Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 5

Lanztíðindi - 01.02.1851, Blaðsíða 5
161 spila í, hvað sem það kostar. í San-Fran- cisco eru nú sem stendur meir en 100 þess háttar spilahús, sem á hveiju kveldi eru full af allra handa og allra landa kvikindum, strokumönnum og stórbrotamönnum frá Sand- víkureyunum, Kína, Malaieyunúm, o. s. frv. 5að er ekki svo ófróðlegt að kynna sjer þessi spilahús á kveldin kl. 8; fyrir utan dyrnar stendur múgur og margmenni, sem er að troðast inn; af ákafanum að komast sem fyrst að spilaborðinu, koma upp áflog og illdeilur; en í stað þess að slíkar þrætur leiða annar- staðar til barsmíðis og hnefahagga, þá stínga menn þar með knífum og skjóta hver annan með pístólum. Jegar menri nú loksins kom- ast að spilaborðinu, spretta þeir frá sjer leð- urbeltum sínum og taka þar út úr gullhnetti, fá þá síðan forsetanum, er vegur þá og gef- ur þeim peninga í staðinn. Siðan er farið að spila og er það optast vant að fara svo, að rnenn missa þar á einni rióttu í spilumallt sem þeir í marga mánuði hafa með fyrirhöfn og erfiðismunum unnið sjer iun í gullnámun- um. Fólksfjöldinn í San-Francisco eykst dag frá degi, þvi þángað sækja menn sjóleiöis úr öllurn áttum. jxingaö eru komnir næstum því allir hvítir menn frá Sandvíkur eyunuiri, frá Viti og Fiðgi, Nýa Zelandi og Siðney. Allur þessi mannfjöldi er á surnrin í gull- námunum, en kemur tilbæjarins undir eins og vetrar. Á sumrin eru ekki aðrir í bænum en verzlunarmenn, skipstjórnarmenn og þeir sem búnir eru að safna sjer nolíkru gulli í námunum og snúa nú aptur til að spila út fjármunum sínum eða drekka þá upp. Jar er mjög fátt um kvennfólk; þó er það alltaf að íjölga oglieilirskipsfarmarafúngumstúlk- um koma við og við frá Lundúnum og Par- ísarborg; fyrst framanaf áræddi engin al- mennileg stúlka að gánga þar um göturnar; en síöan Ameriku menn fengu þar yfirráðin, getur enginn hegníngarlaust veitt nokkurri konu óskunda. Á ineðal verzlunarmannanna í San-Francisco eru margir, sem áður liafa átt ervitt uppdráttar; þángað hafa safnast all- ir gjaldþrota menn úr Nýju-jórvík, og allir sem vegna skulda hafa orðið að stökkva það- an. jjjófnaðijr er furðanlega skjahlgjæfur í San-Francisco; þó varníngur úr öllum heims- álfum liggi þar aö kalla gæzlulaus, ber það næstum því aldrei við, að af honum sje stol- ið; þar þykir meira ódæði að stela en að reka menn í gegn eða skjóta þá, og sá sem bæri við að stela þar, yrði á vörmu spori drepinn. Nú er þó farið að setja þar dómendur og komast betra skipulag á rjettargángin en fyrst framan af, því þá var dómarinn vanur að skipa að hengja livern þann sem ákærður var um einhverja sök, hvort heldur mikið eða lítið var í hana varið. Nú er þar ko.min á nokkurskonar lögreglustjórn. J>að telst svo til, rið á hverjum degi koini 2000 manns sjó- leiðis til Kalíforníu. Menn þekkja þar amerí- könsku skipin á því, að skipverjar .eru vanir að kalla þrisvar sirinum : húrra! þegar þeir hafna sig. Daglaunamenn geta áunnið sjer þar 150 spesíur á mánuði, en járnsmiðir og trjesmiðir þaðan af nreira. Jar þjónar hver sjálfum sjer, því þó rnenn eigi margar tunn- ur gulis, verða þeir opt sjálfir að bursta stíg- vjelin sín og gjöra ýmisleg vinnukonuverk. Jað er lítt mögulegt að segja, hvaða varníng bezt sje fyrir verzlunarmenn í Norðurálfunni að senda til San - Francisco, því fjarlægðin er svo mikilj að ekki má vita nerna þar sje nóg fyrir afþeirri vörutegund, sem hjeðan er send, þegar skipið loksins kemst þángað. iþó þar sje eyðt óvenjulega miklu af sumum hlutum, þá er aðflutníngurinn að því skapi mikill úr öllum áttum, ekki einúngis frá Bandarikjunum í Vesturheimi og frá Norður- álfunni, heldur og frá Kína, Manilla ogSiðney. En gángi ekki vörurnar út í San -Francisco, þá er ekki hægt, að selja þær annarstaðar þar í grend. Allt er þar enn undir heppninni komið. I gullnámunum er nú allt með kyrð og spekt; Frakkar, Englendíngar og Vestur- heimsmenn grafa nú hverjir við hliðinaáöðr- um í mesta bróðerni. Standi reka stúngin niður hjá gröf, þá merkir það, að sú gröf er annars manns eign «og gánga nrenn þá þar frain hjá og leita fyrir sjer að nýjum stað. Opt heyrist það, að óvenjulega mikið gull sje að finna á einhverjum stað; strax þjóta menn þá þángað, en láta sjer lynda að grafa rjett hjá þeim, sem fyrstur tók þar gröf, en leyfa honum ekki að stækka gröf sína. Hvar sem menn stíga fæti sinum niður í Kalíforníu, þá er þar gull fyrir í jörðunni og

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.