Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 4

Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 4
20 hún er lægst, eða svo kallaða sogskurði. Svo stendur optast á, að undir mýrinni er fastara leirlag, og undir því aptur sand- eða malar-lag, sem ætíð er gljúpara en leir- lagið. Sje nú grafið gegnum Ieirlagið, þá sílar mýrar- vökvinn smásaman í gegn og niður í sandinn eða mölina, sem drekkur vatnið. Á þennan hátt ber því að grafa þess háttar brunna hjer og hvar í mýrinni, þar sem hún ligg- ur lægst, fylla síðan brunnana með stórgrýti, og grafa svo höfuðskurðina eða veiturnar í kross gegnum þessar sog- holur. Gott væri að hafa jarðnafar við höndina, og brúka hann, áður en brunnurinn er grafinn, til þess að reyna fyrir sjer, hvort uppsprettur eða vatnsæðar eru þar fyrir undir leirlaginu, sem áformað er að grafa; því sje svo, þá vex vatnsmegnið, í staðinn fyrir að minnka, við brunn- gröptinn. Sje nú umhverfis mýrina, eins og ráð er gjört fyrir að ofan, hæðir og hólar á alla vegu, svo illa verði við komið, að veita vatninu í burtu, þá getum vjer til, að mýrin sje lægst í miðju. Eru þá grafnir nokkrir þver- skurðir, og einn höfuðskurður eptir henni miðri endilangri. |>essir skurðir eru allir breiðari að ofan en neðan, og smámjókka niður að botni, og eiga, ef rjett er, að vera hálfu breiðari en þeir eru djúpir til. Sje til dœmis skurð- urinn tveggja álna djúpur, á hann í minnsta lagi að vera 4 álnir að breidd ofanverður, en til þess á að grafa hann á ská, að brúnirnar hrynji ekki ofan yfir sig. Nú er borað með jarðnafrinum hjer og hvar ofan í skurðina, til þess botnsvatnið komi upp, og renni svo burt. Nú er mýrin lægst í miðjunni; þar á afsigið að vera, og er þar brunnur grafinn 7—8 álna víður að ofan og 9—10 álna djúpur, og er það sogveitan, sem ætluð er tii að sjúga vatnið úr mýrinni undir leirlagið, sem mýrin hvílir á, og ofan í sandmölina, sem er aptur fyrir neðan leirlagið; því gegnum sandinn sogar vatnið niður í jörðina, ef ekki eru uppsprettur fyrir. Sje nú mýrin mjög full af vatni, verður að bora með jarðnafrinum, áður en grafið er. |>egar búið er að bora gatið með nafrinum nógu djúpt, er settur langur staur niður í gatið, svo það Ijúkist eigi. |>á er þakið hrísi yfir staurinn, svo rennan teppist eigi, og þar á ofan kista með flötu grjóti í. Síðan er brunn- urinn eða holan þakin grjóti upp að jarðskorpu, eðameð öðrum orðum: upp að botninum á hðfuðskurðinum. |>að gefur að skilja, að skurðirnir eiga að halla að brunninum, þó ekki með of miklu falli, því þá kann brunnurinn að teppast. Jarðnafar yrði að fá frá Ifaupmannahöfn, og ef- 30 reið bin fremri vöð á Jökulsá eður Hjeraðsvötnum, og þaðan út til Akra og fann sýslumann; hafði liann þá byggðan Akrabœ af dugguviðum hinum hollenzku, er strandað böfðu; vareinhin rammgjörvasta búsasmíð á Ökr- um, er þá var títt, og stóð afar-lengi siðan að miklu, þó lítt hafi verið við haldið; var þar borðstofa góð, og dyr á Út Og inn; göng voru víð fyrir innri dyrum. Hestur Jóns var settur inn í rjett litla fram á hlaði fyrir bœjardyrum. Bauð Skúli Jóni í stofu og var hinn hreifasti, setti pott- flösku á borðið, og bauð Jóni að hressa sig; tóku þeir tal með sjer, og leið eigi langt, áður sýslumaður tók að ákæra liann og bera sakir á Jón, því nú skyldi grípa hann; voru menn til þess skipaðir í göngum fyrir innri dyrum ■stofunnar, og sá Jón þá ekki; tók nú rœðan að harðna ineð honum og Skúla, því þegar var Jón uppi og ljet eigi sitt minna. Mælti Skúli þá hátt: »Takið hann piltar«. Vænti Jón þá eigi góðs að bíða, greip flöskuna annari hendi, stakk henni niður fyrir sig á borðið og stiklaði við liana fram fyrir það, en laust sýslumann annari hendi,og var þegar úti, sem kólfi skyti, og þegar kominn á Bleik, er ast jeg eigi um, að landbústjórnarfjelag Dana væri fúst á, að sendanokkra ókeypis, sem þá mætti gjöra fleiri eptir. Sje mýrin mjög stór og víð ummáls, og sjer í lagi, sje mýrarbotninn fullur af uppsprettum, verður að grafa skurð með mýrarröndinni milli valllendisins, sem umhverfis hana er, og mýrarinnar sjálfrar, til þess að hamla vatn- inu að ofan frá, að síga í mýrina, og síðan skurði, eins og fyr er getið, eptir mýrinni þverri og endilangri; verð- ur þá að leita lags með, að höfuðskurðurinn liafi afsig úr mýrinni, því varla mun á Islandi, eins og í öðrum löndum, verða komið við austurshjóli því, sem þar er haft til að ausa burt með vatninu úr stórmýrum. Skurðina má ekki grafa dýpri en svo, að vatnið hafi liðugt afsig úr mýrarröndinni; við það sparast líka kostnaður og erfið- ismunir. Er optast nóg, að þeir sjeu tvær álnir á dýpt, álnar breiðir i botninn og fjögra álna breiðir að ofan. Gr. P. (AÍÍsent). í blaðinu »}>,jóöólfur<■ í ár 15.—16. bl. er því farið fram með slíkum orðatiltœkjum, er fæstir mundu velja framliðnum manni að ósekju, að maðurinn minn sáh, Oddur Guðjohn- sen, hafi leyst aðgjörð þá á Bessastöðum, sem stiptsyfir- völdin fólu honum á bendur næstliðið sumar, illa og ó- vöndulega af hendi; og með því einhver kynni, sem ekki þekkir málavöxtu rjett, að glœpast á að trúa því, að svo hafi verið, og sjer óafvitandi leggja ranglega lýti á minn- ingu þess, sem látinn er, leyfi jeg mjer, að biðja hina heiðruðu ritstjórn »íslendings«, að ljá línum þessum rúm í blaðinu, í því trausti, að þær muni verða lesnar af öll- um hinum betri og skynsamari mönnum, sem vilja ljá eyru sín orðum sártsyrgjandi ekkju, er að eins miða til þess, að menn út í frá ekki felli rangan áfellisdóm yfir þeim, sem nú er hafinn yfir mannlega dagdóma og áblást- ur eitraðrar tungu. J>ess skal þá fyrst getið, að sfiptsyfirvöldin 29. ágúst- mán. 1959 kvöddu manninn minn sál. til að skoða Bessa- staðahúsið, og gjöra áætlun um, hve mikið mundi kosta að gjöra að því; fór þessi skoðunargjörð því næst fram 31. s. m., og varð sú niðurstaðan, að 1106 rdd. 16 skk. mundi þurfa til aðgjörðar húsinu, en 23. nóvemb. 1859 rituðu háttnefnd stiptsyfirvöld honum, og skýrðu honum frá, að lögstjórinn hefði látið í ljósi, að hann væri ófús á, að láta framkvæma aðgjörð á byggingunni á Bessa- 40 þegar hóf sig yfir rjettargarðinn, tók þegar á skeið ofan til Jökulsár og yfir hana. llestar sýslumanns stóðu söðlaðir bak húsum; gripu mcnn þá og riðu þegar eptir Jóni sem skjótast allt að ánni; er hún snertuspöl einn neðan bœj- arins, en eigi var hrossís á henni, því það sáu þeir, að bullaði upp úr hverju skafiafari Bleiks; hafði Jón og skeið- reitt út til Grafar. En þótt Skúli væri kallaður stórbokki mikill og afar-skapbráður, mat hann þó jafnan hreystibrögð og hið forna þjóðerni íslendinga; sýndi hann það með öðru, er hann tjaldaði búð að fornum sið á Yallalaug og dœmdi hrossadóminn; hafði þar áður verið leið Skagfirð- inga eður leiðarþing, er síðan hefur kallað verið þriggja- hreppa-þing. í>að er og alsagt, að honum mundi eigi að öllu ókunnugt, þá Árni hinn seki Grímsson slapp frá hon- um á Ökrum. J>að er og sagt, að Bjarni sýslumaður Halldórsson brygði honum um hlífð við óknyttamenn, er þeir áttust við í málum. En það er sagt, að allþungan hug hefði Skúli nú á Jóni, og hygði en að neyta fœris, að fá fang á lionum, en eigi þótti dælt við hann að eiga; vöruðu og jafnan nábúar Jóns hann við hverju, sem þeir

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.