Þjóðólfur - 11.09.1869, Blaðsíða 1

Þjóðólfur - 11.09.1869, Blaðsíða 1
VIÐAUKABLAÐ VÍ(í þjóðólf 81, ár nr. 44. — 11. September 1869. Ræða alþingisforsetans,lierra Jóns Sigurðssonart í lok undirbúningsumræðunnar um frumvarpið til laga um stjórnarlega stöðu íslands í rik- inu, á þingfundinum 3. Sept. 1869. j>að er eitt atriði í þessu máli, sem opt hefir verið hreift við, en ekki tekið svo ítarlega fram hingað til, að mér finst, sem skyldi, og það er: Til hvers erum vér, að ræða þetta mál? [>að er til þess, að semja um nýja stjórnarskipun handa þessu landi. Eg vona, að allir hinir háttvirtu þing- menn sé mér samdóma í því, að þessi hin nýja stjórnarskipun verði að vera löguð eptir þörfum lands vors, eptir vorum þjóðlegum rétti, og kröf- um, ef hún á að verða oss að fullum notum. Eg vona og, að hinir háttvirtu þingmenn játi mér því, að engin stjórnarskipun handa íslandi í sambandi við Danmörk geti fullnægt þessum vorum þjóð- legum og stjórnarlegum rétti og kröfum, nemasú, sem er bygð á jafnretti, sú, sem er eða getr orðið þannig löguð, að vér getum notið jafnréttis við samþegna vora í Danmörku, því í þessu máli hvað mest erum vér, eins og hinn háttvirti konnngs- fulltrúi svo réttilega og sanngjarnlega tók fram, annar málspartr gagnvart konungsríkinu, og eng- inn getr sá með réttu kallazt. málspartr, sem ekki getr mætt með frjálsu atkvæði og fullkomnu jafn- rétti til móts við hinn annan málspartinn. [>essi jafnréttiskrafa er engin spáný krafaaf vorri hendi; vér þurfum að vísu ekki að taka til frá veraldar- innar sköpun, jafnvel þó menn gæti ekki neitað, að þar fyndist rök að mannréttindum, vér þurfum ekki heldr að taka til frá 1264, jafnvel þó þar megi finna rök að vorum þegnlegum réttindum, ekki heldr þurfum vér að leita til ársins 1662, þó vér getum fundið þar eitt, sem ekki verðr hrakið, hvernig sem vér lítum á málið, og það er, að ein- valdr konungr tekr upp á sig jafna ábyrgð fyrir Öilum pegnum sinum, það er að segja, ábyrgð fyrir því, að hann vili gjöra þeim öllum jafnt undir höfði, veita þeim öllum sömu kjör, sama jafnrétti eða jöfn réttindi; því hér er auðvitað, að ekki getr verið að ræða um jafnan órett við alla. j>ó vér lökum oss orð konungalaganna i munn, að ein- valdskonungrinn standi engum til ábyrgðar, nema §llði almáttugum, þá hefir hann þar tekizt á hendr, aö láta alla þegna sína verða jafnt njótandi allra Þeirra réttinda, allrar þeirrar réttarverndar til móts v‘ö samþegnana og aðra, sem hann væri settr af guði og í guðs stað. En hvernig er nú jafnrétli v°*'u Islendinga varið, og kröfum vorum til þess, Þegar vér lítuin á «rcís viðburðanna», sem nú er lar'ð að vísa oss til, svo sem til sönnunar fyrir Þv>, að vér ekkert jafnrétti eigum. Til þess að að líta til þess tíma, þá er nokkurt líf í stjórnar- legum efnum tók fyrst að hreifa sér hér í- löndum konungs vors. þetta byrjaði með stofnun um- dæma-þinganna í Danmörku 1831. Jafnskjótt og umræðan hófst um þelta mál, tóku og íslendingar að rakna við sér og báru þá þegar í upphafi, er farið var að ræða um þetta mál, þá bæn fram fyrir konunginn, að fulltrúaþing, sem þeir vildu kalla Alþingi, yrði stofnað á ný, með sömu réttindum fyrir ísland eða i íslands málum, sem umdæma- þingin fyrir Danmörku í Danmerkrmálum; þessa uppástungu báru þeir upp, sem fyrir Islands hönd voru nefndir til að taka þátt í umræðunum um fyrirkomulag standaþinganna, og allir íslendingar tóku undir hina sömu ósk. Enda margir Danir studdu hið sama, því þeir fundu nauðsyn þess og sanngirni; og það er einn maðr meðal Dana, sem nú nýlega hefir komið fram nokkuð óvinhallr oss til handa, að hann hefir hælt sér af því, að hann hafi þá komið fram með ritgjörð um þetta efni og mælt þar fram með réttindum vorum í þessu máli En þessi ósk vor og bæn varð ekki uppfyllt þáum sinn. j>að var fyrst Kristján konungr hinn 8., er veitti þessari bæn vorri áheyrn. Hann var það, svo sem kunnugt er, sem setti Alþingi á stofn, og veitti því ráðgefandi atkvæði í íslenzkum mál- um, eins og standaþingin í Danmörku höfðu í dönsk- um málum. j>ess hefir verið getið, svo sem í móti vorum málstað, að Danir hafi haft umdæmaþing sín í tvennu lagi, svo að Eydanir voru sér um þing, og Jótar aptr fyrir sig. En þetta var bygt á sérstaklegum stjórnarlegum kringumstæðum, og sannar ekkert í móti oss. Orsökin til þess lá í sambandinu við hertogadæmin Slésvík og Holstein. Stjórnin porði ekki að sameina þing Eydana og Jóta vegna þess, að hún óttaðist að hún myndi þá verða að sameina þingin fyrir Slésvík og Hol- stein. Með því að gefa oss íslendingum Alþingi, vildi því Kristján konungr hinn 8. — sem sagt — veita oss jafnrétti við aðra samþegna vora í Dana- veldi bæði í almennum og sérstaklegum málum vorum. í hinum sérstaklegu málum fengum vér með alþingistilskipuninni 8. marz 1843 hið sama atlcvœði, eins og þingin í Danmörku og hertoga- dæmunum höfðu í þeirra málum ; í hinum almennu löggjafarmálum fengum vérþað atkvæði eptir kon- ungsúrskurði 10. Nóvember 1843, að Alþingi voru skyldi gefast kostr á, að sjá öll almeun lagaboð, og segja atkvæði sitt á sama hátt um þau, ef þau fyndistað geta nað til fslands, hvort heldr óbreytt eða með breytingum. Ekkert almennt lagaboð hefir verið álitið hér gilt að lögum, nemaþað væri sam- þykt af Alþingi og auglýst á íslenzku. Ilin eina

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.