Þjóðólfur - 20.04.1872, Blaðsíða 6
— 98
né þiggja, eins yíir þeim nýum skatta-álögum, er
vér á oss játum, eins og hinum eldri tekjum lands-
ins og árgjaldinu úr Ríkissjóði.
Svona hljótum vér nú að þola brennivínslög-
mál þetta með öllu því er það hefir löglega í ept-
irdraginu: að tollrinn sé og verði 8 sk. af hverjum
brennivíns- og vínpotti ervérsúpum, að lagaboðið
nái gildi og brennivín-skattrinn ríði á oss 1. dag
Júlímán. þ. árs, og að lögstjórnarráðherrann hafi
umráð og allt forræði í sinni hendí yfir þessum
og öðrum tekjum íslands að svo komnu. En
stjórnin hefir aptr sinna skyldna að gæta gagnvart
oss gjaldþegnunum á íslandi, er hún hefir dembt
á lögum þessum, oss sem bera skulu og úlleysa
þessa nýu álögu; — gagnvart landsjóði íslands,
er einn á að uppbera þessar nýu álögur á lands-
ins börn, allar og óskertar frá 1. degi Júlímán.
þ. árs, — gagnvart löggjafarvaldinu og konunglegri
hátign, er lögin hefir staðfest og út gefið eplir
ráðum og tillögum síns ráðaneytis. Yér efum
ekki að stjórnin þekki og viðrkenni þær skyldur
sínar allar, er hér að lúta, og gjaldþegnarnir og
Alþingi getr af henni krafizt að sjálfsögðu eptir
Guðs og manna lögum; en það er, að halda þess-
um lögum sem öðrum í fullri hefð og heiðri. En
svo ríða þau nú í garð hjá oss, þessi brennivíns-
lög eða réttara sagt aðflutningar kaupmanna vorra
á brennivíni, brennivínsefni (spiritus) og öðrum
vínföngum í notuin laga þessara. eða þó heldr
þeim og landsmönnum til ónota, landsjóðnum til
bersýniiegs fjártjóns og skaða, sjálfum þeim einum
til svo mikils auka-ágóða og gróða, að mörgum
þúsundum dala má skipta fyrir hvern einn, og aptr
jafnmörgum þúsunda-tugum dala til rýrðar land-
sjóðnum og tekjum hans til fjártjóns fyrir hann,
— svo ríða þau í garð hjá oss þessi lög, segjum
vér, að stjórnin má sannarlega gæta sín, vili hún
stjórn heita með réttu og sanni, og uppi halda
nú tign konungdórnsins, helgi laganna og tign sjálf-
rar sín sem hins æðsta stjórnarvalds.
Herra «Dvergr» drepr á það, að kaupmenn
vorir hafi nú í vor flutt hingað allmikið af spiri-
tus, er þeir sjálfsagt ætli að blanda með vatni,
svo að úr því verði brennivín, er þeir seli, og leggi
á þá blöndu sína sama tollinn í útsalinu, eins og
aðflutt brennivín væri fráútlöndum; en að því leyti
sent þannig er tollr tekinn af valninu sem af víni,
þá hljóti sá tollr að renna í vasa kaupmanna sjálfra
en eigi í landsjóðinn eins og lögin til skili. Útaf
þessu harmar herra »Dvergr» yfir því og liggr
frem stjórninni á hálsi fyrir, að hún hafi eigi viljað
þýðast og samþykkja þá tillögu nefndarinnar (8.
tölul. bls. 311), og síðan alls þingsins: »að leggja
24 sk. toll á hvern pott af óblönduðum spiritus».
það er nú satt, fyrst, að konungsfulltrúi andæfði
á þinginu í fyrra móti uppáslungu þessari, en bar
það eina fyrir, að aldrei yrði auðið að hafa vörð
á því, hvort kaupmenn flytti reglulegt brennivín
eða spiritus; það er og eigi ólíklegt að hann hafi
lagt á móti þessari tillögu þingsins við stjórnina,
með hinum sömu grunduðu(?) ástæðum, þar sem
fleiri en einn merkr maðr hér, er átti tal við hann
um þetta sama atriði í vor eptir það brennivíns-
lögin komu, hafa haft eptir honum, að aldrei hefði
mátt vænta þess, að stjórnin gengi að svo van-
hugsaðri uppástungu, þar sem með engu móti yrði
hafðr hemill á, að slíkri ákvörðun yrði hlýtt. Að vísu
getr maðr hugsað sér að stjórnin hafi ginið yfir
þeim ástæðum konungsfulltrúa síns; en fyrir hvern
þann, sem vill og hlýtr að ætla löggjafanum jafnt
vitrleik, hyggindi og varfærni, sem að hann missi
aldrei sjónar á óyggjandi réttum skilningi þeirra Iaga,
sem hann er að gefa út, þá er fráleitt, að ætla
löggjafarvaldinu eða stjórn konungsins að hún hafi
misþýðst 24 sk. uppástungu þingsins af spiritus
fyrir þessar sakir, heldr einungis af því að uppá-
stungan fer berlega í bága við skýra ákvörðun laga-
boðsins sjálfs í 1. gr., og það með með tvennu
móti.
í 1. gr. lagaboðsins segir:
«Af alskonar víni og brennivíni eða pess-
uháttar tilbúnum áfengum dryhkjum, sem (lytj-
«ast til íslands, skal greiðan o. s. frv.
Ilér með virðist þá I. spírutusinn sjálfr vera
að sjálfsögðu útilokaðr frá flutningi til íslands, því
hann getr eigi reiknazt með «áfengum drykkj-
um», þar sem hann er ódrekkandi óblandaðr eðr
ólilbúinn sem «drykkr»; ella mætti líka telja eitr-
sýrurnar meðal áfengra drykkja, af því svo má
þynna þær með vatni, að þær saki hvorki líf né
heilsu. 2. tekr lagaboðið fram, að gjaldið skuli
greiða af «tilbúnum áfengnm drykkjum «sem
flytjast til Islands» («som agtes indförte
i Island»). En getr þá nokkrum manni komið til
hugar, að löggjafinn meini hér með þann áfeng-
an drykk sem vorir kæru búðarmenn byrla her og
búa til úr vatninu hérna úr tjörninni eða læknum,
til helminga eða meira til móts við innfluttan spiri-
tus, og ætlist svo löggjafinn til að þessi hér t i 1-
b ú n i áfengi drykkr með 6—7 stiga krapti eðr
minna, sé eins réttbær að lögum til að hafa úl
úr landsmönnum 8 sk. skatt af hverjum potti vatns