Þjóðólfur - 06.09.1870, Blaðsíða 4
ingu við það, sem eru skammbyssur þær, er kall-
aðar eru «Revolvers»; það er nefnilega látin
plata í hjói fyrir aptan hlaupið eða hlaupin; í
plötunni eru holur jafnvíðar og byssuhlaupið, og
þar í eru skotin látin. lijólinu er snúið með sveif,
og er holurnar í plötunni standast á við hlaupið,
ríðr skotið af. f>egar ein platan er búin, er hún
tekin úr, og önnur látin í staðinn. Af þessu sjá
lesendr yðar, að vopn eru nú orðin æði-mikið
voðalegri en er menn börðust ineð öxum og at-
geirum. Meira að segja, sá her, semheörað eins
byssur með gamla laginu móti öðrum, sem hefir
hinar nýrri bvssur, er ekki betr að vopnum far-
inn, en þó hann liefði lurka eina. En Frakkar
máttu sanna eins og segir í vísunni :
«Ekki er gott, þótt góðir sé,
gripum treysta sínum».
Meðan Frakkar voru að þyrpast austr að landa-
mærunum og láta mikið yfir sigri þeim, er þeir
mundu vinna á þjóðverjum, heyrðist lítið til Prússa
annað en það, að þeir sögðu, að ófriðr þessi hel'ði
komið sér á óvart, og væri þeir því ver viðbúnir
en þeir vildi, en þó mundi þeir reyna að veita
Frökkum viðtöku eptir föngum. Létu þeir ganga
lierboð til allra, er landvarnarskyldu áttu að gegna,
og fóru margir ungir þjóðverjar héðan úr London
til þýzkalands til að verja fóstrjörð sína. Mikið
heyrðist og nin herflutninga frain og aptr um
þýzkaland, en engi vissi þó með vissu, hvar
stöðvar hersins voru, og svo var farið dult með j
ferðir hersins, að jafnvel margir hinna æðri her-
foringja vissu ekki með vissu, hvert þeim var ætl-
að að fara. Bárust því Frökkum erigar fregnir
um ferðir Prússa; en aptr ætla menn, að Prúss-
um hafi verið vel kunnugt um ferðir Frakka. Er
sagt meðal annars, að þeir hafi farið upp í lopt-
skipi og kannað lið Frakka og stöðvar þeirra.
Vilhjálmr Prússakonungr er sjálfr aðalhershöfðingi
þýzka hersins ; hann er nú á áttræðisaldri, en hinn
ernasti. Eg verð og að nefna annan mann í þýzka
hernum, er Moltke heitir; hann er danskr að ætt.
þjóðverjar kalla hann Moltke hinn þögla, því að
liann er maðr fáorðr; en einhver þarfasti maðr
er hann í her Prússa, þótt ekki gangi hann í bar-
daga. Uann sitrí tjaldi sínu eðr herbergi og hefir
fyrir sér landauppdrætti, og í kring um sig hefir
hann rafsegulþræði, er ganga í allar áttir; og þar
sem hann sitr í sæti sínu, segir hann fyrir, hvernig
hver herflokkr skuli halda, hvar hann skuli stöðva,
gjöra atlögu o. s. frv. Sigrvinningar Prússa 1866
eru að miklu leyti eignaðar fyrirskipunum hans;
og eigi hafa þær orðið síðr heilladrjúgar í þetta
sinn, eins og síðar mun skýrt frá.
Frökkum og Prússum lenti fyrst saman þriðju-
daginn 2. þ. mán. hér um einni stundu fyrir há-
degi. Frakkar réðust á lítinn bæ óvíggirtan er
heitir Saarbriick, sem liggr við ána Saar, er rennr
ÍMosel. Frakkar höfðu lið margfalt meira, og höfðu
þar að auki sett stórskotalið sitt á hæðirnar í
kring um hæinn, og varð þeim því auðunnið að
hrekja Prússa þaðan. Napóleon keisari kom frá
Metz með son sinn til að horfa á leikslokin og
venja drenginn við kúiuþytinn, eðr skíra hann
«eldskírninni», sem hann kallaði. Sendi Napóleon
þegar fregnina um sigr sinna manna með frétta-
fleyginum til Parísar, og gjörði ekki minna úr en
var. En »skamma stund verðr hönd höggi fegin»,
og svo fór hér. Á fimtudaginn eptir (hinn 4.)
brauzterfðaprinsinnprússneski með hér um 100,000
manna af Prússum og Bæaralandsmönnum í gegn-
um hergarð Frakka við Weissenborg; það er vel
víggirtr staðr. þar voru Frakkar liðfærri fyrir en
Prússar; eptir harða sókn og vörn og allmikið
inannfall af hvorumtveggja urðu Frakkar að flýja;
hershöfðingi þeirra einn að nafni Douay féll. Nú
hélt erfðapnnsinu prússneski inn í Frakklaud Og
mætti lítiili eðr engri viðstöðu næsta dag, en á
laugardagsmorguninn (hinn 6.) mætti hann hinum
frakkneska hershöfðingja Mac Mabon með alla sína
sveit og n.okkuð af sveitum marskálks Canroberts
og hershöfðingja de Faillys. Börðust þeir þann
dag allan, og urðu þau leikslok, að Mac Mahon
beið algjörðan ósigr, en Prússar tóku, að sagt var,
4000 fanga og margar fallbyssur, og þar á meðal
nokkrar af þeim, er kallast »Mitrailleuse», og koin
það nú fram, að Prússar höfðu líka þess konar
byssur, þótt lítið hefði verið af því skrumað. þessi
orusta stóð millum bæanna Hagenau og Wörth.
Annar aðalhluti prússneska hersins undir forustu
Steinmetz’s hershöfðingja hélt á föstudaginn að
Saarbrúck, og réðust á vígstöðvar Frakka á hæð-
unurn í kringum bæinn, er kallast Spichern. þar
varámóti hershöfðingi Frakka að nafni Frossard.
I’rússar voru að sögn fámennari, og Frakkar stóðu
miklu betr að vígi. Eigi að síðr sóttu Prússar
með svo miklu atfylgi, að Frakkar urðu að hörfa
undan, og skorti þó ekki ágæta vörn af þeirra
hálfu. Mannfallið var ógrlegt af hvorumtveggja.
— Nú höfðu Prússar grirnmilega goldið Frökkum
hinn svo kallaða sigr við Saarbrúck. þeir voru
nú komnir inn í Frakkland í stað þcss að Frakkar
ætluðu að vaða yfir þýzkaland, þeir höfðu neytt