Þjóðólfur - 06.09.1870, Síða 2

Þjóðólfur - 06.09.1870, Síða 2
— 1G6 — ÚTLENDAR FllÉTTIR, dags. London 20. Ágúst 1870. (Frá fréttaritara vornm hr. kand. Jáni A. Iljaitalín). Fyrir hér um bil sex vikum var alt með kyrð og. spekt í Norðrálfunni, og fáum mun hafa annað dottið í hug, en að það mundi haldast sumarlangt að minsta kosti, og að öllum líkindum lengr. Um þetta leyti heyrðist reyndar, að Prim hefði fundið nýtt konungsefni handa Spánverjum; en menn voru orðnir svo vanir að heyra, að Prim hefði farið í konungsleit, að því var Ktill gaumr gefinn víðast hvar; og landstjórum hefir ekki þótt sér það mál við koma, hvern konung Spánverjar veldi sér. Að þessu sinni fór þó öðruvísi. Frakkastjórn þótti konungskosning Spánverja köma sér við að þessu sinni, með því að konungsefnið var prússneskr prins, Leópold að nafni, af Uohenzollern- ættinni; þótti Napóleon og ráðgjöfum hans konungskosn- ing þessi því ískyggilegri, sem alveg hafði verið farið á bak við þá með samningana við prúss- neska prinsinn; sögðu þeir, að þetta væri slægð- arbragð af Yilhjálmi Prússakonungi og ráðgjafa hans Bismark greifa, að koma prússneskum manni til ríkis á Spáni; þótti þeim ærið nóg að hafa Prússaveldi á eina hlið sér, þótt ekki væri átvær, eins og nú væri í. ráði. Voru því án tafar send bréf og boð til Ilerlinnar og Madrídar þess efnis, að Frakkland bannaði konungskosningu þessa, og skyldi Spánverjar taka aptr þau boð, er hin- um prússneska prins hefði verið gjörð, en hins vegar skyldi Prússakonungr banna prinsinum að taka við kosningunni, ef hann yrði kjörinn. Ef hlutaðeigendr eigi skeytti þessu banni Frakka, mætti þeir eiga von á ófriði. Prim fór undan í flæmingi, en Prússakonungr kvaðst ekkert hafa vitað um kosningu þessa, enda væri sér óviðkom- andi, hvern konung Spánverjar veldi sér, því að þeim væri frjálst að kjósa hvern þann til konungs síns, er þeir vildi, og kæmi hvorki Prússum né öðrum þjóðum það mál við. þótti flestum óvil- liöllum mönnum þetta rétt mælt. En Prússakon- ungr kvaðst vera fús á, þar sem hann væri höfuð ættar þeirrar, er prinsinn væri af, að leggja sitt til við frænda sinn, að hann tæki ekki kosning- unni. þess þurfti samt ekki við, því að prinsinn sjálfr og faðir hans lýstu yfir, að hann mundi ekki taka kosningunni, þar sem til svo mik- illa vandræða horfði, ef henni yrði framgengt. — Nú er konungskosning Spánverja úr sögunni. En Napólon var ekki ánægðr með það, heldr krafðist hann af Prússakonnngi, að hann gæfi tryggingu fyrirþví, að prússneskr prins yrði aldrei konungr á Spáni. En Prússakonungr kvaðst enga heimild hafa til þess, eins og hann hafði áðr sagt. þegar þetta svar barst til Parísar og það með, að Vilhjálmr Prússakonungr hefði svarað sendiherra Frakka stygglega eðr jafnvel ókurteislega — en það reyndist þó ósatt síðar — urðu Frakkar ó- kvæðir við, og Napóleon sagði Prússum þegar stríð á hendr. þannig var þetta lítilræði að ytra áliti orsök til hinnar voðalegu styrjaldar, er nú geisar milli Frakka og Prússa. En varla getr nokkrum heil- vita manni dottið í hug, að Napóleon hafi verið fyltr svo djöfullegu æði, að láta sér þykja lítið fyrir að leggja í sölurnar líf svo margra þúsunda, sem styrjöld þessi hefir kostað og mun kosta, fyrir aðra eins smámuni. Ilins vegar dettr engum í hug, að Prússakonungr hefði getað af stýrt ó- friði þessum með því að gefa Frökkum tryggingu þá, er þeir báðu um. Nú þykir það bert, að Na- pólcon hafi fullráðið ófrið við I’rússa áðr en kon- ungskosning Spánverja kom til, og að hann hafi að eins tekið liana sem átyllu til að byrja ófrið- inn, er bæði keisaranum sjálfum og þegnum hans var svo ljúft um, og verð eg að skýra það fyrir lesendum yðar með nokkrum orðum. þegar Napóleon keisari þriði komst til valda á Frakklandi, þá var það með hjálp og fylgi hers- ins, og síðan hefir hann stjórnað, að kalla má, með brugðnu sverði. Ilvað sem komið hefirfyrir, heíir hann verið öruggr í þeirri vissu, að herinn mundi fylgja honum. En er hið síðasta almenn- ingsatkvæði var tekið í vor, fanst keisara nokkur óánægja lýsa sér hjá hernum í atkvæðagreiðslunni. þótti honum þetta ískyggilegt bæði fyrir sjálfan sig, og einkum fyrir son sinn, ef sín misti við. þóttist hann því nú þurfa að vinna einhver þau afreksverk, er Frökkum yrði minnisstæð, og stað- festi traust hersins á sér og syni sínum; því að það er Napóleon alt um að gjöra, að sonr hans nái keisarastólnum á Frakklandi, er hann sjálfr fellr frá. þetta var ein orsökin. það hefir um langan aldr verið mark og mið Frakkastjórnar, að hindra þýzkaland frá að mynda votdugt samband eðr voldugt ríki, svo að Frakkar geti jafnan haft tögl og hagldir ineð allar hreif- ingar þar. En eptir ófriðinn við Austrríki óx veldi Prússa svo mjög, er þeir sameinuðu sér kon- ungsríkið Hannover og fleiri smáríki, að Frökkum stóð stuggr af, og ætla margir að Napóleon mundi þá þegar hafa sagt Prússum stríð á hendr, ef hann 1

x

Þjóðólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.