Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 28.07.1869, Blaðsíða 4
— 160 heíir verið sá galli við smíð á flestum ljáum vor- um, að þeir hafa ekki orðið steinlagðir, heldr heíir orðið aðbreyta stillingu eða herzluþeirra dagiega, og eins og nærri má geta, hver tímatöf og kola- eyðsla þetta er, og hvernig það ferst hjá óvönum og ólagvirkum, að stilla ljáina, svo þar af leiðir opt að menn gjöra ekki hálft verk með ljánum þann daginn, sem ólag er á honum; þar að auki að tefja sig við, af túni og engjum, að reyna að lagfæra þetta, og tekr sú lagfæring of opt hinni fyrri lítið fram, svo hér af leiðir að heyaflinn verðr margfalt rýrari, en hann hefði þurft að vera, ef alt hefði farið í góðu lagi. J>að má því telja efalaust sanna framför við heyvinnu vora innfærslu hinna ensku ljáa, er herra jarðyrkjumaðr Torfi Bjarna- son hefir fengÆ frá Englandi, og hafa verið reyndir hér í Húnavatnssýslu, um 2 undanfarin sumur, eptir leiðbeiningu um brúkun þeirra, er téðr jarðyrkju- maðr hefir skýrt frá í 20. ári þjóðólfs nr. 34— 35, blaðsíðu 137, sem hafa reynzt ágætlega til bits, og það sem mest er vert við brúkun þeirra, að hún fyrirbyggir aila tímatöf við dengslu og kolaeyðslu, og öll mistök, sem þessu eru opt sam- fara, og þar af leiðandi verkatjón; og er það álit mitt eptir eigin reynslu, að ljáirnir verði brúkaðir á flesta jörð, og standi sig betr í grjóti og hrísi, sem fyrir kemr, en aðrir ljáir, og að gagnlegir menn slái alt að þriðjungi meira með þeim; en eg gjöri þó ekki reikning upp á meira alment en fjórða part, en með óvöldum ljáum, þegar á alt er litið. Ilvað munar það ekki allan daginn sem 4—6 þumlunga lengri Ijárinn, þegar honumerbeitt með lagi og fylgi, sker frá sér, fram yfir þann, sem er þeim mun styttri? Eptir því sem eg kemst næst álít eg þann hag að, sem einn gagnlegr og laginn maðr með góðu fylgi, hefir afbrúkun téðra Ijáa í 9 vikr eða hinn almenna sláttartíma hér, til peninga reiknað þannig: 1. Tímasparnaðr við ljádengingu, og þau mistök sem þar við kunna að verða, V/2 dagsverk sem eg met að með reiknuðu fæði 1 rd. 32 sk......................3 rd. 32 sk. 2. Kolasparnaðr................»— CO — 3. Verkasparnaðr V4 part aftéðum sláttartíma, eða 13Va dagsverk, hvort metið 1 rd. 32 sk. til sam- ans 18 rd., eneptirþví, sem al- ment viðgengst má gjöra ráð fyrir að flestir sláttumenn tefist Flyt 3— 92 — Fluttir 3 rd. 92 sk. við heyband 1 dag í hverri viku, eða 9 daga af sláttartímanum, og getr því ekki V4 partr af þeim tíma tekizt til greina, sem gengr í tafir frá slættinum, sem eg met 21/4 dagsverk eða 3 rd., sem dragast frá þeim 18 rd., skilja eptir..........................15— »— Til samans 18 rd. 92 sk. sem eg eptir áðr sögðu met tímaspamaðinn, og getr hver aðgætinn maðr en fremr aðgætt, hve miklu það munar, þar sem 3—6 menn ganga til sláttar alt sumarið, og hvað miklu meiri heyforða afla má með sama fólksfjölda heldr en venja hefir verið, ef því spillir ekki annað ólag, t. d. með skort á eptirvinnu og stjórnleysi. Eins má taka til yfirvegunar, hvern vaxandi arð sá skepnufjöldi gæti gefið af sér í búnaðinum, sem skynsamlega væri settr á þann vaxandi heyafla, sem fengizt getr með téðri aðferð. Eg verð því eptir fleiri manna reynslu að ráða öllum þeim til, sem ekki liafa þegar eignazt téða Ijái, að panta þá, og kaupa til brúkunar, og gæta þess vandlega, sem herra T. Bjarnason liefir ritað um brúkun þeirra, og eg hefi áður bent á. En fyrst um sinn álít eg betr tilfallið, að hafa góða íslenzka Ijái með hinum, einkum meðan menn eru óvanir að brúka þá í kröppu þýfi. Sömuleiðis ætti hver sá maðr, sem í kaupavinnu fer, að hafa í það minsta 1 enskan Ijá til brúkunar, svo þeir geti leyst ætlunarverk sitt vel af hendi, því það má vera liverjum dygg- um og ærlegum manni, sem vill fara vel með tímann, og hugsar um að vera réttilega kominn að kaupi sínu, mjög leiðinlegt, að hafa þau verkfæri, sem þeir geta ekki gjört hálft gagn með, en ganga þó þreyttari frá að kvöldi, en þeir, sem hafa betri ljái, og mega þar að auki líða kinnroða fyrirverk sín, hvort sem þeir eru í samverki með öðrum, eða í mælislætli, sem alment ætti að við liafa handa öllum daglauna-mönnum, því «alt var til sett með mæli, tölu og vigt« ; og eins og verkamennirnir vilja hafa afdráttarlaust kaup sitt, með tölu og vigt, eins ætti húsbændrnir að njóta daglega afdráttar- laust ákveðinnar vinnu alt sumarið, þess heldr sem skaðinn af grasbrestri og bágri nýtingu á heyföng- unum lendir allr hjá húsbændunum, en liinir taka óskert kaup sitt, hvernig sem afnotin verða. J>að er mjög nauðsynlegt fyrir alla sláttumenn yfir höfuð, að læra liðlegt og ljáfara-drjúgt slátt- arlag, sem ekki er lítið undir komið til þess að

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.