Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 2
18
hún þó áríðandi og skilyrði fyrir allri verulegri
notkun landsins; f>ví hún er fólgin í þekk-
ingunni á efninu í jarðveginum, eðli hans og
náttúru, og á öllu því, sem fólgið er í fylsn-
um jarðarinnar, mtilmum, mó, kolum og stein-
tegundum. Undir þessari þekkingu er öll
jarðyrkja komin; því hún kennir hvaða rækt
bezt eigi við þann og þann jarðveg, og hvaða
jarðtegund sje hentugust fyrir þann og þann
gróða. Jegar menn vita nú hvaða efniíjarð-
veginum eru, þá er hægt að segja til hvers
hann verði notaður; því vjer þurfum þá ekki
annað, en fara eptir reynslu annara þjóða.
En til hvers er oss nú sem stendur að fræð-
ast um þessa reynslu á meðan vjer þekkjum
ekki jarðtegundirnar? Hvaða nothöfumvjer
t. a. m. af því, þó oss væri sagt frá reynslu
annara þjóða um gæði mergelsins, sem kall-
aður er, á meðan vjer göngum í efa um hvort
hann sje til hjá oss, eða ekki? Ef vjer þar
á móti þekktum þessa ágætu jarðtegund og
vissum af henni hjá oss, þá væri slík fræðsla
ágæt og ómissandi; því þá þyrftum vjer ekki
annað en ganga að voru vissa verki með liana.
Öldungis eins er og mörgu öðru hjer að lút-
andi varið; t. a. m. um blöndun jarðtegund-
anna og meðferð. 3>að er ekki til neins að
tala um neitt þess konar, fyr en menn þekkja
jarðtegundirnar sjálfar og vita hvert og hvar
þær eru til. En slík þekking fæst ekki, nema
með kostnaði og fyrirhöfn, eins og hver önn-
ur gæði lifsins, enda er hún og á eptir grund-
völlur mikillar hagsældar og vegs.
Um leið og vjer skiljumst við þetta mál að
sinni, tökum vjer það fram, að vjer skorum á
landa vora, að leggja allan hug á það, fyrst
að gjöra sjálfum sjer grein fyrir nauðsyninni
á hinni ytri og inriri þekkingu landsins sins,
og síðan, að hitta á haganlega og góða að-
ferð til þess að afla sjer hennar, og eru oss
allar slíkar uppástungur mjög svo kær komn-
ar. Vjer erum vissir um, að þær mundu fá
inntöku bæði í „jþjóðólf-* og eins í BNýTíðindi“.
Gullnámur í Nýja Hollandi.
Aý/a Ilolland er stæsta eyjan í Eyjaálf-
unni; það er nærri því eins stórt og Norð-
urálfan, eða hjer um bil 140,000 □ mílur.
Að austanverðu liggur Suðurhafið að landi
þessu, en á hina þrjá veguna Indlandshaf.
Strendurnar á Nýja Hollandi eru mest allar
flatar, sendnar og þurrar, en hærra uppi í því
eru fjallgarðar töluvérðir. Loptslag og veð-
uráttufar er hjer all gott, en Iiitj^ býsna mik-
ill; því steingeitarbauguriun gengur um mitt
landið.
Ýms eru örnefni á hjeruðum lands þessa,
sem siglingamenn Norðurálfunnar hafa gefið
þeim, jafnóðum og þeir hafa uppgötvað þau.
í>annig kallaði hinn víðfrægi Kook austur-
ströndina á Nýja HoIIandi, er hann fann 1770,
iVj'ja - Suðurvales (Ny - Sydwales). Jar
stofnuðu Bretar síðan nýlendu (1788) með
því, að þeir fluttu þangað alla óbótamenn og
illþýði heiman að frá sjer, og fyrir nokkrum
árum voru nýlendubúar þessir orðnir alls
131,000 (þar af nærri því 30,000 útlagir ó-
bótamenn). Helztu atvinnuvegir þéirra eru
akuryrkja, kvikfjárrækt, skógarhögg, fiski -
hvala - og selaveiðar. — Höfuðborg nýlendu
þessarar heitir Sidney, og eru þar meira en
30,000 innb. — Fjallgarðurinn sem liggur fyr-
ir ofan nýlenduna, og skilur hana frá meg-
inlandinu, heitir Bláfjoll. 1813 komustmenn
fyrst yfir þau, og fundu þar fagurt land og
frjófsamt. Var þar þá þegar reist byggð og
kallað í Bathurst. Siðan hafa Bretar mjög
eflt og fjölgað nýlendum sínum á eylandi
þessu, einkum á suðurströndinni.
Á árinu, sem leið, er þessi óbótamannasveit
Breta orðin að gullkistu þeirra; því þar eru
fundnar gulinámur svo miklar, í Nýja- Suður-
vales, að Bretar þora varla að trúa sjálfum
sjer um auðæfi þeirra. Segja þeir, að þessar
námur muni vera töluvert ineiri og betri, en
þær í Kaliforníu, og nú hljóti gullið bráðum
að lækka i verði. Jað er sagt, til merkis um
auðæfi gullnáma þessara, að i byrjuninni á
júnímán. (1851) liafi verið búið að finna 30
þúsund pund af gulli á þeim staðnurn, sem
menn komu fyrst ofan á það. Var þá og bú-
ið að uppgötva fleiri gullnámur til og frá um
landið, svo Bretar kalla þær takmarkalausar
og ótæmandi.
Jað er gamalt orðtak íslendinga, að
þangað sæki fjeð sem fjeð er fyrir, og hefur
það nú sannast á Bretum og Vesturheims-
mönnum, tveimur hinum voldugustu þjóðum
í heiminum, þar sem gullið nærri því kepp-