Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 3

Þjóðólfur - 04.05.1874, Blaðsíða 3
103 arfar vorir, sem gjalda eiga vorar skuldir og verða skulu dómendr vorir, og þótt einnig þeir líði undir lok, þá er aptr eitt eptir og það eru vor verk\ þau bíða eptir nllsherjar dómi. Að svo mæltu boðum vér grið og guðsfrið J'fir land vort og lýð á þessu sumri! T í M A M Ó T. I. Sefr þú, sveinn og snót? Senn koma tímamót, Vaknið, ó vaknið af dvala: — Þey ! hvaða hljómr hár? Heyrið hvað þúsund ár Farandi fram hjá oss tala! Vaknið, þvf voða-gný Varð-eldar loptið í Hvæsa frá háfjalla rótum 1: Hér er ei heilt um grið; Heyrið og annan klið: Hafið oss hrynr að fótuui. Hvað lýisr himingöng? Hver ræðr þessum söng? Sitr á gullskýi Saga; Bragi við hennar hlið, — lilustið á fagran klið Hrynjandi, himneskra laga! Nú handa nýrri öld Ný hefir sagna spjöld, Gyðjan sér tekið f tfma ; Hvflir við Fjölnisfeng Fingr á gullinstreng, Bragi, sem búin sé ríma. Sefr þú, sveinn og snót, Senn koma tímamót, Vaknið, ó vaknið af svefni j Saga við sólar dyr Sitr og frétla spyr, Bragi þig biðr um efni 1 II. Hvað eru höpp og fár? Hvað eru þúsund ár? Alvizku hlutfalla hljómr, En hvorkl álög sterk Öriög né kraptaverk: Sagan er sjálfskapadómr. Allt hefir eðlis-lög, Aldir sem hjarta slög, Allt er af skynsemi ofið; Heimslcan er heimsins raun, ____ Heimskan á slysa laun, ___________________ 1) Þegar þet.ta var ort, voru jarðöldar uppi. pá er í syndinni sofið. Forsjónin helg og há Hefir hér jörbu á Frjálsræði og skynsemi skapað; Hver sem því hefir gleymt, — Hégiljur aðrar dreymt, — Hefir frá ákvörðun hrapað. Upplýsing er vort líf, Upphygging, frelsi, hlíf, Undir Guðs alstjórnarráði; En þótt í þúsund ár porni ei blóð né tár Uppsker hver eins og hann sáði. III. Upp upp, þú, íslands þjóð! Upp maðr, kona, jóð, Hætt þú að horfa til baka: Hvað sérðu? Hrygðar kjör. Hvað sérðu? Apturför. Láttu nú sjálf til þin taka. Hvað sérðu á horfti’ri öld? Heimskunnar skuggatjöld Eltandi sannleikans sólu. Meir vinnr menntuð hönd Mánuð, en vorri strönd Eymdin og þúsund ár ólu. Hvar sérðu heilan garð? Hvar serðu mikinn arð pjóð! hinna þúshundruð punda? — Ó, þú vor ættarfold, Átt þú í dauðri mold Arð þinna ábyrgðarstunda? Eigi sitt óskert hrós Allir, sem voru ljós íslands á vetrarbraut alda; Hann sem veit hulin rök Hinna skal dæma sök: Síðast mun sjálfs sín hver gjalda. IV. Cpp upp, þú íslands son! Ástbundna tímans von, Áfram! og efldu þig sjálfr; í þér býr andi stór, — Eilífra krapta sjór, — Enn ert þú ei orðinn hálfr! Dunar nú himinn hár, Hart stíga þúsund ár, Aldirnar út frá þér renna: Kjörin sín köld og blíð Kynstofn þinn Ianga tíð Þakka skal þér, eða kenna. Dunar frá Dvalins heim, Dísirnar fara á sveim, Dynja nú dvergar í steinum,

x

Þjóðólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðólfur
https://timarit.is/publication/72

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.