Lanztíðindi - 10.02.1851, Blaðsíða 3

Lanztíðindi - 10.02.1851, Blaðsíða 3
1G7 hjá fieim eru stofnuð, mæli fastlega á móti þessu og þó það sje sagt í stjórnarskrá þeirra, að allir sjeu jafnir fyrir guði. Frakkar eru þeir einustu, sem hafa leitast við að mennta þær villuþjóðir á meginlandi Vesturálfunnar, sem voru undir þá gefnar. Innbúar Kalí- forníu eru nú orðnir eitt þjóðfjelag og næstl. suinar var Kalífornía tekin inní íjelag Banda- ríkjanna,, en hvaða áhrif þetta muni hafa á stjórnarskipun þeirra verður ekki enn með vissu sagt; svo rnikið er óhætt að fullyrða, að Bandaríkin munu draga svo mikin ágóða af Kalíforníu, sem verða má og að þau verða þó ekki ein um hituna, því að Norðurálfu- búar og sjer í lagi Frakkar, sem þángað eru komnir svo íjölda margir, geta líka haft mik- in hag af þessu larnli, sem náttúran hefur svo vel og ríkuglega gjört úr garði. Nýjar, upprjötrj anir. Fyrir skemmstu hafa menn fundið mjög merkilegar fornaldarleyfar í Mesópótamiu, sem liggur milli Evphrats og Tígris íljóta, og eru þar eflaust þær elztu forpaldarleyfar, sem getið er uin i sögum. Frakkneskur ferðamaður, að nafni Lavarö hefur nú fundið tóftirnar af hinni nafntoguðu Ninive borg hjá Tígrisfljótinu. Fyrst fann liann undir djúpu aurlagi hallir hinna fornu Assyríu kon- únga; á veggjunum voru ýmisleg málverk, sem bentu til viðburða í sögunni; síðan fann hann nokkur likneski og rnarga þá hluti, er snertu átrúnað Assyríumanna. Loksins fann hann í Nimruð — nafnið minnir menn á Nim- roð, sem getið er um í biblíunni og sagt er hafi byggt Niníve borg — 40 grafir fullar af allra handa búsgögnum og húsbúnaði. I Babýlon liafa menn nýlega fundið það, er fornfræðíngum þykir merkilegt, en það eru grafir framliöinna, eöa jarðhús þau, er forn- menn lögöu lík þeirra í. Jar eru nú margir fornfræðíngar saman komnir, sem enzka stjórnin hefur sent þángað. Ofursti nokkur að nafni Vilhjálmur, er að leita að fornaldarmenjum í Warkat, sem eru óvenjustórar rústir fyrir sunnan Babýlon. Á uridan sjersendi hann2menn, Lostus náttúru- fræðíng og Kúrkill málfræðing, með ferðum inní mesópótamisku eyðimörkina og voru þeir svo * heppnir að finna stórar steinspjaldahrúgur, sem rituð er á saga borgar þeirrar, er þar hefur staöið til forna. Jeir hafa líka fundið leir- kistur gleraðar utan og í þeim handhríngi og fótliríngi, sem grafið er á ýmislegt, og fá menn af því margt að vita um greftrunar að- ferð þeirra og hugmyndir, sem þeir hafa gjört sjer um ákvörðun sálarinnar. Lostus nátt- úrufræðíngur tók arabiska menn til að grafa og fann á 3. dögum 60 merkilega fornaldar- gripi. Skammt frá Bahýlon eru leyfarnar af Ctesiphon, Selevía og Kúfa og búast menn þar einnig við stórkostlegum fornaldarleyfum. L o p t f a r i n n. Fyrir nokkrum árum fór jeg í lángferð með póstvagni; jeg var búinn að vera á ferð lieilan sólarhríng og átti enn þá óekið í þrjú dægur þángað sem ferðinni var heitiö. Sam- ferðamenn mínir voru bæði siðlátir og skemti- legir og mun ílestum þykja það [mikilsvert, er einhverntíma hafa ferðast í póstvagní. Einn morguninn fóru menn að segja frá lífshætt- um þeim, er hver um sig hafði komist í á æfi sinni. Verzlunarmaöur nokkur, er með okkur var, sagöist liafa orðið skipbrota við Englands strendur og frakkneskur ferðamaður, sem líka var í vágninum, hafði farið í her- ferð til Algeir (Alsír) og verið þar handtek- inn; serkneskur stríðsmaður stóð með brugðnu sverði yfir lionuin, en í sama vetfángi kom fallbissukúla úr franska hernum, og molaði höfuðið á serkneska manninum; sá þriöji liafði verið á hjólskipi vestur í heimi, sem guíuketillinn sprakk í, svo honum kastaði í lopt upp ótrúlega hátt. Úngur maður fölleit- ur á yfirbragö sat þegjandi hjá okkur; þegar hann hafði hlíðt á um stund, tók hann svo til orða: jeg liefi Iivorki verið í sjóferðum nje orustum og má þó vera, aðjeg hafi sjeð eins mikla tvísýni á lífi mínu og hver annar. Fyr- ir nokkrum árum átti jeg heima í Bryssel, og fjekk góðan kunníngja minn til að reyna með mjer loptsiglíngu því jeg var bæði ófyr- irleiíinn og áræðisgóöur. Jeg bjó mig nú að öllu til uppferðarinnar, en daginn, sem ferð- inni var heitið, brást mjer samferðamaðurinn og ætlaði jeg að fara einn; en rjett í því jeg var að fara á stað, ruddist maður fram úr

x

Lanztíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lanztíðindi
https://timarit.is/publication/73

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.