Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 8

Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 8
24 |>að víst, að hin forna ætlan, að norðurljós geti ekki sjest nema í hreinviðri, er röng, og hitt öllu líkara, að þau geti ekki sjest nema himininn sje eins og hulinn í móðu eða sveipaður ljettum þokuskýjum. þess konar ský hafa menn og sjeð nærri því í hvert skipti, sem þeir hafa athugað norðurljósin. það er kunnugt, að ef segulmögnuð stálnál er fest á þann hátt, að hún geti frjálslega hreifst til og frá, þá nemur hún ekki staðar fyr en endar hennar snúa annar í vesturhallt norður, og hinn í austurhallt suður. Boginn, sem þá er á milli hins sanna norðurs og dep- ils þess í loptinu, sem nálin bendir á, heitir segul- skekkja (Magnetnaalens Afvigning), og slík nál heitir skekkjunál (Afvigningsnaal1). Ef segulnálin er þar ámótifestá þann hátt, að hún geti tálmunarlaust hreifst upp og ofan, þá er hún skamma stund lárjett, heldur bendir þá norðurendinn niður á við, en hinn rís upp. Hornið, sem þessi nál myndar við lárjetta stefnu er kallað hallahorn segulnálarinnar (segulhalli), og þess vegna er og sú segulnál, sem þannig er fest, kölluð hallanál (Inclinationsnaal). Yjer höfum orðið að gjöra þessa athugasemd til þess, að geta skoðað samband norðurljósanna við seg- ulaflið. Aður höfum vjer minnst á það, að sá hluti norðurljóssbogans, sem liæst er á lopti, sje optast nær á þeim depli himinsins, sem skekkjunálin bendir á2). Við það getum vjer nú bætt því, að kórónan hefur við slíkar athuganir nærri því ætíð verið á þeim depli him- insins, sem hinn hærri endi hallanálarinnar hefur bent á. En samband norðurljósanna við segulinn er meira en sjónin ein; því það er víst, að norðurljósin villa optast nær skekkjunálina eða að minnsta kosti gjöra hana mjög ókyrra. Frakkneski náttúrufræðingurinn Arago hefur athugað allar óvanalegar hreifingar segulnálarinnar, og ritað þær athuganir upp, og hefur það þá optast nær reynst, að um sama leyti hafi norðurljós sjest annað- hvort í Frakklandi, eða í Englandi eða Skotlandi. Og einu sinni hittist svo á, aðArago í París og Ilansteinn í £bo, urðu báðir í senn varir við óvenjulegan ókyrr- leika á segulnálinni, og reyndist það síðan, að á sömu stundu höfðu menn sjeð norðurljós í Kristjaníu. J)að virðist því vera ályktun allra þessara athugana með segulnálinni, að suðurendi hallanálarinnar bendi jafnan á kórónu norðurljósanna, og fylgi henni, ef hún breytir um stað sinn, og að miðja norðurljóssbogans hreifist í gagnstæða átt við norðurenda skekkjunálarinnar Sje þar á móti miðja bogans andspænis norðuroddi nálar- innar, þá verði hún ákaflega ókyrr. Menn kynnu að spyrja hvort það væri rjett, er sumir hafa ætlað, að norðurljósin gætu sumsje ollað sjúkleiks og drepsótta og alls konar óhamingju á meðal mannanna. Vjer svörum því ekki með öðru en því, að spyrja þá aptur á nióti, hvernig fara mundi í þeim löndum, sem norðurljósin eru nærri því hversdagsleg í, ef sú ætlan væri á rökum byggð. ^) ;það er skekkjunál, sem er í áttavitanum (Kom- passet). 2) þetta getur maður rannsakað með áttgvita. Vegna þess að flestir þeir náttúrufræðingar, sem nú eru uppi, ætla að norðurljósin muni eiga rót sína í raf- urmagninu, þá verðum vjer stuttlega að skýra eðli þess, áður en vjer förum að segja frá hinum helztu aðferð- um manna, til þess að komast eptir myndan norðurljós- anna. Rafurmagn er það náttúruafi eða náttúrustarfi, sem með meiri eða minni fyrirhöfn verður vakinn i öll- um líkömum. Með ýmsum hætti má gjöra líkamina raf- urmagnaða, t. a. m. með núningi, hitun, kælingu, gufan gufuþjettingu og jafn vel með snertingu einni. þó geta menn það hezt með núningi án þess að hafa nein sjer- stök tól til þess, t. a. m. ef lakkstöng er núin um ull- arklæði, þá verður stöngin rafurmögnuð. En rafur- magnaður líkami dregur aðra Ijetta líkami að sjer, t. a. m. dupt, korkagnir, hár o. s. frv., en hrindir þeim frá sjer aptur, þegar þeir eru búnir að taka við rafurmagni líkamans. Sje rafurmagnslaus líkami borinn að öðrum líkama rafurmögnuðum, þá kemur upp neisti á milli þeirra, og með honum einkennilegt hljóð. þetta má allt reyna með lakk - eða glerstönginni, en þó þarf að núa stöngina mikið og lengi og vera í svarta myrkri til þess, að neistinn sjáist. þó þarf ekki mjög lengi að núa til þess, að heyra hljóðið af neistanum. Með rafurmagnsvjelinni (Electriceermaskinen), sem kölluð er, má efla rafurmagnið svo mjög, að aldrei sje sv® bjart sólskin, að neistinn sjáist þó ekki. þó verður sá neisti eins og ekkert i samanburði við rafurinagnsneista þann, sem náttúran býr sjálf til, en það er e 1 d i n g i n (skrugguljósið). Beri maður vel rafurinagnaðan líkama inn í þynnt . lopt eða suddafullt, þá kemur rafurmagns- ljósið allt öðruvísi fram. þá kemur sumsje bleikt Ijós- skin allt í kringum líkamann, ekki ósvipað norðurljósi. En ekki er allt rafurmagn sama eðlis, og er hægt að komast að raun um það. Hengi maður sumsje einhvern Ijettan líkama upp á silkiþræði og gjöri liann rafur- magnaðan með því, að bera að honurn núna lakkstöng, þá hrökkur líkaminn undan, hvað opt, sem lakkstöngin er borin að honum. Sje þar á móti núiu glerstöng borin að líkama þessum, þá dregst hann að henni með afli, og hrökkur ekki fyrri frá henni, en hann er búinn að taka við rafurmagni hennar. þessar tvær gagnstæðu rafurmagnstegundir vakna ætíð jafn snemma báðar, svo að hinn núni líkami tekur við annari þeirra á meðan hinn líkaminn, sem núið er með tekur við hinni. Vatn það, sem gufar upp af jörðu eða saltsupplausn (Saltoplösn- ing) fær rafurmagnstegund lakksins, en gufan fær raf- urmagnstegund glersins. Sje rafurmagnið látið renna eptir málmþræði, sem lagður cr samhliða við segulnál, þá fer nálin úr legu sinni eða villist, „en sje þráðurinn „látinn liggja þvert fyrir oddi á stálnál, þá verður nál- „in segulmögnuð“. Rafurmagn það, sem þannig er leitt, eða látið fara um einhvern vissan veg, kalla menn rafurmagns straum. (Framhaldið síðar). Ritstjóri: M. Grímsson.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað: 5.-6. tölublað (25.02.1852)
https://timarit.is/issue/138291

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5.-6. tölublað (25.02.1852)

Aðgerðir: