Ingólfur - 06.01.1854, Blaðsíða 2

Ingólfur - 06.01.1854, Blaðsíða 2
78 rbdd. bætur til Biskupstungnahrepps fátækra fjárhyrzlu, svo borgar hann og allan af Iðg- sókninni við undirréttinn löglega leiddan kostnað. Kostnaður sakarinnar við landsyfirrjettinn, og f>ar á meðal sakarfærslulaun til sóknar- ans, Land - og bæjar - fógeta V. Finsens 6 rbdd., og til svaramanns, Organista P. Gud- johnsens 5rbdd., borgist úr opinberum sjóði. fdæmd útlát að greiða innan 8 vikna frá dóms þessa* löglegri birtíngu, og honurn að öðru leyti að fullnægja undir aðför að lög- um“. fiýzka frúm i lslamli 1845. Framhald. Vegirnir eru furðanlega góðir á sumrin. Jeg reið þá optast nær mjög hart. 3?ó verður engu akfæri komið við á þeim, því bæði eru þeir of þraungir, og svo eru þeir líka óruddir. 3>að er ekki til nokk- ur vagn í íslandi. Hættulegastir eru vegirnir þar sem eru flóar eða hraun, sjerílagi Iiraun- in, sem þakin eru grámosa, þvi hann er ekki tii annars enn skýla ólukku gjótunum, sem hestarnir stíga niður í þegar minnst vonum varir. Líka kemur fyrir mörg torfæran, er menn eiga að fara upp og niöur hálsana. Stundum hverfa allir götuslóðar þar sem flóar eru, og jeg furðaði mig opt á því, hvað fylgdarmenn mínir áttu þó hægt með að rekja sig eptir þeim. íþað leit svo út sem bæði þeir og hestarnir, sem þeir riðu, væru gædd- ir með sjerlegu náttúruviti þegar svo bar undir. Ferðalög eru kostnaðarsamari á Islandi, enn annarstaðar; fyrst þess vegna að hver ferðamaður er optast einn sjer, og lendirsvo á einum manni allur kostnaður fyrir fylgdir, farangur og ferjutolla. jþað verður að kaupa hvern liest, senr til ferðarinnar þarf, þvi ekki er aðhugsa til að fá þá til leigu; þaraðauki eru þeir afardýrir, því áburðarhestur kostar frá 18 til 20 rbdd., og reiðhestar frá 40 til 50 rbdd. Hestarnir geta ekki borið þunga bagga, þess vegna verða þeir, sem vilja hafa nokk- ur þægindi á ferðum sínum, að hafa marga áburðarhesta, og þá líka bæta við sig lesta- mönnum, því fylgdarmaðurinn sjálfur vill ekki þurfa að skipta sjer nema af reiðhestunum, og i inesta lagi af tveimur áburðarhestum. Vilji svo ferðamaðurinn selja hesta sina, þeg- ar hann kemur úr ferðinni, þá er hann því nær neyddur til að gefa þá burtu, því enginn vill bjóða nema lægsta verð fyrir þá, og er það ljós vottur þess, að alstaðar í heiininum hafa menn vit á því, að sjá sinn eigin hag. Landsmenn vita vel afþvi, að ferðamennirnir hljóta þó að skilja hestana eptir, og þess vegna eru þeir næsta varkárir með að bjóða ekki of jnikið í þá. Jeg verð að játa það, að mjer reyndist veglyndi Islendinga í þessu tilliti miðurenn jeg hafði gjört mjer von um*, og miklu miður, enn sögur af þeim sögðu, sem jeg hafði lesið. Kirkjurnar í landi þessu eru ekki hafðar eingöngu til helgrar brúkunar; þær eru líka hafðar til þess að geyma í þeim matvæli, á- höld og fatnað; og víðast hvar eru þær ætl- aðar til náttstaðar fyrir ferðamenn. Jeg ef- ast um að þvílík vanhelgun á heilögu húsi væri leyfð jafnvel hjá ómentuöustu þjóðum. 5að er að sönnu satt, að menn fullyrðtu það fyrir mjer, að nú væri svo koinið, að banna ætti þessa venju; en það hefði aldrei átt að leyfa slíkt, og jeg er engan veginn viss um, að henni verði hætt framvegis, því hvar sem jeg kom, var kirkjan alstaðar á reiðum hönd- um handa mjer til náttstaðar, og það brást ekki að jeg gat varla þverfótað í henni fyrir fiski, tólg og alls konar illa luktandi hlutum. Kirkjan í Krísivík er 22 fet á lengd, og 10 á breidd, og það vantaði mikið á að hún væri í því ástandi, þegar jeg kom, að jeg gæti komið mjer þar alminnilega fyrir; en reiðtýgi, fatnaður og sjerhvað, sem var til upp- fyllíngar, var í skyndi borið saman í eitt hornið; þá var komið með ábreiður og tvo laglega svæíla, og svo var búið um mig bjá skríninu, þar sein prestsskrúðinn var geymd- ur og altarisklæðin. Mjer varð nú ekki alls kostar vært, um nóttina, þvi auk þess sem það er einhvern veginn ónotalegt, að vita sig einsamlan út í kirkju um miðja nótt innan um dauðra manna grafir, þá brast lika á urn nóttina óttalegur stormurr sem hristi svo og skók kirkjuna, að brakaði í hverju trje, og jeg hugði ekki annaö, enn að hún myndi ganga af göílunum. Líka var mjer svo kalt, aðjeg gat ekki sofið. Jeg ætla ekki að orðlengja

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/79

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.