Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 1

Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 1
LAIVZTÍÐmDI. 1§51. 3. Ár 1. Febrn'jar. 38. og 39. Frnmvarp til píngskapa á pjóðfundinum, er lialda á í Reykjavík sumarið 1851. (eptir amtinann P. Melsted). (Framhald). 24. gr. Sjerhver þírigmaður er skyldur að hlýða úrskurði forseta um við- liald góðrar reglu. Hafi einhver þíngmaður verið tvisvar áminntur á sama fundi, má for- seti stinga upp á því við þíngið, að honum sje öldúngis hannað að tala á þeim fundi. Skyldi almennari óregla eða háreysti koma upp, á forseti að slíta fundinum annaðhvort um stund, eða öldúngis í það skipti ef þörf gjörist. 25. gr. jjíngið má ei leggja úrskurð á nokkurt mál nema f þíngmanna sjeu viðstadd- ir og taki þátt í atkvæöagreiðslunni. 26. gr. Öll mál nema þau sem um er getið í 18. og 33. grein, skal út kljá með atkvæða- fjölda. Forseti gefur ei atkvæði. Til allra kosnínga þarf meír en helmíng atkvæða og fram fara þær eptir 2. gr. hjer að framan. Sá kosníngarseðill er ógildur, sem fleiri eða færri nöfn ern rituð á en kjósa skal. 27. gr. Forseti ákveður, hvernig spurníng- um skal haga, nær þíngið skal skera úr þeim. jþó mega lOþíngmenn kreQast, að þíngiö á- kveði þetta, þegar forseti og einn af hinum 10 þíngmönnum eru búnir að ræða það hver um sig einusinni. 28. gr. Atkvæðagreiðslan fer fram á þann hátt, að þíngmenn standa upp eða sitja kyrr- ir og skal þetta reyna tvisvar, svo að þeir er í fyrra sinni sátu, skulu standa upp í seinna sinni, en hinir þá sitja. Skrifararnir skulu telja atkvæðin. Sjeu menn í óvissu um atkvæðatöluna, skal kveðja menn til at- kvæðagreiðslu upp hátt með því að nefna þá á nafn. Jiessa meiga einnig 10 þíngmenn krefjast áður atkvæði eru greidd og skal rita nöfn þeirra í þíngbókina. 29. gr. Gjörðir þíngsins skal prenta í tíð- indum, sem til þess eru gjörð og skal forseti og skrifarar ráða lögun þeirra; 30. gr. Jú'igið skal halda i heyranda hljóði. jþó má forseti eða 10 þíngmenn kreQast þess, að tilheyrendunum sje burtu vísað. Jíngið úrskurðar þá, livort málið skuli ræða í heyr- anda hljóði eða einslega fyrir læstum dyrum. 31. gr. Forseti fyrirskipar, hvernig þeir, er vilja, fái hlýðt á þíngræðurnar. Tillieyr- endurnir eiga aö gæta góðrar reglu og forð- ast tal og allan hávaða. Sje þessa eigi gætt, má forseti láta vísa þeim á dyr, er út af breyta, og, ef þörf gjörist, læsa þíngstofu dyrunum. AthugaS. við frumv. eptir höf. ('framhald). Við 25. gr. I þíngrégtum lyrir ríkisþíng Dana er ákveðið, að fella megi úrskurð um málefni nieð alkvæða- fjölda, þó ei sje nema helmingur þingmanna á fundit en hæði virðist þetta veia nokkuð hæpið og lika'hafa al- þingismenn vorir sókt svo rækilega þíngfiindi híngað til, að óþarfi virðist að gjöra ráð fyrir, að færri muni verða á fundi en J allra þingmanna, eða leiða slíkt í lög. Við 27. gr. Af ákvörðun greinar þessarar leiðir, að forseti verður að leggja fram atkvæða Iistann á undan fundi þeim, er atkvæðin skal greiða á; enda er slíkt nauðsynlegt (il þess þínguienn geti haft nægan tima til uin- hugsttnar, hvernig þeir skuli grpiða atkvæði og nægilega áttað sig í spurtiingunnm. jþó er þetta ekki þannig að skilja, að atkvæðalistinn eigi að vera í spurninga formi, því slíkt er mjög illa til fal-lið; heldur verða atkvæðin að eiga við frumvarpið, sem ræðt hefiir verið og greiða á atkvæði um.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.