Þjóðólfur - 05.06.1873, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 05.06.1873, Blaðsíða 3
— 123 — > Aprílmánuði, og drepið þar 6 nautgripi og 1 hest. Jafnvel þó eigi hafi heyrzt að bráðapestar þessarar hafi síðan orðið vart, og ætla megi að henni sé lokið að sinni á ofannefndum stað, leit- aði eg álits dýralæknis Snorra Jónssonar um það hvort hér mundi nokkuð verða að gjört og eink- um hvað tiltækiiegast mundi í slíkum tilfellum framvegis, og birti eg hér með almenningi svar hans uppá þessar fyrirspurnir mínar: ..........«Útaf þessu skal eg ekki undanfella þénustusamlegast að láta þá skoðun mína í Ijósi, að þareð nú er liðinn svo langr tími (tveir mán- uðir) frá því að bráðafár þetta gjörði vart við sig síðast, þá álít eg til einkis, að hið opinbera gjöri nokkrar ráðstafanir f því efni að þessu sinni. Líkt nautafár og þetta hefir nú á seinni árum stungið sér niðr á stöku stöðum hér syðra, og þareð engi efi er á, að sýki þessi sé n æ m (einskonar «Milt- brand»-veiki), þá er hætt við að hún útbreiðist, og hafi stórtjón fyrir landið í för með sér, ef eigi er goldið varhuga við að hefta þegar stigu fyrir henni, þarsem hún gjörir vart við sig. Eg álít því næsta heppilegt, ef að þesskonar veiki gjörir vart við sig hér í nærsveitunum, að hlutaðeigandi eigandi gjöri þegar amtinu visbendingu um það, til þess að það geti undir eins sent dýralækni þangað ef nauðsynlegt virðist; því hinn vanalegi embættisvegr: til hreppstjóra, sýslumanns og amts- ins, dregr oftastnær tímann um of við þessháttar tækifæri. þarsem eigi vegna vegaiengdar verðr náð til dýralæknis, ætti menn þegar að aðskilja hin sýktu dýr frá hinum ósjúku, samt gæta þess nákvæmlega, að heilbrigðir gripir nái eigi sam- göngu við hina sjúku eða grunuðu, og einnig ber mönnum þeim, er hirða hina veika gripi, að varast að koma í fjós þarsem heilbrigðr nautpeningr er. Til að eyða pestarefninu álít eg einkar gott, að svæla húsin (fjósin) vel innan með chlorkalks-daun, og gæta þess jafnframt, að nægilegt loft séíþeim, samt að þvo alla gripina úr Carbolsýru-vatni (1 lóð af Carbolsýru til 2 potta af vatni); og munu læknar, þarsem þeir eru við hendina geta gefið mönnum nægilega vfsbendingu í þessu efni. Gripir Þeir er drepast úr fárinu, ætti að grafast niðr með "húð og hári», og vil eg einkum ráðafrá, að kjöt af pestdauðum peningi sé haft til manneldis...... Lm leið og eg hérmeð brýni fyrir almenn- ,ngi að fara vandlega eftir ofangreindum varúðar- reglum viðvfkjandi hinni umræddu pest, skal eg Jafnframt skora á hreppstjóra í þeim sveitum, sem nokkur líkindi eru til að gæti haft not dýralækn- isins, sem hér er, að senda amtinu beinlínis skýrsl- ur um það þegar pestin kemr þar fyrir, auk þess að gefa það iögreglustjóranum til kynna eftir tilsk. 5. Jan. 1866, 4. gr. Reykjavík, 3. dag Júním. 1873. Bergur Thorberg. SRÝRSLA um sýslufund í Itangárvallasýslu. Ár 1873 16. dag Maí, var haldinn sýslufundr að Stórólfshvoli, sem varaþingmaðr sýslunnar Sighv. Árnason á Eyvindarholti hafði kvatt tlí. Fundarst. S. Á. kvaddi sér til aðstoðarmeð samþ. fundarins sira ísl. Gíslason og sira Hannes Ste- phensen. Á fundinum mættu 2—3 kjörnirmenn úr hverjum hrepp sýslunnar, 25 alls, auk ýmsra fleira sem sóttu fundinn fríviljuglega. Kom þá til umræðu: 1. Málið um brúargjörð á Pjórsá og 0lfusá; nefndarmenn í því máli voru allir mættir, nema Skúli prestr Gíslason sem var forfallaðr. Af því ekkert svar var komið nefndinni til handa upp á bréf það er hún hafði ritað stiftamtinu 19. Sept. næstl. viðvíkjandi því, að fá skoðunarmann frá stjórninni, varð engin ákvörðun tekin um það mál önnur en sú, að rita nú þegar til brúarnefndar- innar i Árnessýslu áskorun þess efnis, að ef svo færi, sem búast mætti við, að þau samskot sem gjörð voru á fundinum 21. Maf f. á. nægði ekki til lúkningar þeim kostnaði sem flýtr af skoðunar- gjörðinni, þá verði þeirviðhúnir með samskot, okkur til styrktar til lúkningar þessum kostnaði að svo miklu leyti sem hið opinbera tekr hann ekkiaðsér. 2. Um verzlun og verzlunarsamtök. Fyrst voru lesnir upp listar yfir tillög manna í ýmsum sveitum sýslunnar til innlends verzlunarfélags, og voru tillögin samkvæmt þessum listnm nú orðin alls 3,535 rd.; en úr sumum sveitum sýslunnar urðu ekki tillögin enn gjörð uppská, en verða það innan skamms, og eins haldið áfram í þeim hrepp- nm þar sem þau eru byrjuð. J>ví næst kom fund- inum saman um, að kjósa 5 manna nefnd til fram- kvæmdar í máli þessu og urðu þessir fyrir kosn- ingu: Sigh. Árnason með 27 atkv., sira Isl. Gísla- son með 23 atkv., sira H. Stephensen með 22 atkv., sira Skúli með 18 atkv. og Erlendr Eyólfs- son með 17 atkv. Um þetta mál var skrifað til Árnesinga. 3. Málið um að takmarka sem mest kaupá áfengum drykkjum, fyrst um sinn yfirstandandi ár; var máli þessu vel tekið, og upplýstist, að líf-

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.