Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 4

Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 4
20 mick. Enskur jarðyrkjumaður, að nafm 31echi, reyntli hana og gaf Iienni þann vitnisburð: 1) að hún væri ágæt til þess að slá með upprjett korn áflatlendi; 2) að hún gæti sleg- ið hjer um bil 10 til 16 acres (þ. e. 12—20 dagsláttur) á dag eptir kringumstæðunum, o. s. frv. — Að endingu gefur Mechi fulla á- stæðu til þess, að ætla það, að svo inuni mega umbæta og laga vjel þessa, að henni verði víðast hvar komið við, en það segir hann fyllilega, að bráðum muni öll uppskeru- störf verða Unnin með við likatólum og þetta er, og er það síður en ekki gleðifregn fyrir vinnumannastjettina, sem þá hlýtur að missa þann atvinnuveg, sem hún hefur nú. Frjettafleygir milli Bretlands og Frakk- lands. Jafn vel þó ,að vjer getum hjer ekki, vegna rúmleysisins, gjörtþeim lesendum vor- um, sem ekki þekkja frjettafleygirinn (Tele- graphen), grein fyrir tilbúningi hans, þá vilj- um vjer þó geta þess, að í sumar, sem leið, lögðu Bretar frjettafleygir yfir sundið á milli Bretlands og Frakklands. Er það eins kon- ar þráður, 24 mílna Iangur, sem liggur á sjáf- arbotni, og geta nú Bretar í Dover talað við Frakka í Calais. En samtalið er gjört með rafurmagnstraumum, sem látnir eru hlaupa á milli eptir þræðinum, og gengur það við líka fljótt og menn tala. Frjettafleygir þessi tók til starfa 28. d. septembermán. í haust. Með þessum hætti er nú hvað sem við ber á Englandi nærri því samstundis komiö yfir á Frakkland, og eins það sem við ber á Frakk- landitil Englands. Jietta erhinn fyrsti frjetta- fleygir, sem lagður er undir sjó, og mun nú ekki langt að bíða þess, að hann verði ekki einn í sinni rðð. Aður hafa þeir einungis verið á landi, og þaðmjög víða, ogmjögsvo ýmislega lagaðir. Fólkstalun i Lundúnabory var í sept- embermán. í haust orðin 2,353,000. Jað er alkunnugt í hvað lágu verði að saltfiskur sá, sem árið sein leið var íluttur hjeðan frá Islandi, var, bæði í Kaupmannahöfn og víðast hvar í öðrum löndum, Og því er ver og miður, að það lítur enn mjög báglega út um verðið á honum í ár. 3>að sem með fram hefur stutt að þessu óverði á ísl. salt- fiski, er efalausl það, að árið sem leið var h'skurinn frá Faxaflóa, að minnsta kosti, tölu- vert miður verkaður, en hin 3 næst undanliðnu ár. Og það er víst, að hafi einn kaupmaður í Hafnarfirði, eins og mælt er, ekki féngið nema 8 rbdd. fyrir skippundið af saltfiskjar- farmi, er hann sendi í haust til Barselónar á Spáni, sem er vor bezti fiskjarmarkaður, þá er það vegna þess hvað fiskurinn hefur verið slæmur og illa verkaður; því það er oss kunn- ugt, að farmurinn, sem var hjer um bil 500 skippund, var valinn úr eitthvað 1000 skip- pundum af saltfiski. Menn vita enn ekki hvernig þeir farmar, sem hjeðan voru sendir í nóvember - og desembermánuðum i haust til Barselónu, hafa verið borgaðir, en þó er sá, sem fiskinn sendi, hræddur um, að hann borgist illa, vegna þess, að hann var fjarri því, að vera eins vel verkaður og vera ber. 3>að erþví áríðandi mjög, bæði fyrir lands- menn sjálfa og kaupmenn, að menn leggi nú í ár allan hug á, að verka fiskinn vel; því það er eina ráðið, sem íslendingar geta haft til þess, að fiskurinn þeirra hækki aptur í verði. Vjer álitum það enga nauðsyn fyrir oss, að gefa hjer reglur fyrir fiskverkuninni, þar eð það var gjört fyrir fáum árum. Jiar að auki hljóta og útgjörðamennirnir sjálfir að vita þær, þar sem þeir hafa haft þær við að undanföFnu (184S—9), og kunna þess vegna að verka fiskinn vel. Ekki að síður viljum vjer þó taka það fram, að það er undirrót góðrar fiskverkunar að skera fiskinn á háls, þegar er hann er innbyrtur, til þess að blóð- ið renni úr honum; því þá verður hann síðan miklu hvítari á lit og útgengilegri á eptir. þegar á kveldi sól til viðar svífur, og svalar unnir skreytir roða - faldi, en norður - ljósin leiptra' á skýja - tjaldi, og stjörnu - her á himin hláan drífur, veiztu þá næst hvar tindra mun frá tindi tíbrá af þinnar unaðs - stunda sól? veiztu hvar lauf þau Ijettum hreifast vindi; Ijá sem þjer að morgni kunna skjól? M. Gr.

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.