Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 4

Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 4
160 2, 23. september, í sakatnáli ekkjunnar Jóhönnu Guölaugsdóttur úr Norðurfungeyar- sýslu, er ákærð var fyrir fósturniorðstilraun og barnfæðíngar ltilmingu; hún var dæntd sýkn, en skyldi þó borga allan af sjikinni löglega leiðandi kostnað. 3, sama dar/, í lausamennskuináli Magn- úsar Magnússonar úr Rangárþíngi; var hann dæntdur sýkn, og skyldi hið opinbera borga allan kostnað af ntálinu fyrir báðum rjettum, bæði landsyfirrjettinum og eins undirrjettin- urn. • 4, 25. nóvember, var sögð upp ályktun í sakantáli Helga Jónssonar úr Rangárþíngi, er ákærður hafði verið utn þjófnað, og beiðst nýrra skýrteina úr hjeraði, er vanta þóktu til þess, að fullnaðardóinur yrði lagður á málið. 5, 15. desember, var sagður upp dómur í máli Pjeturs Jónssonar í Norðtúngu, gegn bændunum Jóni Sæmundarsyni á Hamri í þverárhlið, Haldóri Bjarnasyni á Litlugröf og Jóni Magnússyni í Arnarholti. Var málinu frá vísað, og stefnandinn dæmdur til að borga fyrrtjeðum bændum 25 rbd. í málskostnað við landsyfirrjettinn. 6, sama dag, í sakamáli Jóseps Jóns- sonar úr Dalasýslu, er ákærður hafði verið -fyrir þjófnað og strok; var hann dæmdur til tuttugu vandarhagga refsíngar. Hvað endur- gjald liins stolna og málskostnað í hjeraði snerti, er undirdómarinn hafði dæmt hann skyldan að lúka, var hjeraðsrjettardómurinn staöfestui'. Eins skyldi hinn ákærði greiða allan af skýrskotun málsins til landsyfirrjett- arins löglega leiðandi kostnað. 1 Gulllandið Kalífórnía. Höfuöborgin í Kalíforniu heitir San- Francisco. Fyrir þrem árum voru þar ekki annað en hjer um bil 20 smá-kofar ljótir og lítilfjörlegir; nú er þar kominn mesti húsa- fjöldi, bæði úr steini og timbri; þar er búið að byggja samkomu hús fyrir kaupmenn, gleðilfeika hús og kyrkjur fyrir alla kristna trúarbragðaflokka; húsin eru hvít að utan cöamáluð ogstræti bæjarins þráðbein. Beggja megin við borgina lángsetis með sjáfarströnd- unum er slegið upp tjöldum svo lángt sem augað eygir; tjöldin mynda nokkurs konar bæ sjer í lagi og er hann hálfskrítinn. I þessum tjöldum eru aðkomumenn úr ýmsurn löndum, bæði Kinverjar, Malajar og allra handa óþjóða liður, sem fyrir skemmstu átti aðsetur á eyunum í Kyrrahafinu og kom frá Botany-Bay. 3?essir menn hvíla sig í tjöld- unum um stund áður en þeir fara til gull- námanna; en margt af því eru mórðíngjar, þjófar og ræníngjar, sem guðleg rjettlætis hönd enn hefur ldíft við hegníngu. Á stræt- unum í sjálfri borginni er allt í uppnámi, þar er einlægur is og þis, Jilaup og háreysti; ó- teljandi vagnar keira þar liver um annan þveran, rekast hver á annan og skipta sjer ekkert af, hvað fyrir þeim verður. Jó menn úr öllum heims álfum og öllum löndum sjeu saman koinnir í San-Franciseo, þá eru þó Vesturheimsmenn þar fjölmennastir. í lögum Vestúrheinismanna er hverjum rnanni leyft að hafa þann atvinnuveg er hann vill og því ber þaö opt við, að sami maðurinn hefur marga atvinnuvegi í senn og verzlar með allrahanda varníng. Jað má óhætt fullyrða, að verzlunarfulltrúarnir í San -Francisko draga sjer hálfan ágóöa af hverjum hlut, er þeir selja; en þeim til afbötunar má segja, nð þeir liafa mikin tilkostnað; bæði eru rnatvæl- in þar fjarska dýr, svo að eitt egg opt kost- ar nálægt 2 rbd. og ein kartafla 80 sk., og líka er húsaleiga þar frá 50,000 rbd. til 100,000 rbd. um árið, og mörg hús eru þar leigö fyrir 300,000 rbd. um árið, þó ótrúlegt sje. 3>aö sem kemur fasteignum í San-Frau- cisso í svo óvenjulega hátt verð, ersáspila- húsafjöidi, sem þar er stofnaður. jþað er eins og allir spilamenn úr Parísarborg og Lundúnaborg, úr Berlínar og Vínarborg hafi mælt sjer þar mót. Jafnskjótt og eitthvert hús er að fá til leigu, þá fá menn það til að 1) Ástaeður fyrir þessum dómum eru lijer ekki prenlaðar og kemur það bæði til af rumleysi i blaðinu, og þó sjer í lagi af því, að jeg hefi nýiega fengið að vita, að dómendurnir í lanzyiinjetlinum hafa í hyggju sjálfir að birta lanzyfirrjettardómana á prenti með ástseðum og öllum inálavöxtum. Rilst.

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.