Þjóðólfur - 14.10.1870, Síða 4
keisari og konungr, en ekki heDr heyrzt, hver orð
hafi farið milli þeirra. En þær urðu múlalyktir
á fundiþessum, að allr frakkneski herinn í Sedan,
hér um bil 90,000 manns, skyldi gefast upp, og
eins öil þau hergögn, er þar voru, en þau voru
íjarska-mikil. Konungr ákvað keisaranum bú-
stað á slotinu Wilhehnshöhe í Hessen- Cas-
sel. Var hann sendr þangað með miklu föru-
neyti, og í öllu var honum virðing sýnd, svo
sem hann væri gestr konungs en eigi herfangi.
f>egar konungr spurði keisara, hvort hann ekki
vildi semja frið, þá kvaðst keisarinn ekki vera bær
um að gjöra neina samninga fyrir hönd Frakklands,
þar sem liann væri herfangi. En hann kvaðst hafa
falið drottningu sinni og ráðgjöfum alla landstjórn
á hendr, áðr en hann fór að heiman, og við þá
stjórn yrði konungr að eiga um friðarsamninga.
Sonr keisarans var ekki í þessum bardaga, og
komst hann undan til Belgíu. þaðan kom hann
skömmu síðar hingað til Englands.
f>egar Wimpfen aðalhershöfðingi hins frakkneska
hers við Sedan heyrði kosti þá, er keisarinn hafði
gengið að, kvað hann það gjört án síns viija og
vitundar, og sagðist ekki mundu gefast upp að
svo stöddu. En er honum var sýnt fram á, að
Jjjóðverjar hefði náð því dauðataki á herhans, að
honurn væri engi lífsvon, nema hann gæfist upp,
þá lét hann undan.
Eg hefi hvergi séð þess getið, hvað mann-
fallið var mikið í orustu þessari, en það hlýtr að
hafa verið fjarska-mikið, og ekkert getr verið ótta-
legra en lýsingin á vígvellinum, er náði yfir marg-
ar mílur. Heil þorp voru brend upp til kaldra
kola, og varla sást maðr eptir lifandi. Nógar sög-
ur eru um grimdarverk af hálfu hvorratveggja.
Og er slíkt ekki að undra; því að margr verðr sá
að vargi, þegar í þessi ósköp er komið, er áðr
var góðhjartaðr, og í annan stað er ekki að henda
reiður á, hvað satt er af slíkum sögum. Með þess-
um bardaga höfðu þjóðverjar alveg unnið þann
herFrakka, sem kallaðrvar Rínarherinn, eðaþann
her, sem Napóleon ætlaði að vaða yfir þýzkaland
með. þeir höfðu tekið ekki miuna en 150,000
frakkneskra hermanna til fanga, og ógrynni af alls
konar hergögnum. þeir höfðu og náð á sitt vald
öllum norðaustrhluta Frakklands nema hinum víg-
girtu stöðum Strasborg, Bitsch, Metz, Toul og
Verdun. Af þeim stöðum hefir Toul nú gefizt upp,
og búizt er við á hverri slundu, að sömu fregnir
komi frá hinum öðrum víggirtu stöðum, er þjóð-
verjar sitja um. Alt þetta hölðu þjóðverjar unnið
á einum mánuði og þykir furðanlegt; og höfðu
þeir sjálfir í byrjun ófriðarins enga von um, að
svo vel mundi ganga. Hafa Frakkar reynzt miðr
en allir bjuggust við. þjóðverjar hafa að vísu
verið miklu liðfleiri víðast hvar. En þó er það
ekki Iiðsfjöldinn einn, sem hefir uunið ait þetta;
því að víða hefir fundum Frakka og þjóðverja í
þessum ófriði borið þar saman, er hinir síðari
hafa verið liðfærri og hafa þó borið sigr úr být-
um; í annan stað þarf meiri liðsafla til að vaða
yfir óvinaland, en verjast þeim. En það sem mest
hefir gjört, er bæði það, að allt fyrirkomulag og
stjórn í hinum þýzka her hefir verið svo sem bezt
mátti verða, en þvert á móti í her Frakka. þannig
hafa þjóðverjar jafnan vitað nákvæmlega hvað Frökk-
um leið. þeir hafa allt af njósnarmenn og verði
allavega út frá meginhernum Iangar leiðir, sva
aldrei verðr komið þeim á óvart. Til þessa hafa
þeir léttvopnaða riddara, er kallast Úlanar. þeir
kanna og landið fyrirfram, þar sem herinn á að
fara um. þessum varúðarreglum gleymdu Frakkar
nálega í hvert skipti, og hittist því optast svo á,
að þjóðverjar komu að þeim óvörum, er þeir voru
við mat. í annan stað hafa Frakkar liaft engaþá
hershöfðingja, er gæti jafnazt við þá Moltke, von
Roon, Blumenthai, Friðrik erfðaprins, o. fl.
Parísarborg og allr þorri frakknesku þjóðar-
innar vissi lítið eðr alls ekki um allar þessar ó-
farir, því að stjórnin hafði búið til sögur um fram-
gang sinna manna. Sagði hún meðal annars, að
Bazaine héldi kyrru fyrir í Metz af ásettu ráði,eu
ekki af þvf, að hann gæti ekki komizt þaðan l'yrir
þjóðverjum. Hann og Mac Mahon mundu þegar
sameina hcrflokka sína, og væri þá þjóðverjum
engi lífsvon framar. þetta var innihald frakknesku
blaðanna; en bannað var að selja ensk blöð, því
að þau höfðu að færa sannar fregnir um það,
hvernig allt gekk. En nokkur vorkun var stjórn-
inni, þótt hún drægi þannig lýðinn á tálar, því allir
vissu, að upphlaup mundi verða í París, ef al-
menningr heyrði alt eins og var. það hefir verið
og er enn ein ógæfa frakknesku þjóðarinnar í
þessari styrjöld, að þeir hafa ekki þolað að heyra
sannleikann, og ekki viljað heyra hann; en hann
kemr þó á endanum, þótt ekki sé hann kallaðr.
En er Frakkar höfðu beðið ósigrinn við Se-
dan og keisarinn var hertekinn, varð ekki lengr
hægt að dylja í hvert óefni var komið. Forseti
ráðaneytisins, hershöfðingi Palikao, skýrði þinginu
frá á laugardaginn hinn 3. þ. mán., að Mac Ma-
hon væri yfirunninn og Bazaine væri króaðr f Metz.