Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 8

Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 8
13G 9. Iíemst hafísinn að nokkrum mun fyrir Horn áVest- fjörðum, nema hafþök sjeu af honum? og fer hann nokkurntíma suðurfyrir Langanes, nema hafþök sjeii fyrir Norðurlandi ? 10. Fer hafísinn, þegar hann keinur fyrir Langanes, þjett með iandi, eðafyrst út á við og rekur svo inn? 11. Verða opt slík haíþök fyrir Múlasýslunum, að eigi sjá- ist út yíir af fjöllum? 12. í hvaða átt rekur hafísinn, þegar Múlasýslurnar los- ast við liann? 13. Hafa menn fyrir vestan, norðan eða anstan tekið eptir nokkrum breytingum á norðurljósum, meðan hafísinn er landfastur. 14. Merkist ekki alla-jafna langtum meiri kuldi í sjónum, meðan hafísinner við land, en ella? 15. Halda rnenn á Norðurlandi, að sudda- ogvætu-sumur slandi af hafís? 16. Af hverju ætla menn hið gamla máltœki sje komið, sem segir, að »sjaldan sje mein að miðsvetrarís» ? og hafa menn enn þá trú á því ? 17. Hvaða kvillar fylgja helzt hafís á mönnum og skepnum? 18. f>egar trje reka í liafís, eru það þá bæði sívöl og köntuð trje, eða að eins sívöl? 19. Hvernig eru þau sumur jafnaðarlega á Norðurlandi, þegar enginn hafís liefur komið eða sjezt veturinn eða vorið áður? 20. Er það almenn reynsla á Vestur-, Norður- og Austur- landi, að eptir mikil ísaár, sem gengið hafa í sam- fellu, komi gott árferði? En þó þetta sje hið helzta, er mig fýsir að vita, þá kann að vera rnargt, er glöggir menn liafa tekið eptir, og vildi jeg þá gjarnan, að getið yrði um það. Mjer þykir full von, þó menn viti eigi mikið um strauinana umhverfis landið, og því hef jeg eigi spurt svo mikið um þá; en gæti nokkur gefið mjer þar um sjerstaklegar upplýsingar, væri mjer það mjög kært. Heykjavík, 9. november 1860. ^ J. Hjaltalin. (Aðsent). Bœilttkver eptir l)r. P. Pjetursson, prentað í Kaupmannahöfn, og gefið út af Egli Jónssyni í Iteykja- vík, er nýkomið út og fæst lijá útgefandanum í materíu fyrir 16 skk., bundið í stíft 20 skk., og í bandi 24 skk. }>að er i 8 blaða broti, 86 blaðsíður með eptirmála og yfirliti. Sá, sem kaupir 4 exx., fær 1 í kaupbœti. Kver þetta inniheldur: a, vikubœnir kvelds og morgna, b, há- tíða- og helgidagabœnir, c, missiraskiptaboenir, d, sakra- mentabœnir, e, ýmislegar bœnir, f, vikubœnir út af sjö orðum Iírists. Alls eru 67 bœnir á bœklingi þessum. Sá, sem línur þessar ritar, vill mikillega hvetja landa sína til að eignast kver þetta, sem, eins og allt livað frá hendi liins ágæta liöfundar birtist á prenti, er snilldarlega sam- ið, og verðskuldar að ná sem mestri útbreiðslu um þetta land. — Gb — Til herra x+y. Grein höfundarins um „stólkirnurnar“ og „helgidagasögina“, er liann segir að standi í þjóðólfs 13. árg, 1.—2. blaði, getum vjer ekki tekið upp i blað vort; einungis skulum vjer geta þess, að þetta munu ekki vera nein ný amboð, er vert sje að sýna á fundi Húss- og bústjórnar-fjelagsins í suðuramtinu, heldur munu þetta vera prentvillur einar með öðrum 11., í staðinn fyrir: stólkirknanna og helgi- dagalög. Ritst. Prestahöll: Veitt: Miðdalur og Úthlíð í Árnessýslu þann 8. þ. m. sjera Birni Jónssvni á Miðmörk (Stóradal). Óveitt: Grimsey í Eyjafjarðarsýslu, auglýst 9. þ. m., metin 19 rdd. 64 skk. (Presturinn hefur sagt lausu brauðinu). Grundar og Möðruvalla þing í sömu sýslu, auglýst s. d., metin 28 rdd. Emeritprestur (73. ára gamall) í brauðinu nýtur V:i al' þess föstu tekjum. Stúra-dals þing í Rangárvallasýslu, óuppslegið 13.þ.m. Kandídat theol. Oddur V. Gíslason hefur tekið við útsendingu »íslendings« frá l.október, og er nú skrifstofa þess í Bröttugötu nr. 1. Árgangur blaðsins íslendings kostar 2 rd. Sá, sem selur 8 og þaðan af meira, fær 12 p. C. Útgefendur: Benidikt Sveinsson, Einar Þórðarson, Ilalldór Friðriksson, Jón Jónsson Uialtalín, Jón Pjetursson, ábyrgtannaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentatur í prentsmitjjnmii í Ueylijavík 1860. Eiriar þórbarson. 271 að ef móðir sín væri í himninum, að guð þá mættiheyra bœnir hennar, þegar hún bæði fyrirgefningar sínum yngsta syni. »Jeg var augasteinninn hennar, ~WilU,x sagði hann; »þegar hún lá fyrir andlátinu, kraup jeg niður við rúm- stokk liennar, þó jeg væri barn að aldri, og mitt litla lijarta nærri sprungið af harmi, og þakkaði þar guði fyrir, að hann hefði látið mjer þykja svo vænt um móður mina, að jeg aldcei hefði gjört neitt, sem hefði grætt liana. þessi tilhugsun gleður mig nú. Æ1 Will, því var hún tekin frá okkur, og faðir okkar skilinn eptir!« f>etta eru and- látsorð hans, faðir«, sagði hinn ungi maður; »huggaðu þig við þau, ef þú getur; þú gafst honum löðrunga í drykkjuœði, morguninn sem við hlupum burt; og núætla jeg ekki að orðlengja þetta meir«. Stúlkan grjet hástöfum, og faðirinn ljet höfuðið síga niður að knjám, og reri fram og aptur á stóluum. »Náist jeg«, sagði hinn ungi maður, »verð jeg fluttur aptur út úr bœnum og hengdur, af því jeg stytti ómaga- 1) AVill (vanalegra liill) er styttiug af nafniiiu VVilliain, seui Jeg lief kallal) Villijálm. 272 hálsinn á manni þessum. f>eir geta ekki fundið mig hjer, nema þú hjálpir þeim til þess, faðir. f>að er nú rjett eptir kvæðinu, að þú ofurseljir mig í böðulsins hendur; en ef þú ekki gjörir það, œtla jeg að láta hjer fyrir berast, þangað til jeg get hætt á að komast úr Jandi«. I samíleytta þrjá daga voru þau öll þrjú kyrr lieima í greni þessu, og settu ekki fót út fyrir húsdyr. En þriðja daginn var stúlkan aumari, en hún hafði verið áður, og lít- ilræði það, sem þau liöfðu haft að lifa á, var nú gengið upp. f>að varð því ekki hjá því komizt, að einhver fœri út, og af því stúlkan var svo örmagna af veikindunum, varð faðir hennar fyrir því að fara. Ilann fór út, þegar rökkvað var orðið. Hann íjekk dálítið af meðulum handa stúlkunni, og fáeina skildinga. Á heimleiðinni fjekk liann tískilding fyrir að halda í hest; hann hjelt nú heimleiðis, og liafði nóga peninga, til að bœta úr bráðustu þörfum þeirra í þrjá daga. (Framhald síðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.