vita, hvernig lægi í Frökkum, hvort þeir mundi vilja ráðast í að gjöra uppreisn og reka keisara frá ríkjum. Hann blés og að hinu sama á Italíu í vetr, en þar komst allt upp áðr en nokkru yrði framgengt. Mazzini er ítalskr og hefir hann fyrir rúmum 20 árum síðan verið oddviti leynifélags þess á Italíu, er kallaðizt Carbonari, og vildu þeir gjöra alla Italíu að einu lýðstjórnarríki, en Ítalía varð konungsríki eins og kunnugt er; gramdizt Mazzini það mjög, og má heita, að hann hafi verið höfuð, þar sem Garibaldi hefir verið hendr, fyrir öllum óeirðum á Ítalíu síð- an, en hann hefir og stutt frelsíshreifingar annar- staðar, bæði á Spáni og í Frakklandi, einkum þær hreifingar, sem miðað hafa að því að reka kon- unga frá ríkjum. En svo eg snúi aptr að efninu, uppþot þetta í Parísarborg varð brátt sefað, og auð- séð var, að bæarmenn vildu alls eigi sinna því. Kosningunum var lokið í friði, og fóru þær eins og eg gat um fyrir skemmstu. En nú er eptir að vita, hvernig keisarinn tekr þeirri mótspyrnu, sem fram hefir komið móti hans stjórnaraðferð í því, að miklu fleiri voru nú kosnir af mótflokknum en næst á undan; og er varla að búast við, að þeir verði ánægðir með minna en að keisarinn taki sér ráð- gjafa, er ábyrgð hafi fyrir þinginu; en sagt er, að æðsti ráðgjafi hans Rouher vili halda öllu í sömu skorðum og engu til slaka, og hefirþvíverið talað um, að ráðgjafaskipti mundu bráðum verða; þing- menn voru kallaðir saman fyrst í þessum mánuði til að ransaka kosningarbréf þingmanna, og kvað keisarinn það mundu verða hið eina ætlunarverk þingsins þessa fáu daga, sem það væri saman, og að ekkert þýðingarmeira mundi lagt fyrir það. En það þykir mönnum víst, að keisari muni slaka til að nokkru, en hvort sem frelsisrýmkanir hans verða af skornum skamti líkt og þær, sem hann gaf 19. Janúar um árið, eðr ríflegri, það er enn óvíst. Hér (á Bretlandi) þykir nú ekki á neinu bera nema leirlcjulögunum írsku. Frumvarp stjórn- arinnar um að afmá ensku kirkjuna á írlandi sem þjóðkírkju gekk greiðlega í gegnnm neðri mál- stofuna, en þegar til efri málstofunnar kom byrj- aði bardaginn fyrir alvöru. Höfðu Iávarðar og bisk- upar fjölment mjög þegar tala átti um hvort taka ætti frumvarpið til annarra umræðu, og voru haldn- ar hinar snjöllustu ræður bæði með og móti. Der- by lávarðr, sem lengi hefir verið oddviti aptrheld- ismanna (conservatives) mælti fastlega móti frum- varpinu, og vildi hann fella það með öllu, en hinir urðu þó fleiri, og þar á meðal erkibiskupinn af Iíantaraborg, sem vildu taka það til annarrar um- ræðu, og var það því viðtekið með talsverðum at- kvæðamun, en svo þýðingarmikil breytingaratkvæði hafa komið fram við frumvarpið, að óvíst þykir, að stjórnin muni geta gengið að þeiin, og hafa því sumir hreift því, að svo gæti, ef til vill, far- ið, að það yrði felt við þriðju umræðu, en þó er það eigi líklegt. Alabamamálið millum Englands og Ameríku hefir verið lagt á hylluna núna fyrst um sinn, og hefir því orðið minna úr því, sem margir ætluðu fyrir skemstu, að ófriðr væri fyrir dyrum milli Eng- lendinga og Ameríkumanna. Á Norðrlöndum hefir verið mikið um mann- fundi og hátíðahöld. Um miðjan f. mán. var fjöl-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.