Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 1

Ný tíðindi - 25.02.1852, Blaðsíða 1
5. og 6. Um úndirstöðu livers lands velmegunar. Framhald. Jjegai' vjer erum komnir aft raun um Jiað, að velmegun lands og lýða sje hvervetna byggð á jörðunni, og að jiað sje sjálfsagt, að menn verði að þekkja jörðina til þess, að geta hagnýtt hana svo, sem bezt á við á hverjuin stað, jiá er næst að gæta að því, hvernig fiessari jiekkinguer varið. jþað er fljótsjeð að hún er tvenns konar, eins og hver önnur jiekking, eða að hún snertir bæði hið ytra og innra ásigkomulag og eðli jarðar- innar. Hin ytri jiekking er hjer, eins og í öllu öðru, nær manni og auðfengnari, en þann- ig köllum vjer þekkinguna á útiiti landsins, landslaginu byggðinni og óbyggðinni. 5að er nú sjálfsagt, að hvað Istandi við víkur, þá er mikið kunnugt af landslagi þess, enda er jarðar - eða landsþekking vor Islendinga að mestu þar í fólgin. Samt sem áður vantar þó fjarska mikið á, að þessi þekking sje í því lagi, sem vera ber; því allur lielmingur landsins er fjöldanum af innbúum þess öld- ungis ókunnur, og þessi helmingur landsins er einmitt miðjan úr því. Vjer jiekkjum raun- ar þá menn, sem halda, að það sje skaðlaust, þó menn þekki þessa iniðju landsius ekki betur; því þar muni lítið vera á að græða, þar sem hún sje ekki annað en eyðifjöll ein, heiðar, jöklar, og hraurn En þessi ætlan þeirra er röng; því þó aldrei væri annað, þá gæti slík þekking á landslagiuu bæði dregið allan efa af útilegumannatrúnni, sem enn brennur við í landinu, sýnt mönnum hvar ieita skuli afrjettarfjár þess, sem ekki finnst í vanalegum leitum, og hvar og hvernig vegi mætti leggja milli landsfjórðunganna, annað- hvort þar, sem þeir hafa verið að fornu, eða þá á nýjum stöðum. Landslagsþekkingin er jiví auðsjáanlega liarla mikils varðandi fý.rir alla, og þeim peningum væri vel varið, sem eytt væri til þess, að efla hana, sem mest. Jað er og hið fyrsta, sem liver þjóð leggur huga á, við víkjandi landi sínu, að fá sem beztar og nákvæmastar lýsingar þess, og upp- drætti, og kynna sjer það á alla vegu. Vjer erum nú og það á veg komnir, að vjer höfum fengið ágætan uppdrátt af landi voru, sem bókmenntafjelagið hefur komið á gang. En þó að hann sje svo góður, að það er nærri því óskiljanlegt, hvernig snillingurinn Björn riddari Gunnlaugsson, yfirkennari við H.vík- urskóla, hefur getað búið hann til aleinn og á svo stuttum tíma, þá er það ekki einlilítt; þvi bæði er hann óvíða til og enn síður vel notaður, þar sem landslýsinguna vantar enn með öllu. Hún er að vísu til í landafræði Oddsens, en, eins og nærri má geta, liarla ófullkomin, og þar á ofan í fárra manna liönil- um. Vjer sjáum nú ekki annað betra ráð fyrir oss Islendinga, en að kosta vissa menn, greinda og áreiðanlega, til þess að skoða, alltjend þann hluta landsins, sem ókunnug- astur er, og rita nákvætna lýsingu á honum. Ef slikir skoðunarmenn væru heppilega vald- ir, þá þyrfti þeirra ekki neina einu sinni við, því skýrslur og lýsingar þeirra gætu þá lengi staðið óliaggaðar. Vjer drepum að eins laus- lega á þetta að sinni; því vjer vonum, að menn sjáisvo gjörla hvað mjög hin ytri þekk- ing landsins eða jarðarinnar er nauðsynleg, að það líði ekki á löngu áður en í það verði skorizt, að afla sjer liennar á einhvern hátt, og væri oss þá kært að heyra uppástungur landa vorra um það, hvernig bezt myridi að fara að því, að fá hana. En nú er að drepa með fám orðum á hina aöra grein lands - eða jarðarþekkingarinnar, eða hina innri jiekkingu. Hún er miklu vaudasamari, og því að eins fáanleg, að hin ytri þekking sjg á undan geng- in, eða samfara henni. En engu að síður er NÝ TÍÐINDI. bl. 35, d. í’ebrúarmáiiaðar

x

Ný tíðindi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný tíðindi
https://timarit.is/publication/77

Tengja á þetta tölublað: 5.-6. tölublað (25.02.1852)
https://timarit.is/issue/138291

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

5.-6. tölublað (25.02.1852)

Aðgerðir: