Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 6

Íslendingur - 27.04.1861, Blaðsíða 6
22 verður bráðum með sama háttalagi ókleyft að halda við búskap, og er þetta eðlilegt, þar sem margra mannafor- sorgun er tekin hjá búendum, án endurgjalds til þeirra. Yjer vekjum máls á þessari þörf þjóðarinnar, að ein- hverra ráða verði leitað, að koma í veg fyrir ónauðsynleg ferðalög, flakk og iðjuleysi, svo aðgreint yrði ónauðsyn- legt bruðl frá nauðsynlegu veglyndi, og álítum vjer, að með því að selja vegfarendum greiða með vægu verði, gjörum vjer bœndurnir, ef samtök kœmust á með það, það sem oss virðist liggja næst af vorri hálfu. Bœndur að vestan. Yjer erum höfundum greinar þessarar samdóma í því, að menn ættu hjer á landi að gjöra sjer far um, að gjöra mun á sannri gestrisni, sem bæði er gagnleg og sómasamleg fyrir landið, og óþarfa-beiningum við um- renninga, sem eyðir atvinnu búandans, elur iðjuleysi upp í hinum, og spillir allri góðri reglu. Ritst. Madama Gr. dáin 1. Syrgja mæt born mói&ur, meins til bentu sóttir; hœgist harma óí)nr himna fagna dróttir. Guí) því leysti góftur Gnt)rónu Pjeti^rsdóttnr og heiburs gaf gnóttir. 2. Sína stundum lífs-Ieií) ijett gekk þyrnum stráí)a; uuaí) heimsins og neyt) ei Ijet sig ónáíia; forlaganna frjáls bei?), fyrir sig þó ráí)a ljet hófund láíia. FerðamaÖur Pjetnrsdóttir, 26. apríl 1860. 3. Vií) sex afkvæmi sín hjer sorglega mjóg skildi, mæta cr gráta móftur, mest þeim gott er vildi; næturgamalt eitt, er augunum, tár sem fylldi, á guí)s mœndi mildi 4. þó gut)s afc vegi gáun), gefst su skyggni engum, ab strax hann fullsjeb fáum, felst sá myrkva lóngum; seinna betur sjáum, sem aí) lengra góngum og frelsi fóngum. á Vesturlandi, ‘27. apr. 1860. (Aðsent). það má nú segja um oss almúgann á íslandi, að sjaldan er eymdin ein, og með korninu skal mælinn fylla. Mörg óhamingja og bágindi hafa lagzt á land vort um lang- an aldur, og ekki sízt nokkur undanfarandi ár, svo að tví- sýni er á því fyrir mörgum, að þeir geti fram dregið líf sitt og sinna, er þeir eiga að sjá fyrir, sökum örbyrgðar. Menn sjá nú mikið ritað um það, að þetta allt saman eigi að vekja áhuga vorn alþýðumanna til að aíla oss lífsnauð- synja vorra, og hafna ógegnd allri með meira kappi og forsjá, en verið hefur hingað til, og jeg fyrir mitt leyti játa fúslega, að þessi hugvekja sje sön'n og nauðsynleg, og eigi athygli vor íslendinga mjög svo skilið. En mjer hefur líka verið kennt: leitið fyrst guðs ríkis og lians rjettlætis, og svo mun yður allt annað gott til leggjast; hve nær dregst og hneigist hugur og hjarta mannsins fremur að guði, en þegar á móti blæsí heiminum? Hve nær blasir hinn eilífi sannleiki ljósar fyrir skynsemi manns- ins, en þegar ágæti hins stundlega hverfur? Hver getur þá láð mjer og öðrum alþýðumönnum, þó vjer á þessum dögum prísum oss sæla við það, að vjer þykjumst hvíla í skauti hinnar rjetttrúuðu kirkju, sem kennir oss að ganga og leiðir oss hina rjettu götu til guðs ríkis? |>ó fjelags- skapur sá, sem eingöngu eður mestmegnis lýtur að því jarðneska, sje ófullkominn meðal vor íslendinga, þá höfum vjer þó hingað til getað glattossvið þaðíbág- indum vorum, að ómeingað guðsorð hefur tengt oss saman eins og limi á einum líkama, og guð forði oss frá að missa þetta andlega hnossið, sem eins sykrar bágindi hins aumstadda eins og velsæld hins auðuga. En nú fmnst mjer þó, jeg geti ekki að þvi gjört, og skamm- ast mín heldur ekki fyrir, að segja það, svo allir viti, að nú sje farið til, að gjöra tilraunir til þess líka, að tvístra einnig þessum fjelagsskap vorum; eða hvernig eigum vjer alþýðumenn að skilja greinina hjá honum herra ./. B. Baudoin í viðaukablaði við 13. árg. Jjjóðólfs nr. 19—20. Jeg hef alla heyrt kalla hann katólskan prest; marga hef jeg heyrt tala um, að hann væri búinn að byggja sjer kirkju, og suma hef jeg heyrt spá því, að hann mundi ætla sjer að prjedika þar inni katólska trú, en fyrir hverj- um veit jeg ekki. Jeg lief nú látið allt þetta sem vind um eyrun þjóta. En jeg hef ímyndað mjer helzt, að hann væri hingað kominn í þetta fátœka og auma land frá betra og glæsilegra lífi, til að nema og láta sig lirífa af hinum hreinu og helgu sannindum hinnar lútersku trúar, og verða þannig andlegur limur og meðbróðir hinnar lútersku kirkju. En mjer finnst á greininni í Jjjóðólfi, að þetta sje engan veginn ætlun hans, er liann kallar oss mótmælend- ur trúar sinnar, og gefur það, eins og mjer sýnist, ber- lega í skyn, að kennifeður vorir dragi ranga lærdóma út úr heilagri ritningu. J>etta hneykslar mig, og af þvi það er sett svona út í almenning í blaði, þykist jeg liafa fyllsta 43 því að skáldmæltur var hann og skjótur að yrkja. Elín hjet ein dóttir Halldórs biskups og J>óru frúr; var hún með móður sinni á Stað; fögur var hún álitum, en þótti œrið fáfróð; varð það þá, að Eiríkur gjörði henni barn; þá kvað Jón enn um Eirík: Gæfan Eiríks gjörðist sljó, gutlaðist eigi’ úr skelinni; af óhöppum barn til bjó með biskupsdóttur Elinni. Jón hafði ferju á Hjeraðsvötnum, erkölluð eru, síðan meiri hluti þeirra fjell austan Hegraness, því áður fjellu þau vestan nessins út til sævar, þar nú er kallaður Forn- ós; voru þau almennt kölluð Jökulsá fyrrum. J>að var á oi'ði, að Eirikur hefði verið lítt rœktaður, er hann kom utan; var það nú eitt sinn, að Eiríkur bað Jón ferja sig; Jón kvað þá í glettni: Af sór Iíaron aumt með raus, að þjer ferju ljæi, nema þú kœmir lúsalaus, laminn upp úr flægi. 41 Eiríkur kvað þegar í móti: J>að mun gleðja þjófana, þegar sláturs minnkar bú, ef hornin, klaufir, hófana hefðu lýsnar mínar nú. Er þess eigi getið, að Jón svaraði því. Eiríkur giptist löngu síðar konu þeirri, er Ólöf mjöll var kölluð; kvað liann um hana stöku þessa með fleirum: Felur styggð og kœfir kvöl kjóla óláns drjóla, elur tryggð um æfi-dvöl Ólöf sól gullstóla. Hann bjó þá eigi allskamma hríð á Iíelduvík á Skaga, en lengst af var hann förumaður, sem kveðið var eptir hann, og er þetta þar í: Ileldur stóra hafði lund, haldinn verka-staður, líka djákni litla stund, lengst af förumaður. Yarð hann allgamall og dó að lyktum á Stokkahlöðum í

x

Íslendingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Íslendingur
https://timarit.is/publication/86

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.