Þjóðólfur


Þjóðólfur - 04.05.1874, Qupperneq 5

Þjóðólfur - 04.05.1874, Qupperneq 5
— 105 — — SUMARDAGllliNN I. var haldinn hér með hádegissamsæti af hinum yngri mónnum, einkum námsmðnnum bæarins. Af eldri mönnum nefnum vér málafl.mann Jón Guðmundsson. Veðr var l»jart og kalt, og skein sumarsólin úr heiði yfir l'inn mjallhvíta fjallahring. Fór samsælið fram bæði skemmtilega og skörulega; drykkja var hógleg, 6n «málstraumr af minnisbergi» draup drjúgum. "Meðal minnanna skal einkum geta Islands. Var ^yrst kvæði sungið eftir Gest Pálsson. I’ví næst mælti málaflutningsmaðr Jón Guðmundsson fyrir skálinni. Kvaðst hann sjá, að ekki væri ætlan samsætisins að tala um aldamótin sjálf. — t’að biði enn hátíðlegra tækisfæris; vildi hann í þess stað minnast þess, að nú væru 3/a þessarar aldar liðnir. Bað hann menn að minnast, hvernig þessi öld hefði tekið við af hinni 18.; kallaði þau alda- mót «eyðileggingarinnar og foreyslunnar tímamót öllum öðrum fremr», og benti einkum á afnám alþingis og umturnan stótanna. Kvaðst hann hafa þá sannfæringu, hvað sem aðrir segðu, að með þessari öld hefði runnið íslands vitjunardagr. «En hvað getum vér bent á, sem framfarir, siðan þessi öld hófst? Eg skal fúslega játa að framfara sporin sé ekki öllum glögg, en vibleilninnar eru það. Svo langt er komið, að vér viljum nú eiga utkvœði sjálfir, sjá um vora hagi sjálfir, basla sjálfir. Verzlun vor er nú laus. Skólar komnir í belra horf. Tvær næstliðnu aldir náði tala lands- aúa ekki 50,000; 1787 var hón 39,000; 1825 var hún 50,000, og nú erum vér 70,000». Siðan talaði hann um endrreisn alþiugis og frelsis vors gegnum það stríð, «er ekki hefir slíkt verið háð síðan á Sturlungaöld», og kvað hann að vísu fnikið unnið þótt ekki væri allt fengið. Til merkis um vakin vilja landsmanna, taldi hann og það, að létu menn ekki útlenda stinga upp á því að flytja 'ýðinn eins og fénað burt af landinu, eins og 8iört var ráð fyrir á fyrri öld, heldr finna menn Það upp sjálfir «og hefja veslrferðir». "Framfara- Sutan (kvað hannj er byrjttð og lögð: «áfram!» h-allar nú fóstrjörðin til hinna uppvaxariði. Hinir Sömlu eru nú að hnýga með 1000 ára öldinni, en 8agan hefir skrifað baráttu þeirra og nú er á J’ðar hraustu herðar lögð hin nýja birði tímanna, °g er nú svo mikið aðgjört að óvandari ætti yðr ®ð vera eptirleikrinn. — íslands skál!» L á r u s kandidat f r á H o f i mælti fyrir minni sum- arsins, og mæltist vel. „Allir fagna sumarkomutuii11, mælti barnið sem hlakkar til að tína hin fallegu blóm; sem langt er komin með vetrarforðann; náttúran L. sjálf, sem liggr í fjötrum frosts og kulda“. Síðan minnt- ist hann þess, að til er annar vetr og önnur óblíða, en sá vetr, sem nú væri að kveðja, að til væriöunur sumarblíða eu sú, sem nú byrji í hinni ytri náttúru, nefnilega í þjóð- lífi voru og ætti þar frelsið að vera hin sanna sumarsól. Að endingu óskaði liann, að sumar þetta með 1000 ára afmæli landsins, yrði ekki einungis gott sumar með liita, dögg og frjósamri árstíð, heldrogvor eða vlsir að andlegu sumri fyrir land og lýð. Mælt var og fyrir minni íslands andlega sumars, sumars í anda og hjarta þjóðarinuar, sumars í trúarlífi, og vísindum; sumars í heimilislífinu, stjómar og búnaðar- lífi. þess konar sumar hef ði sinn i 1 og birtu s í n a, — sína fegurð og sína gróða fyrir haust og vetr. „Hvert sumar hefir sína andlega uppskeru, og ekkert væri yndis- legra en á friðsælu liaustkvöldi að skoða hinar andlegu kornhlöður fylltar þeim auði, sem lætr oss ekki einungis gleyma söknuði eptir sumarið, heldr hlakka tii vetrarins. Ef hin sýnilegu sumarfrækornin eru í fyrstunni smá en geta þó orðið stór, og ef þau þurfa til þcss, ekld einung- is sólarinnar blessunar, heldr og mannanna aðlýúkrunar, þá gildir hið sama um hinar andlegu smáplönturnar. Hið andlega líf er sá Eden, sem hver upplýst þjóð er kölluð til að yrkja og vakta“. J ó n stúdent f r á M o 1 u m mælti fyrir minni frænd- þjóða vorra Dana, NorðmannaogSvía. Tók hann fyrst fram það land er oss lægi næst, og vér ættum að þakka upp- runa vorn, mál og fiestar sögulegar menjar. Hann gat þess um leið, að skylduleiki vor við Vestmenn, Skota og Ira, mundi frá upphafi moiri vera, on menn venjulega tækju fram. NokkuÖ af vísindum vorum væri og þaðan komið. Fann hann það að Norðmönnum, að þeir hafi mjög svo „reynt að draga af oss, en eigna sér, heiðrinn fyrir hin fornu vísindi vor“. En Dönum bar hann á brýn „ótilhlýðilegan ágang í vorum gömlu viðskiptum". „Svíar hafa hvorki gjört oss gott eða illt, en rétt skilja skáld þeirra fornöld vora“. „Samband við Norðrlandaþjóðir verðr oss eðlilegast, en þá verða þær að kannast við, að vér eriun sérstök þjóð, j a f n h 1 i ð a þ e i m, h i n f j ó r ð a þjóð Norðlanda. Samband vor allra verðr því að eins affarasælt, að engi hroki sér upp yfir annan, heldr vinni í bróðrlegu samlyndi að semeiginlegum framförum,,. — Embœtti vcitt: 12. Marz veitti kouungr rektorsembætti læröaskólans, yfjrkennara Jóni Por- kelssyni. Læknisembættið í Eyjafjarðarsýslu tjáist og veitt Þorgrími lækni Ásmundssyni frá Odda. Glaumbær er af konungi veittr sira Jóni pró- fasti Hallsyni á Miklabæ. Bæarfógetaembættið (Ileykjavík og Gullbringu- sýslu er veitt Lárusi Sveinbjörnson sýslum. í’ing- eyinga. — LÁT HELDRI MANNA: 19. Marz síðast- liðinn, andaðist á »Commune«-spítalanum í Kaup- rnannahöfn góðkunnr prestr íslenzkr, sira Vigfú? Guttornwon, frá Ási í fellum.

x

Þjóðólfur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.