Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 2

Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 2
130 þær er enn þá eru lítt eða nær því óþekktar, og er slíkt næsta vanvirðulegt fyrir þjóð þá, er menntuð vill heita, að láta slíkt við gangast mannsaldur eptir mannsaldur. Að vísu hafa sumir landar vorir, bæði á fyrri öld og nú, leitazt við, að grennslast eptir verkunum jurta vorra til læknislyfja; en sökum þess að menn voru þá mjög ókunnir frumefnum jurtanna, hafa flestar þessar tilraunir farið út um þúfur, og eiga að miklu leyti að styðjast við eldri rit, án þess fullkomin og óræk reynsla hafl fengizt fvrir þeim i landinu sjálfu. Vjer munum eigi faramjög skakktíþví, þótt vjer gizkum á, að í landi þessu muni vaxa meira en eitt hundrað tegunda af læknisjurtuin, og þeim mörgum allgóðum, en það þorum vjer að fullyrða, að eigi þekkja menn enn þá lækningakrapta nokkurrar einnar af þessum jurtum til hlítar; það er og sannast að segja um það, að til þessa þarf mikla og langvinna reynslu, góða þekkingu á jurtunum sjálfum, frumefnum þeirra og öllu eðli. Á fyrri tímum, meðan efna- og lyfjafrœðin var svo langtum skemmra á veg komín, var þetta ókljúfandi, en nú á vor- um dögum er það allt langtum auðveldara, ef menn að eins gefa sjer tíma og tómstundir til þcss, og liafa þau verkfœri, er til þess þurfa. Af slíku og þvílíku geta menn lítið sem ekkert lært í útlöndum; það getur fyrst komizt á, þegar þeir menn, er hjer eru, geta leiðbeint ungum gáfuðum mönnum, hverja slefnu þeir eigi að taka,svo að þessu verði framgengt, og að hinir, á meðan þeir eru að læra læknisfrœðina, haíi nœgar tómstundir, bæði til þess að læra að þekkja jurtirnar, safna þeim, fara með þær, eins og vera ber, eptir efnafrœðislegum reglum, og prófa þær síðan á mönnum og dýrum samkvæmt reglum þeim, er gefnar eru í hinum áreiðanlegustu og nýjustu lyfjafrœð- isbókum (Pharmacodynamik). |>að er auðvitað, að allt þetta þurfa lærisveinarnir að gjöra undir urnsjón kennara síns, en það er og auðsætt, að kennarinn á að leiða þá og segja þeim fyrir, hvernig að skuli fara í alla staði. Með þessum hætti mundi mönnum smátt og smátt kynn- ast áhrif hinna innlendu lyfja; kennarinn fengi sjálfur betra tœkifqeri til að þekkja þau og reyna á ýmsan hátt, og til þess gætu lærisveinarnir hjálpað honum, en eins og nú stendur, er hverjum einstökum lækni slíkt ókljúfandi, því að bæði er það, að hinir fáu læknar, sem nú eru hjcr á landi, hafa optast nær miklum önnum að gegna, svo að þeir sjaldan hafa tíma til að leita að jurtum, þurrka Jiær og raða þeim niður, enda hafa þeir og engum fyrir að veifa, þar sem eitthvað ber að liöndum, hversu ómerki- legt og litið sem það er. þannig er það auðsætt, að land- læknir Bjarni heitinn Pálsson (er nærfellt jafnan hafði 2 eða 3 iœrisveina, og aldrei minna en einn) hefur verið langtum betur farinn í þessu en eptirmenn hans, og þess vegna fjekk hann og í vísindalegum efnum langtum meira afkastað en allir eptirmenn hans. Hversu óviðurkvæmilegt er það líka ekki, að landlæknirinn, sem á að hafa yflr- umsjón um alla læknaskipun hjer á landi, sem á að gjöra sjer allt far um, að grennslast eptir hinum almennu og sjerstaklegu sjúkdóma-orsökum á landi voru, sem á að bera sig að komast inn í sjúkdómafrœði fósturjarðar sinn- ar, eins og liann getur, og sem sú siðferðislega skylda á herðum liggur, að fylgja með tímanum, og þess vegna þarf að hafa vakandi auga á öllum merkustu framförum allrar læknisfrœðiniíar meðal hinna menntuðustu þjóða, hversu óviðurkvæmilegt er það ekki, segjum vjer, að þessi maður skuli, ef til vill, verðaað smjúgainn í hvernkima, til að skoða hvern sjúkling sem er, hversu einfaldur sem sjúkdómur Iians svo er. Væri það eigi nær, að hann hefði unga og menntaða menn sjer til hjálpar, er gætu að nokkru leyti Ijett þessu af honurn, þegarþeir væru húnir að nema hið nauðsynlegasta í hinni íslenzku sjúkdóma- frœði, og væru, af gangi með honurn til hinna veiku í fyrstu, orðnir þeim kunnugir? Landlækninum er samt, eins og nú stendur, fyrirmunað að koma þessu fyrir, nema lrið opinbera styrki lærisveina hans eða þá, sem læra vilja, því að launin við landlæknis-embættið eru svo vesöl, að þau eru varla til að geta lifað af þeim sómasamlega, og enn síður til þess, að lialda mann á þeim til kennslu, eða vera sjer úti um bœkur á ári liverju, til að geta fylgt vel með læknisfrœðinni í öllum greinum hennar. Alla þá annmarka, sem nú eru taldir á íslenzku læknisfrœðinni og Iæknaskipuninni, leiðir beinlínis af því, að læknakennslu hefur aldrei verið komið hjer á, eins og vera ber, enda hafa og eptirkomendur Bjarna heitins Pálssonar suinpart fylgt henni sljólega, og sumir aptur aílatt hana. Eptir að vjer þannig þykjumst liafa sýnt, hvílíkur á- vinningur það mundi verða fyrir læknisfrœðina yflr höfuð, að læknakennsla yrði stofnuð hjer, skulum vjer nú næst sýna fram á, að þetta muni vera liinn eini vegur til að geta fengið hjer nœga lækna. (Framh. síðar). 2f>9 á því, hefur gjört þá óða; og menn sjá, þar sem þessir menn eru, óða menn, sem deyja hœgt og hœgt af eigin völdum. |>etta er hryllileg sjón. En þeir eru þó miklu íleiri, sem vísvitandi og með opnum augum hafa sleypt sjer niður í þetta hyldýpi glötunarinnar, þaðan sem eng- inn kemst upp úr, þegar hann einu sinni er sokkinn nið- ur í það, en sökkur æ dýpra og dýpra, þangað til öll hjálparvon er horfin. Einn af mönnum þeim, sem hjer er lýst, stóð einu sinni við banasæng konu sinnar. Börn hans krupu kring um rúmið og blönduðu lágum harmastunum við sínar sak- lausu bœnir. í herberginu var lítill húsbúnaður og fátœk- legur, og þurfti ekki annað en líta á hina fölu mynd, sem ljós lífsins nú með fullum fetum var að yfirgefa, til að sjá, að sorg og skortur og nagandi áhyggjur liöfðu fyllt brjóst hennar um mörg mœðusöm ár. Aldraður kvenn- maður sat við rúmið og ljet höfuð hinnar deyjandi konu hvíla á armi sjer. Tárin flutu niður kinnarnar — það var móðir hennar. En konan, sem lá í andarslitrunum, sneri ekki hinu föla andlitiíþá átt, sem kvennrnaður þessi var; 260 það var ekki liennar hönd, sem hún lijelt dauðahaldi um með helköldum og skjálfandi fingrum; það var hönd manns hennar ; augu þau, sem dauðinn nú svo bráðlega átti að loka, störðu framan í hann, og það fór hryllingur um hann allan, er hann sá það. Hann varilla til fara og tötralega búinn; andlit hans var þrútið, augun blóðhlaupin og döp- ur. Hann hafði verið sóttur frá einhverju óstjórnlegu drykkjuslarki til þessa sorgar- og bana-beðs. Ljóstýra stóð við rúmið, og lagði af daufa birtu að eins á það, sem næst því var. Annars var þar allt dimmt og skuggalegt inni. Úti var kyrrð næturinnur, en inni kyrrð dauðans. Allt var hljótt, nema sigurverkið, sem lijekk á veggnum; það gekk og sló, eins og þaðvarvant, en þetta var hátíðlegur hljómur, því þeir, sem heyrðu það, vissu vel, að við næstu stundaskipti mundi það hljóma sem skilnaðarkveðja burtfarins anda. * fað er óttalegt að sitja við banasæng og bíða eptir dauðanum, að vita, að öll von er horfin og engrar hjálpar að vænta; að sitja og telja hinar döpru stundir um lang- ar nætur — nætur, sem að eins þeir þekkja, sem hafa vak- « J

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.