Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 1

Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 1
ANNAÐ ÁR. 27. apríl. Fátt er of vandleg'A hugað. Eins og stendur í |>jóðólfl, 13. þ.m., mun stiptamtið nú í ár liafa jafnað niður á hvert tíundarbært lausaljár- liundrað hjer í suðuramtinu 12 skildingum, og til endur- gjalds alþingiskostnaðinum 8 skildingum á hvern ríkisdal jarða-afgjaldanna í landinu, sem alþingistollurinn hvilir á. Tollar þessir eru nú býsna-háir, eins og blaðið J>jóö- ólfur hefur á vikið, og mönnum án efa tilfinnanlegir, og eptir því sem nú lætur í ári, efumst vjer því eigi um, að stiptamtið ekki hefði jafnað svo miklu niður á landið í þetta skipti, ef það hefði ekki álitið, að brýnustu nauð- syn bæri til þess. Vjer erum nú þjóðólfl samdómaíþví, að orsökin til þess, að tollar þessir eru svo langtum hærri, en þeir hingað til hafa verið, muni einkum vera sú, að vanrcekt hefur verið að undanförnu að jafna einlægt á ári liverju nógu miklu niður á landið, svo að kostnaður sá, er af hverju þingi hefur risið, yrði endurgoldinn ríkis- sjóðnum á hverjum næstu tveim árum, og að skuldirnar söfnuðust ekki fyrir frá einu þinginu til annars. Með því 1 nú hvorki blöðin nje heldur yflrvöld þau, er hlut áttu að máli, hafa geflð almenningi ávæni um, að í þetta óefni væri komið, og lögin í opnu brjefl 18. júlí 1848 segja, að skuldirnar af alþingiskostnaðinum ekki megi safnast fyrir, er það engin furða, þó mönnum verði hverft við, þegar þessir háu tollar öllum á óvart dynja yfir menn í jafn- hörðu ári, sem nú er. En hvað sem nú þessu líður, þá er það nú orðinn hlutur, sem ei verður aptur tekinn, að stiptamtið hefur jafnað þessu háa gjaldi niður í ár á menn, og er þá spurningin, hvernig landsmenn eigi rjettast að taka þessu? þjóðólfur segist ekki geta láð gjaldþegnum nje lastað, þó að þeir að svo komnu máli fœrðust undan fyrst um sinn, að greiða meira í alþingistoll, en 4 skk. af hverjum dal jarða-afgjaldanna, og hjer í suðuramtinu að eins 8 skk. af hverju tiundarbæru hundraði í lausafje. Eiga nú landsmenn að fallast á þetta, og tregðast við að greiða tollana? |>að álítum vjer óráð, sem gæti leitt af sjerýms vandræði. þóttekki hafi enn þá verið leidd rök að því, að tollarnir þyrftu að verða svona háir í ár, þá getur upphæð þeirra eigi að síður verið með öllu lögmæt, og að neita skattgjaldi, sem lögmætt reynist, er hættule^t. Venja undanfarandi ára, sú sumsje, að jafna svo litlu niður upp í alþingiskostnaðinn, er þó engin ástœða til að skorast undan, að borga það, sem í ár hefur ver- ið jafnað niður, þar þetta einmitt hefur verið óvenja, er leitt hefur til þess, að alþingiskostnaðurinn, þvert á móti lögunum, hefur safnazt saman upp í mörg ár, og einmitt þessi óvenja veldur nú þessu háa gjaldi. Ekki eru heldur fjárhagslög Danmerkur gildandi lög hjer á landi, er almenningur geti byggt á gjaldtregðu í þessu efni, því Island er enginn hluti Danmerkur, og alþingistollurinn hvílir á Islandi eptir sjerskildum lögum þess, sem einnig á að heimta hann eptir. Sje nú skuld sú, sem hvílir á landsbúum eptir þessum lögum, orðin svo há, að fje það þurfi til að lúka hana, er stiptamtið nú hefur jafnað nið- ur, er þá ekki sjálfsagt að gjalda hana? Væri það ekki líka jafnvel ódrengilegt, og þjóð vorri til hins mesta vansa, að vilja tregðast til hins ýtrasta, eins og þessi toll- ur væri auðsjáanlega rangur og óvinsæll, með að borga kostnað þann, er leitt hefur af stofnun þeirri, sem hinn ógleymanlegi konungur vor Iíristján hinn 8. gaf oss, þjóð vorri og landi til eflingar, frelsis og framfara, og sem oss ætti að vera að minnsta kosti annara um en svo, að oss íslendingum verði brugðið um það með rjettu, að vjer viljum ekki endurgjalda fje það með Ijúfu geði, er úr ríkissjóðnum hefur verið lánað landi voru handa þinginu. Vjer verðum þannig kröptuglega aðráðamönnum tilþess, að borga tolla þessa með ljúfu geði, þó þeir sjeu háir, en jafnframtþessu álítum vjer það eins helga skyldustipt- amtmannsins, sem nú hefur jafnað þessum háu tollum á landsbúa, að gjöra almenningi hið allrafyrsta svo skýra grein fyrir því, livernig þessar skuldir fráhinum fyrirfarandi ár- um sjeu undir komnar, að almenningi verði mál þetta full- ljóst. Ætlum vjer, að til þessa heyri, að menn sjái, hvað alþingiskostnaður sá, er jafna átti niður á landið, hafi verið 33 þáttur Grafar-Jóns og Staðar-manna. (Kptir Gísla Konrátisson). 7. Drulilcnan Jóns Gíslasonar. (Framhald). Jón í Skálárhnjúk, faðir Bjarna í Iíálf- árdal, var svo næmur, að hann mundi hverja prjedikun eptir, er hann hafði áður heyrða, að sagt er, og að hann kynni Vídalínspostillu nær utan að, svo bókarlaus læsi hann á sunnudögum, en mjög skorti liann skilning þar á borð við; en þá var hann sjötugur, er hann vildi ganga frá Gaukstöðum fyrir framan Tindastól og inn á Reykja- strönd. Arngrímur hjet maður og var Einarsson, og bjó á Gaukstöðum, er bannaði honum þá leið að ganga; eigi vildi Jón hlýða því, og er sagt þeim vrði meira að orð- um. Jónvar kallaður einrœnn jafnan og sjervitur; ætlaði liann nú hina sömu leið, og hann hafði ráðið; ís var lítt heldur, og drukknaði hann á sömu leið, og hyggja menn hann skammt á leið kominn, því rekinn fannst hann skammt þaðan, er hann hafði á ísinn gengið. Allreymt var kallað eptir hann og því trúað, að hann fældi hest undir Arn- 34 grími, er hann datt af og meiddist svo mjög, að aldrei varð hann jafnheill. 8. Jón fer byggóum og brögð hans. Jón Iljarnason fór byggðum um hríð að Veðramóti; má heyra það í stökum, er hann kvað, og ætla menn hann væri þá kominn að Stóru-Gröf á Langholti: Veðramót er mæta jörð, meður Kálfárdalur; lasta aldrei skal jeg Skörð, þó skensi mig margur halur. Af lleiði minni held jeg það, hún mjer þólti’ opt valin ; kvæðum betri kem þó að um Iíálfár- stranga -dalinn. J>að var, þá Jón var kominn að Stóru - Gröf, að enn ól hann fátœk börn upp; eru til nefndir sveinar tveir, Guttormur og Finnbogi; sagði hann svo við sveina þá, er hann fóstraði og atallegir þóttu vera, og hann ætlaði að manntak mundi í verða: »Drekktu úr rjómapottinum hjá henni Snjóku, en varastu að fara í undanrenningar- 17

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.