Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 6

Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 6
162 menn þurfa ekki annaft en taka mokl í hatt- inn sinn og hreinsa hana í vatni til að fá nokkurt gull. Jó þetta sje ótrúlegt, þá er það þó satt; en af því mega menn þó ei clraga þá ályktun, að þeir verði allir ríkir, sem auðn- ast að ná til þessa fyrirheitna Gózenlands. £0 gröfturinn sýnist ekki vera undirorpinn sjerlegum erviðleika nje tilkostnaöi, fer það þó þar eins og annarstaðar, að menn ekki auðgast nerna með sveita síns aWllitis og með því að leggja liart á sig og fara margra góðra hluta á mis. í íljótu bragði þykir það hægt verk að grafa gull úr jöröu með rekuspaða, en þegar á herðir og menn eiga að taka til verksins, segja skilið við vini og vandamenn, lifa í klettaskorum, saman við byrni, úlfa og óargadýr og það sem verra er saman við strokna óbótamenn, þá láta margir hugfallast. 5að er líka býsna mikið erviði fyrst að moka mold upp í tunriur og bera þær síðan lángar leiðir á bakinu til aö hreinsa hana i brennandi sólarhita. Sjeu menn ekki vanir við vinnu, hve hraustir sem þeir að öðru leyti eru, þá missa þeir líf og heilsu í námunum, en þar á mót safna þar sumir allt að 50,000 rbd. á farra vikna fresti, en þetta eru optast nær annaðhvert stroknir sjómenn eða liraustir bændamenn. Kalífornía, bæði hin efri og neðri, hefur verið undirorpin elds umbrotum. Bakkamir hjá Sacramentós fljóti eru sljettir og settir skógarrunnum, en þegar lengra dreg- ur frá, er “Iándið fullt af misháum uppmjó- um hólum nreð sundum og drögum á milli. I öllum þessum sundum eða dalverpum, sem Sacramentós fljótið ár hvert flóir um, er hinn svo kallaði voti gröftur (tlie rvet diyginr/s); moldin er hrist á grind, sem kallast vagga (crcidle) eða í tinskál. Ágóð- inn er viss, hann er að meðal tali 12 specí- ur dag hvern; en þá veröur líka að v'inna með meira kappi en nokkurstaðar annarstað- ar í veröldinni og menn» verða að láta sjer lynda að fá ekki annað en gruggugt vatn að drekka og dálítið af fleski og hveiti brauði að borða. Uðruvísi er þessu varið við hinn svo kallaða þurra gröft (dry digginys). 3?ar vinna menn með reku eða hvössu járrti, sem höggvið er með þegar búið er aö ryðja gröf- ina og taka jarðlagið burtu, sem skjaldan er þykkra en 4. fóta. Ágóðinn er hjer ekki eins viss, en hann getur orðið lángtum meiri. Menn vinna hjer opt heila daga án þess að finna gull, en þegar minnst vonura varir rekast menn ofan á gullhnetti, sem geta numið 1200 rbd. og stundum meiru. Jað litur svo út sem þessir gulibuettir hafi einhverntíma í fyrndinni oltið ofanaf hólunuin i stórrigning- um og orðið fastir milli steina; þeir eru allir máðir á röndunum, sem sýnir, að þeir hafa lengi oltið. Setji menn, að þeir sein vinna í námunum, sjeu 200,000, og hver ávinni sjer daglega 12 specíur, þá verður daglegur ágóði 2,400,000 specíur, en svo mikill er þó ekki ávinningurinn í raun og veru; því Qöldiþess- ara nmnna er mjög gefinn fyrir áfenga drykki og undir eins og þeir eru búnir að innvinna sjer nokkur hundrnð dali, þá hætta þeir að vinna uin stund og drekka í inarga daga samfleytt og sýkjast út úr því, og má ekki kenna það loptslaginu þar, heldur óregluleg- um lifnaðarhætti þeirra. Loptslagiö þar er ekki óheilnæmt og í San - Francisco er svo kalt, að menn verða aö gánga í ullarfötum. Verkamenn ]iar eru vanir að vera í ullarpeis- um rauðum eða bláum og buxum úr grófu klæði eða ljerepti. (Frauihaldið síðar). A ð s e n t. B « ð v a r og Á s t a, (saga frá 10. öld). Aður en vjer byrjum *ögu vora, ætlum vjer að segja lesendunuui frá þeim vankvæðum á lienni, sem oss hefur fundist örðugast úr að ráða En það eru þau vankvæði, að vjer höfum hvergi í hókum fundið þeirra manna getið, sem sagan er um og vitum því ekki, hvar þeir áttu heima, eða neitt um ættir þeirra. Jað eina er víst, að sagan er sönn og hefur hnn annað- hvort myndast í skáldskaparanda þjóðarinnar, eins eg margt annað, cða hún á sjer að minnsta kosti rætnr í lifi einhverra manna, seui nú eru gleymdir. En oss stendur á sama hvort heldur er, því sagan inissir ekk- ert af fcgurð sinni njc fróðleik við það, þó nokkur vafi sje á henni sein viðhurði og vjer horfum ekki í að gefa mönnunum og stöðunuin, sem þar er getið um, þau nöfn, sem oss detta fyrst í hug. Vjer skuluui þar á mót ekki hreyta þræði sögunnarí neinu, nje af- baka hana, heldur segja hana einsog vjer liöfum heyrt hana og fara svo nærri sömu orðunum, sein oss er unnt. Vjer hirðum ekki að nafugreina þá, sem hafa

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.