Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 8

Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 8
24 hundraða lilutir úr forlákshöfn, og fiskurinn mjög feitur. Allvel hefur og hákall veiðzt í J>orlákshöfn og á Eyrar- bakka, og vitum vjer með sanni, að eitt skip í Höfn- inni fjekk á tveim dögum (19. og 20. þ. m.) 40 hákalla. Austan úr Mýrdal er oss ritað þannig 6. þ. m.: »Iljer kom ákaílega mikill snjór í byrjun marz, sjer í lagi 2. til 5. |>ó eyddi bloti nokkru aptur; tók þá algjörlega fyrir haga, og í Kerlingardal fennti fje; er um 20 ófundið enn. Síðan viðraði sífelldum útsynningum og hafhörkum fram í páskaviku; rjett fyrir eða um páska hætti jeg að gefa útigangsfjenaði. Síðan 28. marz hefur verið mesta blíða og stöðugar sjógæftir; fjellu þá úr 4 helgidagar; hina alla hefur verið róið; og síðast í dag, en nú orðið flskilaust um stund. Blutir í Vík 140 af þorski ogísu,litlu minna í Reynishverfi; undir Dyrhólaey, að ætlun minni, meira hjá sumum, minna hjá sumum; 120 á að geta meðalhlutur, enmikið af ísu. í Meðallandi hefurtvis- var verið róið og aflað um 40; austar eitthvað 11 af ísu og Iýsu; í Álptaveri fyrir innan 20. Harðindi mikil í Skaptártungu og á Síðu; heilsufar gott og fjárhöld góð til þessa«.— Frjetzt hefur, að í Vestmannaeyjum hafl verið komnir 300 hlutir um páskana. Vestan undan Jökli segir í brjefi, sem ritað er fyrst í þessum mánuði: »Veðurátt er bjer hinbezta, enflski- afli lítill til þessa. Beztur hlutur á Sandi 3 V2 hundrað af þorski, og bjá þeim, sem farið hafa í hákallalegu, 19 kútar (lifrar) í hlut. Sunnan Jökuls er beztur hlutur um lGkúta lifrar, og lítur helzt út fyrir, að hákallsafli ætliað verða góður«. Sagt var, að komin væru skip á hafnir í Snæfellsnessýslu og í Flatey, en vjer vitum það eigi með vissu. En fullyrt er, að kornskip það, sem koma átti í haust er leið til Stykkishólms, og sem menn ætluðu þá að hefði farizt, væri nú komið þangað heilu og höldnu. 6. þ. m. dó í Reykjavík fyrrum hattasmiður Einar Hákonarson á sjötugs-aldri, dánumaður og dugandi borg- ari á sinni tíð. Hann var systursonur Isleifs heitins Einarssonar, etazráðs. — í því vjer erum að enda blað vort, heyrum vjer þess getið, að vel hafl flskazt á Akranesi nú í hinum síðustu tveimróðrum, og eitt skip hjer á nesinu flskaði í dag 10 í hlut. I dag hafnaði sig hjer frakknesk skúta, sem sagt er að komin sjemeð nokkrarvörur til verzlunar. Eptirskip- verjum er haft, að friður sje í Danmörku. — Sem hreppstjórar í Staðarsveit finnst okkur skylt að auglýsa liinar stórmannlegu gjaflr, sem herra Ilans A. Glausen í Kaupmannahöfn hefur látið úthluta sveitarfjelagi okkar nú um nokkur ár. Búðapláss og ytri hluti svöitar- innar hefur notið þeirra. Gjöf þessi var að upphæð í vetur 70rdd. í ýmislegum kornvörum. Fyrir gjafir þess- ar eigum vjer fyrir hönd móttakanda að votta viðkomend- um skyldugt og innilegt þakklæti, eins og vjer sem sveit- arstjórar opinberlega berum um það vitni, að gjafirnar hafi lent bjá sönnum þurfamönnum. Ellifca og Húílum í febr. 1861. G. Stefánsson. S. Guðmundsson. Ný lagaboð. Með hinu síðasta gufuskipi komu lagaboð þau, sem nú skal greina: 1. Tilskipun um stofnun barnaskóla í Reykjávík, dags. 12. d. desembermánaðar 1860. 2. Opið brjef, er lögleiðir á íslandi meö breytingum lög 30. nóvember 1857 um innkallanir í búum, dags. 4. dag janúarmánaöar 1861. 3. Opið brjef, er lögleiðir á Islandi með breýtingum lög 30. nóvember 1857, áhrœrandi nákvæmari ákvarðanir um betrunarliúss-vinnu, dagsett 4. d. janúarmánaðar 1861. 4. Opið brjef, er Iögleiðir á íslandi lög 29. desember 1857 um myndugleika kvenna, dagsett 4. d. janúar- mánaðar 1861. Prestaköll. Óveitt: Staðarhraun með annexíunni Álptártungu í Mýrasýslu (fyrir uppgjöf kand. Jóns Guttormssonar), metið 17 rdd. 32 skk., auglýst 11. apríl þ. árs. Emeritprestur- inn nýtur árlega, meðan lifir, þriðjungs af prestakallsins föstu tekjum, hvar upp í hann getur notið, ef því er ekk- ert til fyrirstöðu ábúðar eða afgjalds af kirkjujörðinni Brúarfossi. Útgefendur: Benidilct Sveinsson, Einar Pórðarson, Halldór Friðriksson, Jón Jónsson iljaltalín, Jón Pjetursscm. ábyrgísarmaW. Páll Pálsson Melsteð, Pjetur Gudjohnson. Prentabur í prentsmflbjnmii í Reykjavík 1861. Einar pú rtsarso n. 47 er talið hann bœtti lítið um fyrir kotungum og klaustur- landsetum sumum. J>á bjó að Hryggjum Jón sterki J>orsteinsson frá Álfgeirsvöllum,Hrólfssonar, J>orsteinssonar, Bjarnasonar, er harkið gjörði syðra, Hrólfssonar hins sterka; höfðu þeir langfeðgar verið hin mestu hraustmenni og flestir búið á Álfgeirsvöllum og í Skagaflrði. Jón á Ilryggjum átti ómegð og málti fátœkan kalla. Lagði Jón Austmann það eitt sinn til, að Jóni væri byggtút afHryggjum, kall- aði vangoldna landskuld hans, og bæri það á hann. Jón á Hryggjum svaraði fáu, en bauð Austmann í krók; er það sagt, að Austmann byði Jóni að glíma, en fyrir því uð Ragnheiður, kona Halldórs, var við, fórstþað fyrir, að þeir reyndu með sjer, fyrir innilegan bœnastað hennar, því illt ætlaði hún mundi af leiða, ef þeir ættustvið. Var Jón á Hryggjum þó jafnan spaklyndur kaliaður, nema hann væri mjög ertur. Ei varð heldur af því, að Jóni væri út byggt, en œrin óvild var síðan mcð þeim nöfnum. 14 Frá Jóni presti og Bjarna Halldórssyni. Jón prestur læknir Gunnlaugsson bjó nú í Holtsmúla, og var mjög hniginn að aldri; hafði hann verið gildur 48 maður og vel sterkur, en þó haltur, síðan hann kól á fœtur, er hann var á ferð úr Hólaskóla, og menn kölluðu ei einleikið, og kenndu glettingum Galdra-Lopts; hafði hann gengið frá Hólum á fjallabaki fram til Norðurárdals, og kól á þeirri leið. Mælt er hann væri í litlum virðingum með Ilalldóri Vídalín, og vitum vjer eigi, hvað til bar, því œrið vel var Jón prestur að sjer á þeim dögum, og Ilall- dór eigi kallaður óspektarmaður og heldur góðlátur við snauða menn, en prestur þá fjelítill, nemafátœkt hafiþví ollað, er ríkismönnum sumum var eigi allótítt. J>að var kvöð á klaustrinu, að gefa prestinum máltíð eina í hvert sinn, og liann söng messu, og var Jóni presti jafnan bor- inn grautur eða spónamatur. Bjarni, sonur þeirra Halldórs og Ragnheiðar, var þá nær tvítugu, og kominn í skóla á Hólum; liann var kátur og hafði optmikið um sig; glett- ist liann opt við Jón prest og hló að honurn; var það þá eitt sinn, að Bjarni skvetti opt úr spæni prests, bæði ofan um hann og svo matborðið, en prestur áður orðinn skjálf- hentur; reiddist prestur glensi því Bjarna, og mælti það optar en um sinn: (Framh. síðar).

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.