Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 4

Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 4
— 104 — Landvættir láðs um hring Leika sér bæi kring, Bjart er hjá hauglðgðum beinum. Senn roðar sól á fjöll; Senn skín á plægðan völl; Senn hverfr vafrandi vofa; Serin stíga sólar-dans Svanir um tínda lands: Rísum úr dreymanda dofa! Fram, íslands frjálsu menn, Fram, fram, og allir senn ! Skjótt eru tímarnir taldir.— Senn kemr siðabót. — Sóll'ögru aldamót, Leiptrið á ókomnar ajdir! (A 8 s e n t). Ilorra ritstjóri! hafið pér heyrt það? að bæði ísflrö- ingar vestra, og Eyfirðingar nyðra,séu hverir fyrir sig að kaupa g u f u b i r ð i n g a, líka þeiru sem tíðkast á fjörðun- um í Noregi? Ingjaldr einn á báti. Nei, ekki höfum vér heyrt þessi fagnaðartíðindi fyrri, enda ætti oss síðr að furða þótt þau væri söun, en hitt aðvér höfum fyrir ekki löngu heyrt þau. Slíkir birð- ingar munu kosta í Noregi frá 1000 til 5000 spesíur, (eins og minnstu þiljuskip). Mundi það sannast fá ár eprirað slík flutningsskip kæmust hér á, að menn færu að spyrja forviða: „því komst þetta ekkiá fyrri?“ Sé tíminn nokkrsstaðar peningar! þá er hann það á sumrin hjá oss, en hve ógrynni fjár missa menn ekki fyrir tíuia- tafir við alla flutninga og kaupstaðarferðalög kringum land þetta, að vér ekki tölum um útslit og armæðu. pví miðr efum vér að stórtíðindi þessi séu sönn eða annað enu skálda- ýkjur og ef bezt léti, spádómssaga. Hvernig getr það átt sér stað, að irienn, sem enga s k ó 1 a hafa á þessari tíð, eigi gufuskip? Hver á að reikna út hag sinn og sóma meðan engin er menntunarstofnunin? Ritst. (A ð s e n t). Herra ritsjóri! hafið þér heyrt það? að Sunnlending- ar séu staðráðnir í að ganga f hlutafélög til að koma upp vinduspilum (5—6rd. hvert) eins og ísfirðingarhafa til að vinda með skip sín uppá malarkampinn? Ingjaldr í skinnfeldi. — eScemundr Fróði«, hið nýja tímarit dr. J. Hjaltalim. Yér viljutn alvarlega minna landsmenn á að kaupa og lesa rit þetta, eins og annað, sem þessi hinn ljöllærði og fjörmikli höfundr gefr út viðvíkjandi heilbrigði manna, búnaðarháttum og náttúru lands- i n s' Flestar greinir dr. H. vitna jafnt um lærdóm og fjölfræði, sem um ræktarsemi bæði til þjóöar og náttúru fóstrlandsins. pess konar menn eru í öllum vel- menntuðum löndum taldir með hinum beztu. pó þessi merkismaðr sé enn þá ern og hraustr, ættu ár hans að minna oss á, að hann lifir ekki nema einusinni, heldr cn Sæmundr fróði og annað mannval, sem lifað hefir landinu til blessunar. — Séu góðar bækr gefnar út, er manns fyrsta skylda að kaupa þær, þegar þeir, sem vit hafa á, mæla með þeim, og siðan sjá um að þær sem allra fyrst verði til uppbyggingar. Af þess konar ritum eigum vér ekki enn fieiri bækr en svo, að hver dugandi maðr ætti ekki einungis að e i g a heldr að v i t a þær allar. REIKNINGR yfir lekjur og útgjöld hins islenzlea B i b 1 í u f é lags frá 1. Júlí 1871 til í. Júlí 1872. Tekjur: Rd. Sk. 1. Eptirstöðvar frá fyrra ári .... 4229 72 2. Vextiraf skuldabréfum (d: 4 156 rd.). 166 23 3. Konungsgjöf................... 60 » 4. Fyrir seldar biblíur (Litr. a) . . . 40 • = 4495 95 Útgjöld: Rd. Sk. 1. fyrir prentun (litr. b)....... 1 43 2. eptirslöðvar: a, í skuldabréfum, móti veði og 4% arðberandi, lilr. c . 4297 rd. 40sk. b, óborgaðir vexlir, litr. d 95 — » — c, hjá gjaldkera . . . 102— 12— 4494 52 = 4495 95 Ileykjavík, 1. júlí 1872. Jón P)etursson. Reikning þennan höfum við yfirfarið, og höf- um ekkert við hann að athuga. Hallgrímr Sveinsson. Eiríler Briem. SIÍILAGREIN fyrir tekjum og útgjöldum hins íslenzka biflíufé- lags frá 1. Júli 1872 til 1. Júlí 1873. Tekjur: Rd. Sk- 1. Eptirstöðvar frá fyrra ári . . . . 4494 52 2. Vextir fallnir á árinu............. 164 30 3. Konungsgjöf........................... 60 Samtals 4718 82 Útgjöld : Rd. Sk- 1. Ýms smá útgjöld (fyigisk. I.) . . . 19 50 2. Eftirstöðvar: a, útistandandi skuldir . 124rd. 78sk. b, 4°/0 arðberandi skbréf 4357 — 40 — c, hjá gjaldkera . . . 217— 10—4599 32 samtals 4718 ^2 Reykjavík, 1. Júlí 1873. Jón Pjetursson. Reikning þennan höfum við endrskoðað, höfnm ekkert við hann að athuga. Hallgrimr Sveinsson. Eiríler Briem.

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.