Þjóðólfur - 11.09.1869, Blaðsíða 7

Þjóðólfur - 11.09.1869, Blaðsíða 7
— 183 — eptir öllum Júlímán. er leið, var nú fallinn niðr til 7 rd. 20 sk.—7’/2 rd. þegar póstskipið fór, og öll önnur kornvara að því skapi. Samt þykir ugg- vænt, að kornið falli í verði að því skapi, sem upp- skeran var ríkuleg, og er það bygt á því, að eldri kornbyrgðarnar voru þrotnar að mestu, þegarupp- skeran nú byrjaði. — Með heiðrskrossi dannebrogsmanna eru sæmdir af konungi: biskup landsins, riddari af Dbr. Dr. Petr Petursson, VilhiAlmr Kr. tlákonar- son, óðalsbóndi á Iíirkjuvogi í Ilöfnum, og Þorsteinn Jónsson, bóndi á Brekkugerði í Norðr-Múlasýslu ; sýslum. í Norðr-Múlas. 0- Smith lcamelíráðs nafnb. — Alþingi verðr eigi slitið fyr en á mánudag- inn 13. þ. mán. eptir því sem konungsfulltrúinn slakaði til í gær, þegar ályktarumræðunni og at- kvæðagreiðslunni var lokið í síðara stjórnarmáls- frumvarpinu: til stjórnarslcrár um liin serstaklegu málefni Islands. Næstl. mánudag hafði konungs- fulltrúi ákveðið, að þinginu skyldi slitið i dag, en er framsögumaðrinn í báðum stjórnarbótarmálun- um (H. Iír. Friðriksson) leiddi fvrir sjónir, að það yrði ókljúfandi fyrir sig, að semja bæði álitsskjölin til konungs í málum þessum með svo naumurn tíma (frá kveldfundi í gær og til dagsfundar í dag), þá leyfði konungsfulltrúi að skjóta því til atkvæða, bvort fresta skyldi uppsögn þingsins til mánudags, og var á það fallizt ineð atkvæðafjölda. — f>ess var fyr getið, að sín 9 manna nefndin var sett í hvort af þessum 2 stjórnarlagafrumvörp- um fyrir sig, og að einir og sömu mennirnir lentu í báðum nefndunum. Álitsskjala nefndanna, stefn- unnar, er þar var tekin, og niðrlagsatriðanna var og getið í síðasta blaði. Undirbúningsumræðan Um stjórnarlega stöðu íslands í ríkinu hófst 31. f. mán., og tók upp 7 fundi samfleytta : 4 dagsfundi og 3 kvöldfundi, og var lokið á fundinum 3. þ. mán kl. 4. Lengri undirbúningsumræða néáfleiri fundum heflr aldrei orðið á þingi hér um nokkurt mál. Meira að segja, og er sannarlega vert að taka það fram, vér ætlum að engin umræða um Uokkurt mál hafi gengið eins jafn-vel yfir á þingi hér, með jafnmikilli ró og alvöru frá öllum hlið- Um og með jafnmikilli mælsku, þar sern nokkur uiælskugáfa er fyrir. f>að var auðsætt af öllu og af umræðu nálega lrvers þeirra þingmanna, er studdu fiefndina og töluðu móti frumvarpinu, að þeir menn töluðu af dýpztu sannfæringu og af lifandi tilfinn- *ngu fyrir því, að þjóð vorri yfir höfuð, landsrétt- lndum vorum og jafnrétti væri misboðið með þessu sljórnarstöðufrumvarpi; og jafnt sem þeim herrum onungkjörnu og þingmanni Itangæinga var ekki lægt að mæla stjórnarfrumvarpinu bót með nokkr- t'm skynsamlegum rökum, því engum rnanni er ægt, að verja helbert ranglætið, svo voru þeir og Sannarlega ekki öfundsverðir af því, og verða ekki ivorki lífs né liðnir, á meðan ræður þeirra um þetta mál eru til sýnis í Alþ.tíðindunum, hvernig þeim tókst hér að halda vörninni uppi fyrir stjórn- ina. — Málið kom aptr til ályktarumræðu 6.þ. mán. og var lokið, ásamt atkvæðagreiðslunni á kvöld- fundi s. d. Nefndin hafði vikið lítið eitt við eðr mildað fyrra niðrlagsatriðið þ. e. tekið burtu orð- in: «að mótmœlav, svo varþetta neitandi niðr- lagsatriði nefndarinnar sett fremst til atkvæða1, með þeirri útlistun frá forsetastólnum, þegar um það varspurt, að yrði þettaneitandi niðrlagsatriði nefnd- arinnar samþykt, þá væri frurnvarpið fallið allt, eins og það væri, og gæti eigi til atkvæða komið hvorki einstakar greinar né í heilu líki, og væri sama að segja um öll breytingaratkvæðin er sam- tals 10 þingmenn höfðu borið upp við frumvarpið. Var svo þessi uppástunga nefndarinnar samþykt að eins með 15 atkv. gegn 11; en 2. eðr síðara niðr- lagsatriðið, um fjárkröfurnar eðr árgjaldið var aptr samþykt með 16atkv. gegn 3; 7 greiddu ekki atkv. Nefndarálitið, hið minna, um frumvarpið til stjórnarskrár um liin serstaklegu málefni íslands, kom til undirbúningsumræðu 8. þ. mán., en til á- lyktarumræðu og atkvæðagreiðslu ígærdag ogákvöld- fundinum. Nefndin hafði og ráðið frá að frumvap þetta yrði löggilt, en lagt til, í annan stað, að •>lagt yrði fyrir þing hér á landi, með fullu sam- þykkisatkvæði", 1871, frumvarp það til stjórnarskip- unarlaga handa íslandi sem lagt var fyrir Alþingi 1867,rneð þeim breytingum við það sem konungrallra- mildilegast gæti aðhyllzt. Einnig frá þessu niðr- lagsatriði fann nefndin sér skylt að rokka, og snéri því (næsta prestlega?) svo: — »frumvarp« — »sem að minsta kosti taki eins mikið tittit til landsrett- inda vorra eins og frumvarp þingsins 1867«. En undirbúningsumræðan í þessu máli á þinginu lýsti að því skapi glögglega, að allskonar doða- ef eigi dauða-mörk værihér komin yfir nefndina ogmeira- lilutann, eins og umræðurnar í stjórnarstöðumálinu lýstu lifanda afli og fjöri og sannarlegri mál- stofu-kunnáttu. það var ekki annað að sjá, en að nefndin hefði oftekið sig í fyrra málinu eða að hún þættist vita »einhverja skömm upp á sig« ef svo mætti segja, — findi með sér að hún hefði farið nokkuð ofhröpum í stjórnarskráar málinu eða látið ógjört er gjöra skyldi. þessi auðséna veikl- un hjá nefndinni, þessi linka og hálfvelgja sem núvaryfir hanakomin,gjörðiþað, að mótstöðu- eða stjórnarmennirnir sáu brátt, hvar og hvernig högg- staðar væri hér að leita á meirihlutann, og lét nú dynja yfir liann og nefndina það myrk- viðris él af viðauka- breytingaratkvæðum, að ekki erannað aðsjá, en nefndinni hafi sortnað fyrir aug- um, kastazt um koll og rotazt sem næst, eða þá ckki vitað sittrjúkanda ráð. Minni hlutinn (stjórn- 1) Alveg eins og sami forseti g.jörtii vib hinaalræmdu neit- andi og fellandi uppástanga, sem var eignnl) E. Kúld, í fjárskilnaibarxnálinu 1S65.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.