Þjóðólfur - 06.09.1870, Blaðsíða 5
— 169 —
allan frakkneska herinn til að hörfa undan, og
felt eða fangað nálega alla sveit MaG Mahons og
gjört þeim mikinn annan skaða. Er sagt að Frakk-
ar hafi mist í öllum þessum bardögum hér um bil
20,000 manna.
Er þcssar fregnir komu til Parísar, varð mönn-
ummjögfelmt við. Múgrinn gjörði ráðaneytinu að-
súg og heimtaði, að sér væri t'engin vopn í hendr
til að verja föðurlandið. þingið var kallað saman
mánudaginn eptir bardagann við Wörth og Ha-
genau. Létu þá þingmenn í Ijósi megna óánægju
sína með aðgjörðir Oliviers og með ráðgjafa hans.
Sögðu þeir, að allr útbúnaðr hersins hefði verið í
handaskolum og kendu ónytjungsskap hershöfð-
ingjanna um ósigra þá, er Frakkar höfðu beðið.
Stungu nokkrir jafnvel upp á, að sett væri sljórn-
arnefnd til almennings varnar; en það var sama
og að setja keisarann af, og varð því ekki fram-
gengt. Ástandið í París var hið ískyggilegasta.
Uppreistarflokkr einti, þótt lítill væri, æddi um
strætin, og varð að kalla út berlið til að bælahann.
Olivier og bans ráðaneyti varð að víkja frá, og er
hann nú flúinn til Ítalíu. I hans stað kom greifi
Palikao, gamall hermaðr; hann er hermálaráðgjafi
og forseti hins nýa ráðaneytis. Mjög var róstu-
samt á þinginu um þessa daga, og lenti þing-
mönnum jafnvel saman í handalögmáli. Herlög
voru þegar boðuð í París, og henni er stjórnað
eins og umsetnum bæ með hervaldi og eptir her-
lögum. Fjöldi manna er látinn vinna að víggirð-
ingunum kring nm bæinn og almennings-herútboð
er haft um land alt; og eru allir eins hugar, að
reka Prússa af höndum sér.
Nú víkr sögunni aptr að frakkneska hernum,
þar sem hann var að halda undan Prússum, og
höfðu Frakkar von um, að hann gæti veitt Prúss-
um mótstöðu við Metz, við ána Mosel, sem er vel
víggirtr staðr; og vikuna eptirhina miklu bardaga
7.—13. varð nokkuð hlé á, en Prússar héldu þó
stöðugt á eptir Frökkum lengra inn í brakkland.
Napóleon keisari fékk nú yfirstjórn hersins í hendr
marskálki Bazaine, og var það nú afráðið, að bíða
ekki Prússa við Metz, heldr halda með allan þorra
hersins til Chalons bjá ánni Marne, sem er hér
um bil háifa fimtu þingmannaleið í austr frú Par-
ísarborg. f>ar eru vellir miklir og allmiklar víg-
girðingar, og hefir þar margr harðr bardagi háðr
verið. En nú var vandinn, að koma hernum vestr
til Chalons, því að Prússar voru ekki iðjulausir.
f>eir höfðu nú lagt undir sig fylkin Elsass og Lo-
thringen og sett stjórnendr yfir, og nú voru þeir
komnir öllu megin að her Frakka til að banna
þeim leiðina vestr að Chalons. Sunnudaginn (hinn
14.) lenti þeim saman skamt frá Metz, og varð
þar hörð atlaga, en úrslitin voru efasöm, svo hvor-
irtveggja kváðust eiga sigri að hrósa. þriðjudag-
inn (hinn 16.) varð enn barðr bardagi millum hins
þriðja hluta hins prússneska hers, og fyrir honum
er prins FriðrilnKarl, og milli hersins frakkneska
á veginum frá Metz til Verdun. Bazaine yfirhers-
höfðingi var hér sjálfr fyrir með sína sveit og
mikið afhinum svo kallaða keisaraverði; getrPrússa-
konungr þess, að þeir hafi barizt hraustlega. f>essi
bardagi var hinn mannskæðasti af þeim, sem ver-
ið hefir í þessum ófriði, en þó vita menn enn
ekki með fullri vissu, hve margír féllu. Margir
hershöfðingjar féllu af báðurn, en þó báru Prúss-
ar hærra hlut, og neyddu þenna hluta af her
Frakka að hörfa aptr til Njíetz; þar að auk tóku
Prússar 2000 fanga. Næstu tvo dagana miðviku-
daginn og fimtudaginn var stöðugr bardagi, og i
hraðfrétt dagsettri á náttrnálum á fimtudaginn segir
Yilhjálmr Prússakonungr: »Undir forustu minni
réðust Prússar á Frakka í víggirðingum þeirra vestr
frá; eptir níu stunda bardaga voru þeir gjörsam-
lega sigraðir, og reknir aptr að Metz; þeir eru
nú svo króaðir, að þeir geta engum fregnum
komið til Parísar né fengið þaðan». Enn eru ekki
komnar neinar fregnir frá París tim þessar síðustu
orustur, og má af því ætla, að Bazaine sé svo
króaðr, að hann komi engum fréttum. f>að lítr
því mjög illa út fyrir frakkneska bernum, ef þessi
síðasta frétt er áreiðanleg, sem hún er að öllum
líkindum, því að fréttir þær, er komið hafa frá
Prússum, hafa jafnan reynzt áreiðanlegar, en alt
öðru máli hefir verið að gegna um fréttir Frakka.
Til Napóleons keisara heyrist Ktið. Sagt er,
að hann sé nú í Rheims. Margir ætla, að hans
ríkisár sé talin, hvernig sem þessum ófriði lyktar.
Frakkar eru allir einhuga í, að spara ekkert, er í
þeirra valdi stendr, til að frelsa land sitt, en Na-
póleons erað engu getið, og lítr því svo út, sem
þeim þyki litlu skipta, hvað um hann verðr.
Floti Frakka hefir lítið að gjört; nokkur hluti
hans liggr fyrir mynninu á Elben og bannar allar
skipaferðir til eða frá Hamborg. Annar hlutinn
er í Eystrasalti og sitr um hafnirnar þar, og um
verzlunarskip Prússa. En þeir segjast hvergi var-
búnir, ef þeir leiti landgöngu.
Með næstu ferð vona eg, að eg geti sagt
yðr frú lokum ófriðar þessa, og læt eg svo hér
staðar nema að þessu sinni.