Lanztíðindi - 10.02.1851, Blaðsíða 2

Lanztíðindi - 10.02.1851, Blaðsíða 2
166 burðarbrjefið skal siðan rita í prófbókina, og staðfest eptirrit f)ess skal senda tilsjónar- mönnum prestaskólans. Prenta skal á ári hverju stutta skýrslu bæði nm aftlrif prófsins og alla tilhögun á kennslunni. 12. r/r. Einkunnir guðfræðinga frá háskólanum í Kaupmannahöfn, og prestaefna úr presta- skólanum skulu gánga jafnhliða þannig: í háskólanum: í prestaskólanum: laudabilis . ........jafnt afbragðs einkunn; haud illaud. primi gradus— fyrstu einkunn; haud ill. sec. gradus — annari einkunn; non contemnendus — þriðju einkunn. 13. r/r. Prestaskólinn, sem eptir ákvörðun sinni er æðri menntunarskóli handa prestaefnum á Islandi, er vísindastofnan sjer í lagi og að öllu leyti út af fvrirsig. Prestaskólinn skal vera undir yfirumsjón stiptsyfirvaldanna, en öll nákvæmari umsjá skal falin forstöðumanni prestaskólans á liendur, hann skal og stýra kennslunni, og eru honum til aðstoðar í kennslunni settir 2 fastir kennarar. * jiar oð auk er stiptsyfirvöldunum gefið vald til, að taka timakennara tíl að halda fyrirlestra í kyrkjurjetti, og saungkennara til að kenna prestaefnunum að tóna. Gulllandið Kalífornía. (Framhald). Mesturhluti innbúa Kaliforníu eru VestUrálfumenn, en að jieim undantekn- um erþar engiu þjóð eins fjölmenn og Frakk- ar. I fyrra voru þar hjerumbil tíu þúsundir Frakka, sem flestir hafa fengið gott uppeldi og vegnar þar því vel; þeir eru hófsamari en Vesturálfumenn og Englendingar, en hafa þar ekki færi á að falla til þeirra lasta, sem . þeir eru mest hneigðir fyrir. Annars fylgir auðurinn hjer eins og annarstaðar, ekki þeim, sem ablar mikils, heldur hinum, sem eyðir litlu. Ameríkönsku kauþmennirnir þreytast aldrei á að hæla vörum sínum og það er furð- anlegt að heyra, hve lægnir barnúngir kaup- menn frá Nýju-Jórvík, sem hafa tekið sjer bólfestu í San -Francisco, eru í að koma út varníngi sinum, og með hvílíkri málsnild þeir geta talið honum allt til gildis. jþess er áð- ur getið, að þeir græða mest í Kalíforníu, sem eru vanir við stritvinnu. í San-Francisco geta daglaunamenn fengið 150 spesiur um mánuðinn, matreiðslumeun 3—400 spes., en trje - og járnsmiðir lángtum meira. En þess ber vel að gæta, að rigníngatíminn byrjar þar seinast í desember-mán. og nær frammí miðj- an maí-mán., og allan þennan tíma má fá nóga verkamenn fyrir sárlítið. Ekki þarf fyr- ir því að óttast, að það muni taka fyrir gull- ið í Kalíforniu; ekki er heldur liætt við, að verðið á gullinu lækki, svo nokkru nemi, því þess meira verður eptirleiðis haft af því i allra banda srníðar, i skart og búsgögn og til giflinga bæði í stofum og annarstaðar. Auðmenn hafa híngað til haft borðbúnað sinn úr silfri, eptirleiðis verður hann líklega hafð- ur úr gulli.^ jáað er ekki ólíklegt, að verð á matvælum hækki nokkuð; en vinnulaunin hækka þá líka. . En menn liafa ekki enn fengið nóg skýrteini í hendur til þess að geta sagt með vissu, hvernig þetta muni fara. jþað má telja það vist, að ekki muni líða lángt um áður en farið verði að grafa eptir gulli í Suðurhluta Vesturálfunnar og að þar sjefullt af gulli eins og í Kalíforníu, þvi Spánverjar hafa þar að eins lauslega kannað efsta jarð- lagið. jþað er því óhætt fyrir Norðurálfubúa að halda áfram ferðum sínum til Kalíforníu i mörg ár enn án þess þeir þurfi að óttast fyr- ir, að gullnámurnar þar verði tæmdar. í Kalí- forníu eru bjer um hil 8000 af eptirkomendum hinna gömlu Spánverja, sem þángað eru komii- ir annaðhvort frá Mexíkó eða Perú; í fyrst- unni undu þeir illa yfirráðum Vesturálfubúa, en nú eru þeir farnir að sætta sig við þau síðan þeir allt í einu fengu þar auð fjár. Jessi spánverska ættkvísl er einhver hin fríðasta þjóð; karlmennirnir eru hraustir, há- ir og vel vaxnir; kvennfólkið er yndislegt, kolsvart á hár og hörundsbjart. Indian- ar, sem þar voru áður í uppgángi og komnir lángt í menntun meðan þeir voru undir yfir- ráðum jesúítanna, gjöreyðast nú bráðum, því þeir eru drepnir hrönnum saman og skotið á þá eins og villudýr. jþessi grimdarfulla að- ferð er að kenna Bandaríkjunum, sem ekki einúngis hakla mannsalinu áfram hjá sjer, heldur láta drepa Indíana miskunarlaust hvar sem þeir verða á vegi þeirra, og kemur það fyrir alls ekki, þó mannelskufjelög þau, sem

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.