Þjóðólfur - 06.09.1870, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 06.09.1870, Blaðsíða 3
— 1(57 — hefði þótzt viðbúinn. Síðan hafa Prússar gjört samband við ríkin á Mið-J>vzkalandi. En hins vegar hafa Frakkar verið að út búa her sinn eptir megni öll þessi fjögur ár. Nú þótti Napóleoni tími til kominn að stemma stigu fyrir þessu vax- andi veldi Prússa, og vissi bann, að það mundi vera mjög geðfelt Frökkum, ef það gæti tekizt. f>etta er önnur orsökin. Frakkar hafa lengi haft almenningsorð á sér fyrir herkænsku og hreysti, og þótti svo sem ekki mundi flnnast hershöfðingjar eða bardágamenn jafnsnjallir þeim. En 1866 sýndu Prússar svo mikla berkænsku og svo góða framgöngti í viðr- eigninni við Austrríkismenn, að Frökkum hefir síðan ekki þótt ugglaust um að þeir væri álitnir jafnsnjallir sér í hernaði. J>essu undu þeir næsta illa, því að Frakkar eru vandir að virðingu sinni að því er frægð snerlir. Bæði í hernum og utan hersins hefir það því verið almenn ósk, að Frökk- um gæfist færi á að reyna sig við Prússa, ogsýna öðrum þjóðum, að Frakkar gæti enn borið ægis- hjálm -yfir nágrönnum sínum. [>etta var þriðja orsökin. Af þessu verðr mönnum skiljanlegt, að Na- póleon átti svo hægt með að leiða þegna sína út í ófrið þenna, þótt ástæður virtist næsta ómerki- legar í fyrstu. En alt um það verðr ábyrgðin á keisaranum fyrir að hafa byrjað þenna óí'rið þyngri en svo, að einn maðr megi bera. J>vi verðr eigi neitað, að það var á hans valdi, hefði hann viljað, að lialda sverðinu í sliðrum og fyrirbyggja þannig hið ógrlega manntjón, sem þegar er orðið, og verðr að líkindum meira, og þá ómetanlegu eymd og volæði, sem þetta stríð hefir í för með sér. Ilróp ekknanna og föðurleysingjanna mun verða þungbært fyrir þann, er vakti styrjöld þessa. Og þótt hann beri sigr úr býtum —- en til þess eru lítil líkindi sem stendr — mun ekkert sigróp geta yfirgnæft sorgarkvein það, er honum hlýtr að fylgja. Keisarinn tók það reyndar fram í auglýsingu sinni til hersins, að hann væri knúðr til ófriðar þessa af yfirgangi Prússa, og að hann færi til að létta okinu af þeim, er væri undir þrælkun þeirra; en þeir, sem líta óvilhöllum augum á öll atvik, munu lítið geta matið einlægni slíkrar yfirlýsingar. Eptir að Frakkar höfðu sagt Prússum stríð á hendr, komu og fram ýms uppköst til samninga, er farið liöfðu milli Prússastjórnar og Frakkastjórnar síðan 1866, og þótt bágtsé að vita, hvað er satt í þeim, þá má sjá svo mikið, áð Napóleon mundi ekki sýna sig svo samvizkusaman með réttindi annara þjóða, ef hann mætti í tómi við leika. Mér dettr ekki í hug að neita því, að Prússar hafi sýnt gjör- ræði og yfirgang við smáríki J>ýzkalands og eins við Danmörk; en þeir geta aldrei borið ábyrgð fyrir þenna ófrið. Tilgangr Frakka var að sundra J»ýzkalandi og gjöra þannig alla þýzku þjóðina afl- lausa, og var þeim því nauðugr einn kostr að rísa öndverðir á móti, hvað sem það átti að kosta. Um miðjan f. mán. byrjuðu Frakkar og Prúss- ar að búa lið sitt í ákafa. Hvorugir leituðu banda- manna. En eptir samningi við Prússa sögðu ríkin á Mið-J>ýzkalandi, Baiern, Baden og Wúrtemberg, Frökkum stríð á hendr jafnskjótt og Prússar höfðu fengið ófriðarboð Frakka. Iíom Napóleon þetta nokkuð á óvart, því að hann hafði gjört sér von um, að þau riki væri ekki betri vinir Prússa en svo, að þau mundi að minsta kosti verða með hvorugum. Öll önnur ríki Norðrálfunnar lýstu þegar yfir því, að þau mundu vera hlutlaus af ófriði þessum, og eru öll líkindi til, að hann endi svo, að fleiri þjóðir dragist ekki inn í hann. í fyrstu var það ætlan Napóleons að halda her sínum inn í J>ýzkaland austr yfir Rín og alla leið til Berlinnar. Fyrir því safnaði hann saman liði sínu í Ríndalnum vestan árinnar frá Strasborg til Uauterborg, ognokkrum hlutaíMoseldalnnm kring um Metz, Thionville og víðar, og bjóst til að ráðast inn í þau héruð J>ýzkalands, er liggja milli Luxemborg- ar og árinnar Ilín. Frakkar létu mikið yfir her sínum og vopnum, og var það almenningsætlan í París, að Napóleon mnndi halda innreið sína í Berlín á Napóleonshátíðinni (þ. e. hinn 15. þ. m.) Byssur þær, sem nú eru hafðar í orustnm, eru ólíkar hinum gömlu byssum að því, að skotið er ekki látið niðr í opið á byssunni og rekið niðrmeð hlaðstokk, heldr eru nokkurs konar hjörur á þeim milli hlaupsins og skeptisins; þar er byssan tekin í sundr, og skotið, sem er alt í einum umbúðum, púðr og kúla, er látið inn, og er það ekki augna- bliksverk; af þessum byssum má hleypa 10, 20 eðr jafnvel 30 skotum á mínútunni. Prússarhöfðu fyrst byssur með þessn lagi og kölluðu nál- arbyssur. En Frakkar höfðu fundið upp aðrar byssur með líku lagi, er þeir kalla «Chassepot», og sögðu þeir, að hún væri miklu betra vopn en byssa Prússa, en hún hafði eigi verið reynd í neinum verulegum bardaga. Enn höfðu og Frakk- ar annað vopn, er kallað er «Mitrailleuze», er þeir sögðu að enginn mnndi fá staðizt við. J>að er fallbyssa, er skotið getr 32 skot ámínútunni; hún er gjörð, að því er eg heyri sagt, nokkuð i lík-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.