Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 2

Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 2
— 102 — ná ekki að, sem er, að næra þjóiíkaman innan frá með allskonar framförum lífs og sálar. íslendingar! vér höfum harðindi og bágindi við að stríða. Nú vel: fáum oss jafnvægi hið innra, andlega fullkomlegleika dugnaðar og dreng- skapar, sem einmittlifa af þrautunum. Land vort var ekki skapað fyrir bleyðimenn, heldr fyrir hetj- ur. og herðimenn. Forfeður vorir fundu ósjálfrátt að þeir þrifust ekki nema á hörðu landi, enda þótti þeim land þetta ástundum of mjúkt, settu til hafs og lögðust í víking. Nú leysa menn landtog fyrir aðrar sakir. Vér höfum fengið miklar réttarbætur: fyrst svcitalög, og póstgöngur miklu betri en áðr, og nú í sumar fáum vér stjórnarbót vora. fetta ern framfarir og þiggjum þær þakklátlega, og þó lióg- lega, því ekki er auðvetdara að gæta fengsins fjár en afla, enda eigum vér enn nokkurn hlut af frelsi voru í sjóði. Þetta frelsi, sem vantar, eig- um vér undir sjálfum oss. Harðstjórn þurfum vér vart að kvíða úr þessu, ef vér sjálflr erum lifandi og vakandi, og sköpum oss hana ekki sjálíir. í von um vinsæld fyrir blað þetta, og einkum í von um sigr hins góða í framtíðirini, skulum vé snúa þessu ávarpi upp í sumar- og þjóðhátíð- ar ósk: Gleðilegt sumar, íslendingar! ] sumar egum vér að minnast fslands liðnu 1000 ára! í sumar egum vér að meðtaka stjórn- arbót! Hér er tvennt, sem gjörir árið merkis-ár og sumarið gleði-sumar; hér er tvennt, sem ekki heflr áður borið til í sögu vorri, tvennt, sem sjaldan skeðr, tvennt, sem snertir hvert hugsandi hjarta á landinu: hin umliðnu 1000 ár með endrminn- ingunni, og stjórnarbótin með voninni. Fortíð og framtíð kalla nú jafn-hátt til vor. j>etta sumar á þjóð vor í andlegum skilningi að halda heilagt; tíminn er helgitími, Drottinsdagr sögu vorrar; nú er vor vitjunardagr: nú eigum vér að vera trú- menn og minnast leyndardómauna, er byrja og enda lífið, minnast guðlegrar forsjónar. Þetta sumar er oss erfidagr hins umliðna, sem leiptrar yflr gröf endrminningarinnar, það er fagnaðardagr hins ókomna, er signir vöggu framtíðarinnar. Sör- hver sem finnr krapt liðinna og komanda alda hreifast ( hjarta sínu, hann minnist nú hins helg- asta og bjartnæmasta, er snert hefir vort vitund- arlíf, sem Guðsorð, Móðrorð og Lífsorð. í ár eig- um vér allir að vera samlyndir brœður og sgstur, því nú minnumst vér blóðskyldu þjóðfélags vors, samskyldu og samréttinda vorra til einna samerfða, er heita framför og fullkomlegleiki; nú eigum vér alllir að vera ungir, gleyma hinni gömlu ástartölu, og minnast þess að vér erum allir á fyrsta ári nýrrar framtíðar. Spaltir og prúðir skyldum vér vera, því ekki skal nú glensöl drekka, heldr erfi göfugra foreldra. Vér erum kynbornir menn, og frægastir sakir ælternis. Blessuð sé minning vorra ágætu feðra og mæðra, og gefi auðnan oss að halda svo erfihátíð þeirra í sumar, að hennar, þeirra og vor verði minnst hin næstu 1000 ár! Nú er nýársdagr vors þjóðlífs, tökum nú rétt við tímanum, stöndum nú beint fyrir ljósi hins nýja dags, og liggjum ekki í skuggunum. Stofnum um allt land fyrirtceki, sem getur borið ávöxt í fram- tíðinni fyrir allt landið! Tírninn er duglegr bú- maðr: einn eyrir verður stórfé í hans höndum á 1000 árum. Iijósi hver sveit nefnd manna til stjórnar og umsjónar sjálfri hátíðinni, og höldum hana í tvo daga! Iíorni konungr vor, eða krón- prinz, skulum vér fagna honum á Dingvelli. Tökum drengilega við sljórnarbólinni; lnin er að vísu ekki ófullkomin, eu henni má breyta með tímanum. Minnumst með rækt og kærleika kornmgs vors: honum fól forsjónin á hendr að fá oss aptr meiri hlul þeirra réttinda, sem feður vorir létu toga úr höndum sér. íslendingar! verum samluiga í snmar, og sýn- um almennan, fagran, vitran og stilltan þjóðernis- krapt: Vér búum ekki lengur á «hala veraldar* ; þjóðirnar hafa færst nær oss, framfara-öfl tímanna dynja upp að ströndum vorum, bergmála frá dölttm vorum, óma ( Ijóðum skálda vorra. Það er tekið eplir oss : orð vor og verk eru skrifuð upp, mæld og vegin, hvorki heiðr vor né vanvirða dylst; nú störfum vér ekki lengr ávaxtarlaust, nú þurfum vér ekki lengr í vind að höggva; nú er uppskorið sama dag og sáð er, móli því sem áðr var; nú er framfarartíð, kapps- og metnaðartíð. Ileimska og hleypidómar, deylð og sérplægni, þolist nú ekki; þvi er steypt úr hásælum með harðstjórunnm og hætt og hrakið út úr löndunum. Nú er dómstíð'- í sumar sjá aðrar þjóðir hvort vér erum verðir að heita þjóð eða ekki. Tíminn er stuttur, vér eruni erum fámennir og strjálir, oss vanta auðæíi og öfl ríkra þjóða. En lítið má laglega fara, og mik' ið verðr ekki af oss heimtað. Notum að eio» timann vel; * tímanum og af honum verðum v^r fyrst dæmdir. Þessi sumartími flýgr skjótt og v^‘ með honurn; bráðum er hann horfinn með sjál‘a oss inn í musteri endrininningarinnar til feðra vorra og mæðra, en eilt verðr eptir, og það «rl1

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.