Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 6

Íslendingur - 15.11.1860, Blaðsíða 6
134 azt um í ríki sínu; hafði hann drottninguna í för með sjer, og var þeim hvervetna tekið með hinum mesta fagn- aði. Ferðir Napóleons þykja ávallt með ineiri tíðindum, því þar er hann kemur í stórborgir og bœjarstjórar fagna honum með rœðum, þá heidur hann optast snjallt og langt erindi; en öllum er hin mesta forvitni á, hvað hann segir, því þeir halda hann búi yfir því meira, sem hann er varari um orð sín og talar sjaldnar. Um langan tíma hefur hvert orð hans verið vegið og prófað með eins mikilli gaumgæfni og vjefrjettirnar í fyrndinni. Nú voru helzt hafðar að marki rœður hans í Toulon og Marseille, en inntak þeirra er það, að hann hugsi mest um það, að eíla blómgun ríkis síns í friði og sátt við alla, og svo muni hann halda fram stefnunni, hvað semhver segi, og liversu sem aðrir út í frá tortryggi hana; enda segist hann engan ugg bera fyrir því, að friði norðurálfunnar verði raskað. Út af sama texta lagði vildarmaður hans og sendi- hexra í Lundúnaborg, Persigny, er hann setti fylkisráðið í Leirufylki (Loirc), og fœrði hann mörg rök fyrir því, að margtþað, er erlendis væri sagt um stjórnarstefnu keisar- ans og tiltektir hans í norðurálfunni, væri einber upp- ljóstur og ranglætisfull tortryggni. Misjafnt tóku útlend blöð undir þessar rœður; sum gátu þess til, að nú væri nýjar vjelar í bruggi, því þá væri skemmst ills að bíða, er Napóleon ljeti sem spaklegast; aðrir kváðu það auð- sætt, að keisarinn væri nú skelkaður, nýlega væri búið að fella uppástungu hans um það, að gjöra Spán að stór- veldi, og ljótan flóka drægi upp í norðaustri (Warschau), svo að liann mundi nú vita á sig hreggið. Vjer getmn ekki annað sjeð, en að keisarinn hafi talað af fullri al- vöru. Fyrir honum er ekkert í efni, til að heíja nýja styrjöld; Bretar fara honum næsta samsíða, þjóðverjar hafa fagnandi tekið við friðarmálum hans í Baden-Baden, og á Ítalíu hefur honum tekizt að koma svo málunum fyrir, með aðstoð Breta, að þar má enginn skerast í leik- inn, hvorki hann nje aðrir. En svo ills má hann ekki geta til, að Austurrikismenn að nýju hlaupi á sig á Ítalíu, og neyði hann aptur til þess, að fara með lier suður yfir fjöllin. f>að getum vjer heldur með engu móti fallizt á, að hann sje orðinn hræddur, því oss þykjr hitt líklegra, að liöfðingjunum á meginlandi norðurálfunnar standi af lionum og Frökkum ekki lítill geigur. Frakkar liafa á- vallt verið hinir fremstu forustumenn í sögunni, og hafa nú þann oddvitann, er skilur þjóð sína höfðingja bezt, og hitt eigi síður, er menn kalla tákn tímanna. Allir 267 Maðurinn, sem vjer höfum fylgt inn í hreysi þetta, staulaðist á fram í myrkrinu; stundum álpaði hann of'an í sjálft ræsið, og stundum ofan í forarpolla þá, sem höfðn myndazt af regninu. Loksins komst hann að húsi því, er lengst lá burtu. Hurðin, eða, rjettara sagt, það sem eptir var af hurðinni, stóð í hálfa gátt, svo hœgra væri fyrir fjölbýlinga þá, er þar voru, að komast út og inn. Ilann fór inn, og staulaðist upp gamlan og hrotinn stiga upp á efsta lopt. þegar hann átti eitt eða tvö fet eptir að dyrunum á klefa sínum, var lokið upp, og stúlka gægðist út, og var á henni óttasvipur. Hún var svo aumingjaleg og föl, að ekkertgatvið þaðjafnazt, nema Ijóstýran, sem hún skyggði á með hendinni. "Ert það þú, faðir minn?« sagði stúlkan. »HVer ætti það annar að vera?« svaraði maðurinn með kulda og styttingi. »f>ví skelfur þú eins og hrísla? Jeg hef ekki haft mikið að drekka fyrir í dag, því ekki verður drukkið án peninganna, og engir peningar koma, þegar ekki er unnið. Hver fjandinn gengur að stelpunni?« vita, hve mikið frelsi og framfarir í norðurálfunni á þeim að þakka, og nýlega hafa þeir lagt svo mikið í sölurnar fyrir þjóðarrjett og þjóðfrelsi, að full von er til, að þær þjóðir, er enn stynja undir ánauðarokinu, líti þar helzt eptir hjálpinni, er þeir eru, en harðstjórarnir beri fyrir þeim ugg og ótta. Með hinni síðustu gufuskipsferð komu tvö opin brjef, annað viðcíhjandi breyting á tilskipun 28. marz 1855, num sunnu- og helgidagahald á íslandi“, en hitt „urn að leggja slcatt, á tómthús og óbyggðar lóðir í Rcghjavik“. Eru bæði þessi lagaboð óbreytt frá því, sem alþingi stakk upp á, eins og sjá má á alþingistíðindunum 1859, bls. 365 og Yiðb. A. bls. 1, og bls. 1802—1803. Bæðiþessi lagaboð eru dagsett 26. dag septemberm. 1860. Annað hefur eigi frjetzt um árangurinn af aðgjörðum alþingis 1859. IJiiti flog'tök og meðferð þeirra. f>að ber opt við hjer á landi, að menn eptir innkuls eða áreynslu fái í sig flogtök, og eru þau opt álitin að vera veruleg tök (Plevritis), þá þau batna við blóðtöku, og hefur þetta eigi alllítið hjálpað til, að halda blóðtök- um á lopti lijer á landi, og halda, að blóðtakan væri allt eins áreiðanleg að lækna hin sönnu tök; en það mun nú samt opt hafa brugðizt, því að linunin á hinum rjett- nefndu tökum við blóðtökuna er optast skammvinn, nema því að eins að þau komi af útvortis linjaski, er brjóstið hefur orðið fvrir. Flogtökin þekkjast optastáþví, að þeim fylgir sjaldan inikil sótt, þar sem hinum verulegu tökum alla-jafna fylgir þunga-sótt, stuttur og örðugur andardrátt- ur, og er eins og viðstaða fyrir, þá er menn draga að sjer andann, og smáhósta-kjöltur með blóðkorgsuppgangi frá brjóstinu. I flogtökunum eiga menn að vísu optbágt með, að draga að sjer andann, nema menn liggi sem allra-kyrrastir á hakið, og dragi andann hœgt, en eigi merkist þar þessi fyrirstaða, sem er í þeim verulegu tökum, heldur eru það sárindin, svo að maður á örðugra með andardráttinn en ella. Sóttin, sem þeim fylgir, er og jafnast væg, og opt er slagæðin nærfellt regluleg. |>ó koma þau líka stundum fyrir með talsverðri sótt og hörð- um slagæðarslætti. Flogtökin, er hjer um rœðir, eru í raun og veru ekkert annað en stríð og bráð vöðvagigt (Rheumatismus muscuJaris), sem ýmistleggst í vöðva þá, er liggja aptan á bakinuogfram uin brjóstið, eða í brjóst- 268 »Mjer er illt, faðir, svo illt«, sagði stúlkan; meiru kom hún ekki upp fyrir gráti. »Æ!« sagði maðurinn, eins og menn segja, þegar þeir eru neyddir til að kannast við eitthvað óþægilegt, sem þeir vildu heldur láta eins og þeir sæju ekki, efþeir gætu. »f>ú verður einhvern veginn að láta þjer batna, því peninga þurfum við að hafa. þú verður að fara til fátœkra-læknisins og fá hjá honum einhver meðul. |>eim er borgað fyrir það, djöflunum þeim arna, hvort sem er. því stendurðu þarna fyrir dyrunum? Geturðu ekki lát- ið mig komast inn? heyrirðu?« »Faðir«, sagði stúlkan í hálfum hljóðum, lokaði dyr- unum bak við sig og stóð fyrirþeim, »YiIbjálmur er kom- inn aptur«. »IIver þá?« sagði maðurinn, og varð hverft við. »IIafðu ekki hátt«, sagði stúlkan, »Yilhjálmur, VII— hjálmur bróðir minn«. «Og hvað vill hann liingað?« sagði maðurinn, og reyndi að stilla sig. »Ef hann er hjer kominn til að fá peninga, mat, eður drykk, þá hei'ur liann farið í geitar-

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.